Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Valur Páll Eiríksson skrifar 3. febrúar 2025 10:01 Alf Inge Haaland var ekki skemmt eftir 5-1 tap sonar hans og félaga í Manchester City. James Gill - Danehouse/Getty Images Alf-Inge Haaland, fyrrum leikmaður Manchester City og faðir Erlings, framherja liðsins, var ekki parsáttur eftir tap liðsins fyrir Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær. Arsenal vann öruggan 5-1 sigur á City á Emirates-vellinum í Lundúnum í gær. Haaland yngri jafnaði leikinn fyrir City í síðari hálfleik áður en Arsenal skoraði fjögur mörk. Töluverð áfergja einkenndi leikinn og skot á milli manna. Enda andað köldu milli liðanna síðustu misseri. Upp úr sauð þegar liðin áttust við fyrr á leiktíðinni en þá jafnaði Manchester City seint í uppbótartíma. Í kjölfarið kom til orðaskaks og handalögmála milli leikmanna liðanna og frægt að Erling Haaland sagði Mikel Arteta, þjálfara Arsenal, að halda sig á mottunni og sýna auðmýkt (e. be humble). Arsenal svaraði í gær en lag Kendricks Lamar, Humble, hljómaði í hljóðkerfinu eftir lokaflautið, sem var augljóslega vísun í móðgun Haalands nokkrum mánuðum fyrr. Leikmenn Arsenal fögnuðu vel í leikslok en þau fagnaðarlæti fóru eitthvað illa í Haaland eldri. Hann birti mynd af fögnuði Arsenal á samfélagsmiðlinum X eftir leik í gær og skrifaði við, hæðnislega: „Þetta lið sem vinnur allt. Ehhhh, not.“ «This Team» that wins everything. Ehhhhh, not. 🩵 https://t.co/B81Ais3J6a— Alfie Haaland (@alfiehaaland) February 2, 2025 Haaland sendir þar með keimlík skilaboð og sonur hans gerði fyrir nokkrum mánuðum síðan og bendir á að Arsenal hafi, þrátt fyrir góðan árangur síðustu misseri, ekki unnið neitt af viti. Arsenal hefur unnið FA-bikarinn einu sinni, árið 2020, og Samfélagsskjöldinn 2020 og 2023 í tæplega sex ára stjóratíð Mikels Arteta. Á sama tíma hefur Manchester City unnið fjóra Englandsmeistaratitla í röð, auk þess að vinna enska bikarinn, Samfélagsskjöldinn, Meistaradeildina, Ofurbikar Evrópu og Heimsmeistarakeppni félagsliða á árunum sex. Manchester City hefur hins vegar verið í sögulegri lægð á yfirstandandi tímabili. Liðið er með 41 stig í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar og tapað sjö leikjum af 24. City komst þá naumlega áfram í Meistaradeild Evrópu með 2-1 sigri á Club Brugge í lokaumferð deildarkeppninnar. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Sjá meira
Arsenal vann öruggan 5-1 sigur á City á Emirates-vellinum í Lundúnum í gær. Haaland yngri jafnaði leikinn fyrir City í síðari hálfleik áður en Arsenal skoraði fjögur mörk. Töluverð áfergja einkenndi leikinn og skot á milli manna. Enda andað köldu milli liðanna síðustu misseri. Upp úr sauð þegar liðin áttust við fyrr á leiktíðinni en þá jafnaði Manchester City seint í uppbótartíma. Í kjölfarið kom til orðaskaks og handalögmála milli leikmanna liðanna og frægt að Erling Haaland sagði Mikel Arteta, þjálfara Arsenal, að halda sig á mottunni og sýna auðmýkt (e. be humble). Arsenal svaraði í gær en lag Kendricks Lamar, Humble, hljómaði í hljóðkerfinu eftir lokaflautið, sem var augljóslega vísun í móðgun Haalands nokkrum mánuðum fyrr. Leikmenn Arsenal fögnuðu vel í leikslok en þau fagnaðarlæti fóru eitthvað illa í Haaland eldri. Hann birti mynd af fögnuði Arsenal á samfélagsmiðlinum X eftir leik í gær og skrifaði við, hæðnislega: „Þetta lið sem vinnur allt. Ehhhh, not.“ «This Team» that wins everything. Ehhhhh, not. 🩵 https://t.co/B81Ais3J6a— Alfie Haaland (@alfiehaaland) February 2, 2025 Haaland sendir þar með keimlík skilaboð og sonur hans gerði fyrir nokkrum mánuðum síðan og bendir á að Arsenal hafi, þrátt fyrir góðan árangur síðustu misseri, ekki unnið neitt af viti. Arsenal hefur unnið FA-bikarinn einu sinni, árið 2020, og Samfélagsskjöldinn 2020 og 2023 í tæplega sex ára stjóratíð Mikels Arteta. Á sama tíma hefur Manchester City unnið fjóra Englandsmeistaratitla í röð, auk þess að vinna enska bikarinn, Samfélagsskjöldinn, Meistaradeildina, Ofurbikar Evrópu og Heimsmeistarakeppni félagsliða á árunum sex. Manchester City hefur hins vegar verið í sögulegri lægð á yfirstandandi tímabili. Liðið er með 41 stig í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar og tapað sjö leikjum af 24. City komst þá naumlega áfram í Meistaradeild Evrópu með 2-1 sigri á Club Brugge í lokaumferð deildarkeppninnar.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Sjá meira