Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra Sindri Sverrisson skrifar 4. febrúar 2025 15:05 Katie Cousins er öllum hnútum kunnug í Laugardalnum eftir að hafa spilað þar með Þrótti. VÍSIR/VILHELM Katie Cousins, einn besti leikmaður Bestu deildar kvenna í fótbolta undanfarin ár, hefur samið um að snúa aftur til Þróttar og spila með liðinu á komandi leiktíð. Samkvæmt upplýsingum Vísis hefur Katie skrifað undir samning við Þrótt sem gildir til næstu tveggja ára, með uppsagnarákvæði sem gildir í lok þessa árs. Katie var í lykilhlutverki hjá Val í fyrra þegar liðið varð bikarmeistari og hafnaði í 2. sæti Bestu deildarinnar. Fótbolti.net segir að forráðamenn Vals hafi reynt að semja við Katie að nýju en það hafi ekki tekist. Félagaskiptasérfræðingurinn Orri Rafn Sigurðarson greindi fyrstur frá brotthvarfi Katie á Twitter og sagði stjórn Vals hafa talið hana of dýra. Stórar fréttir úr íslenska kvennaboltanum. Valur ætlar að losa Katie Cousins frá félaginu og ekki endursemja við hana. Stjórn Vals taldi hana of dýra.Þjálfararnir vissu ekki af þessu. pic.twitter.com/op8iAeeUhG— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) February 4, 2025 Athygli vekur að samkvæmt skrifum Orra voru nýir þjálfarar Vals, Kristján Guðmundsson og Matthías Guðmundsson, ekki hafðir með í ráðum. Hann hefur nú leiðrétt það og skrifaði: „Þjálfararnir virðast hafa vitað af þessu eftir allt saman. Valur lét Katie bíða í næstum því mánuð eftir að klára málin eftir hún samþykkti að koma aftur til Vals þrátt fyrir að hafa tilboð frá Portúgal. Degi fyrir lok gluggans fær hún að vita að Valur ætli ekki að endursemja.“ Katie, sem er 28 ára gömul, er væntanleg til landsins og mun þá snúa aftur í Laugardalinn þar sem hún lék þegar hún kom fyrst til Íslands. Hún skoraði sjö mörk í 17 deildarleikjum á fyrstu leiktíð sinni með Þrótti í efstu deild, árið 2021, og lék einnig lykilhlutverk með liðinu árið 2023 áður en hún skipti svo yfir í Val fyrir síðustu leiktíð. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Valur Mest lesið Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Fótbolti Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn Fótbolti „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Körfubolti Lewandowski skaut Börsungum upp á topp Fótbolti Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Körfubolti Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni Fótbolti Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Fótbolti Arnór laus úr prísund Blackburn Enski boltinn Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Íslenski boltinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Enski boltinn Fleiri fréttir Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum Vísis hefur Katie skrifað undir samning við Þrótt sem gildir til næstu tveggja ára, með uppsagnarákvæði sem gildir í lok þessa árs. Katie var í lykilhlutverki hjá Val í fyrra þegar liðið varð bikarmeistari og hafnaði í 2. sæti Bestu deildarinnar. Fótbolti.net segir að forráðamenn Vals hafi reynt að semja við Katie að nýju en það hafi ekki tekist. Félagaskiptasérfræðingurinn Orri Rafn Sigurðarson greindi fyrstur frá brotthvarfi Katie á Twitter og sagði stjórn Vals hafa talið hana of dýra. Stórar fréttir úr íslenska kvennaboltanum. Valur ætlar að losa Katie Cousins frá félaginu og ekki endursemja við hana. Stjórn Vals taldi hana of dýra.Þjálfararnir vissu ekki af þessu. pic.twitter.com/op8iAeeUhG— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) February 4, 2025 Athygli vekur að samkvæmt skrifum Orra voru nýir þjálfarar Vals, Kristján Guðmundsson og Matthías Guðmundsson, ekki hafðir með í ráðum. Hann hefur nú leiðrétt það og skrifaði: „Þjálfararnir virðast hafa vitað af þessu eftir allt saman. Valur lét Katie bíða í næstum því mánuð eftir að klára málin eftir hún samþykkti að koma aftur til Vals þrátt fyrir að hafa tilboð frá Portúgal. Degi fyrir lok gluggans fær hún að vita að Valur ætli ekki að endursemja.“ Katie, sem er 28 ára gömul, er væntanleg til landsins og mun þá snúa aftur í Laugardalinn þar sem hún lék þegar hún kom fyrst til Íslands. Hún skoraði sjö mörk í 17 deildarleikjum á fyrstu leiktíð sinni með Þrótti í efstu deild, árið 2021, og lék einnig lykilhlutverk með liðinu árið 2023 áður en hún skipti svo yfir í Val fyrir síðustu leiktíð.
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Valur Mest lesið Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Fótbolti Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn Fótbolti „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Körfubolti Lewandowski skaut Börsungum upp á topp Fótbolti Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Körfubolti Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni Fótbolti Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Fótbolti Arnór laus úr prísund Blackburn Enski boltinn Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Íslenski boltinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Enski boltinn Fleiri fréttir Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Sjá meira