Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Aron Guðmundsson skrifar 4. febrúar 2025 15:44 Kristján Guðmundsson, einn þjálfara Vals tjáir sig um frétt dagsins, þá að Katie Cousins leiki ekki með Val á næsta tímabili. Vísir/Samsett mynd Þjálfarar kvennaliðs Vals í fótbolta vissu allan tímann stöðuna á viðræðum félagsins við Katie Cousins einn allra besta leikmann Vals og Bestu deildarinnar á síðasta tímabili. Samningar náðust ekki milli Vals og Katie sem er á leið í Þrótt Reykjavík. „Samningur Katie rann út í haust þegar að tímabilinu lauk. Svo hafa bara verið í gangi samskipti milli Vals og umboðsmannsins hennar sem endaði með því að það náðist ekki samkomulag um nýjan samning,“ segir Kristján Guðmundsson, einn af tveimur aðalþjálfurum Vals. „Auðvitað er þetta einn besti leikmaður deildarinnar og þjálfararnir vilja alltaf halda sínum bestu leikmönnum en einhvern veginn þróaðist þetta samtal út í það að enda svona. Að hún verður ekki að spila með Val á næsta tímabili.“ Heimildir Vísis frá því fyrr í dag herma að Katie hafi nú skrifað undir samning hjá Bestu deildar liði Þróttar Reykjavíkur sem gildir til næstu tveggja ára. Er ekki einkar sárt að sjá á eftir henni til liðs í sömu deild? „Þetta er bara eins og gengur og gerist í fótboltanum. Leikmenn skipta um lið og hafa sínar forsendur fyrir því líkt og félögin gagnvart þeim leikmönnum sem þau semja við. Kvennaboltinn er að nálgast svolítið annað umhverfi.“ Katie enn allra besti leikmaður Bestu deildarinnar á síðasta tímabili horfin á braut. Það er stórt skarð að fylla? „Já en áttum okkur á því að hún rann út á samningi í haust þegar að mótið var búið og hefur því ekki verið á samningi hjá Val í einhverja mánuði. Það er ekki eins og við séum einhvern veginn að skera hana út úr hópnum núna. En núna endanlega stöðvuðust viðræðurnar milli Vals og hennar. Ef hún er að fara í Þrótt þá hefur hún verið að ræða við að lið á sama tíma. Við þjálfararnir vissum allan tímann hvað væri að gerast í viðræðum Vals og Katie. Við vitum þó ekki nákvæmlega hvernig samskiptin voru, það er bara milli stjórnar og fulltrúa hennar. Við vissum stöðuna allan tímann og fórum alveg yfir það hvernig þetta myndi líta út gagnvart leikmannahópnum og annað.“ Íslenski boltinn Besta deild kvenna Valur Mest lesið Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Fótbolti Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn Fótbolti „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Körfubolti Lewandowski skaut Börsungum upp á topp Fótbolti Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Körfubolti Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni Fótbolti Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Fótbolti Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Íslenski boltinn Arnór laus úr prísund Blackburn Enski boltinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Enski boltinn Fleiri fréttir Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Sjá meira
„Samningur Katie rann út í haust þegar að tímabilinu lauk. Svo hafa bara verið í gangi samskipti milli Vals og umboðsmannsins hennar sem endaði með því að það náðist ekki samkomulag um nýjan samning,“ segir Kristján Guðmundsson, einn af tveimur aðalþjálfurum Vals. „Auðvitað er þetta einn besti leikmaður deildarinnar og þjálfararnir vilja alltaf halda sínum bestu leikmönnum en einhvern veginn þróaðist þetta samtal út í það að enda svona. Að hún verður ekki að spila með Val á næsta tímabili.“ Heimildir Vísis frá því fyrr í dag herma að Katie hafi nú skrifað undir samning hjá Bestu deildar liði Þróttar Reykjavíkur sem gildir til næstu tveggja ára. Er ekki einkar sárt að sjá á eftir henni til liðs í sömu deild? „Þetta er bara eins og gengur og gerist í fótboltanum. Leikmenn skipta um lið og hafa sínar forsendur fyrir því líkt og félögin gagnvart þeim leikmönnum sem þau semja við. Kvennaboltinn er að nálgast svolítið annað umhverfi.“ Katie enn allra besti leikmaður Bestu deildarinnar á síðasta tímabili horfin á braut. Það er stórt skarð að fylla? „Já en áttum okkur á því að hún rann út á samningi í haust þegar að mótið var búið og hefur því ekki verið á samningi hjá Val í einhverja mánuði. Það er ekki eins og við séum einhvern veginn að skera hana út úr hópnum núna. En núna endanlega stöðvuðust viðræðurnar milli Vals og hennar. Ef hún er að fara í Þrótt þá hefur hún verið að ræða við að lið á sama tíma. Við þjálfararnir vissum allan tímann hvað væri að gerast í viðræðum Vals og Katie. Við vitum þó ekki nákvæmlega hvernig samskiptin voru, það er bara milli stjórnar og fulltrúa hennar. Við vissum stöðuna allan tímann og fórum alveg yfir það hvernig þetta myndi líta út gagnvart leikmannahópnum og annað.“
Íslenski boltinn Besta deild kvenna Valur Mest lesið Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Fótbolti Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn Fótbolti „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Körfubolti Lewandowski skaut Börsungum upp á topp Fótbolti Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Körfubolti Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni Fótbolti Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Fótbolti Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Íslenski boltinn Arnór laus úr prísund Blackburn Enski boltinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Enski boltinn Fleiri fréttir Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Sjá meira