Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. febrúar 2025 08:35 Trump og Trudeau hafa ekki talað saman frá því Donald varð forseti. Þeir þurfa væntanlega að gera það núna þegar þjóðirnar hafa lagt tolla á innflutning hvor annars. Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt háa tolla á þrjú stærstu viðskiptalönd Bandaríkjanna, Kína, Mexíkó og Kanada. Þeim tollum verður ekki tekið þegjandi og hljóðalaust og eru Kanada og Mexíkó farin að undirbúa eigin tolla á Bandaríkin. Trump sagði Bandaríkin munu leggja 25 prósent tollgjöld á vörur frá Mexíkó og Kanada og tíu prósent toll á vörur frá Kína. Tollar á kanadíska orku eru hins vegar lægri, aðeins tíu prósent. Hann hótaði í nóvember að leggja tollana á ef þjóðirnar myndu ekki bregðast við fíkniefnasmygli og ólöglegum innflytjendum sem kæmu inn í Bandaríkin. Trump samþykkti tollaðgerðirnar í gær og taka þær gildi á þriðjudag. BBC greinir frá. Bæði Kanada og Mexíkó hafa sagst munu bregðast við með sínum eigin tollum en geri þjóðirnar það hyggst Trump hækka tollana enn meira. Innflutningur frá löndunum þremur er meira en 40 prósent af heildarinnflutningi inn í Bandaríkin. „Tollatilkynning dagsins í dag er nauðsynleg til að gera Kína, Mexíkó og Kanada ábyrg fyrir loforðum sínum um að stöðva flæði eiturlyfja inn í Bandaríkin,“ sagði í tilkynningu frá Hvíta húsinu á X á laugardag. Þá skrifaði Trump á miðill sinn, Truth Social, að aðgerðirnar væru framkvæmdar vegna gríðarlegrar ógnar sem standi af ólöglegum innflytjendum og lífshættulegum eiturlyfjum á borð við fentanýl sem dræpu bandaríska borgara. Vandamálin ekki leyst með tollum Tollar eru stór hluti af efnahagslegri sýn Trump næstu árin. Hann telur þá geta eflt bandarískt atvinnulíf, varið bandarísk störf og hækkað skatttekjur. Í tilkynningu Hvíta hússins var mexíkóska ríkisstjórnin einnig sökuð um að vera í „óþolandi bandalagi“ með mexíkóskum fíkniefnabarónum og samtökum. Claudia Sheinbaum ætlar að bregðast við tollum Bandaríkjum með ýmsum aðgerðum, þar á meðal tollum á bandarískar vörur.Getty Forseti Mexíkó, Claudia Sheinbaum, segir ásakanirnar rógburð og kallaði eftir því að Bandaríkin gerðu meira til að koma í veg fyrir ólöglegt flæði skotvopna frá Bandaríkjunum til Mexíkó. „Vandamálin verða ekki leyst með tollum heldur með því að tala saman,“ sagði Sheinbaum. Hún hefur samt sem áður fyrirskipað efnahagsráðherra sínum að bregðast við með aðgerðum. Meðal þeirra verða viðbraðgstollar upp á 25 prósent á vörur frá Bandaríkjunum. Milljarðar Bandaríkjadala í spilunum Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur einnig sagt að ríkisstjórn Kanada muni bregðast við aðgerðunum. „Við viljum ekki vera í þessari stöðu, við báðum ekki um þetta,“ sagði hann á blaðamannafundi á laugardag. „En við munum ekki hætta að vernda kanadísku þjóðina.“ Kanadíska ríkisstjórnin hyggst setja 25 prósenta tolla á bandarískar vörur að andvirði 155 milljarða dala (22 þúsund milljarðar króna). Fyrst munu tollarnir hafa áhrif á um fimmtung þessa fyrnnefnds innflutnings og eftir þrjár vikur bætist restin við. Justin Trudeau hefur verið forsætisráðherra Kanada frá 2015 en tíð hans lýkur í október þegar kosið verður um nýtt þing.AP/Sean Kilpatrick Bandarískar vörur sem verða fyrir áhrifum eru bjórar, vín, ávextir og ávaxtasafar, grænmeti, fatnaður, heimilistæki og húsgögn meðal annars. Þá verða einnig álögur á timbur og plastefni. Trudeau hefur ekki talað við Trump frá innsetningu þess síðarnefnda en hann segist ætla að halda línunni opinni. Tollar væru ekki besta leiðin til að bregðast við ástandinu á landamærunum. Kanada er stærsti erlendi birgir Bandaríkjanna þegar kemur að hráolíu. Samkvæmt nýjustu opinberu tölum kom 61 prósent innfluttrar olíu til Bandaríkjanna, milli janúars og nóvembers á síðasta ári, frá Kanada. Hagfræðingar telja að tollar Bandaríkjamanna og viðbrögð við þeim munu hækka verð á fjölda vara, bílum, timbri, stáli og ýmsum mat. Bílaiðnaðurinn gæti fengið sérstaklega mikinn skell þar sem bílavarahlutir fara á milli landanna þriggja mörgum sinnum áður en bandarískur bíll verður til. Meðalbílaverð á bandarískum bíl gæti hækkað um þrjú þúsund bandaríkjadali samkvæmt TD Economics. Ætla að leggja fram kæru Kínverska ríkisstjórnin sagði í yfirlýsingu að hún væri mjög óánægð með álögurnar og væri eindregið á móti þeim. Tíu prósenta skattur bætist ofan á þá tolla sem bæði Trump og Biden settu á kínverskar vörur. Kínverjar hyggjast einnig leggja fram kæru til Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) á hendur Bandaríkjunum vegna „ólögmætra viðskiptaaðgerða“ og gera gagnráðstafanir til að vernda hagsmuni sína og réttindi. Ding Xuexiang, varaforseti Kína, sagði við Alþjóðaefnahagsráðið í Davos í Sviss í síðasta mánuði að Kínverjar væru að leita að lausn sem myndi hagnast báðum aðilum til að draga úr spennu milli þjóðanna. Bandaríkin Kanada Donald Trump Kína Skattar og tollar Tengdar fréttir Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Donald Trump Bandaríkjaforseti segist nú vera að íhuga að leggja tíu prósent viðbótartoll á allar vörur frá Kína frá og með næstu mánaðarmótum. Í ræðu sinni á setningarathöfninni í fyrradag fór fremur lítið fyrir tollatali en hann talaði fjálglega um tolla í kosningabaráttunni. 22. janúar 2025 06:53 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Trump sagði Bandaríkin munu leggja 25 prósent tollgjöld á vörur frá Mexíkó og Kanada og tíu prósent toll á vörur frá Kína. Tollar á kanadíska orku eru hins vegar lægri, aðeins tíu prósent. Hann hótaði í nóvember að leggja tollana á ef þjóðirnar myndu ekki bregðast við fíkniefnasmygli og ólöglegum innflytjendum sem kæmu inn í Bandaríkin. Trump samþykkti tollaðgerðirnar í gær og taka þær gildi á þriðjudag. BBC greinir frá. Bæði Kanada og Mexíkó hafa sagst munu bregðast við með sínum eigin tollum en geri þjóðirnar það hyggst Trump hækka tollana enn meira. Innflutningur frá löndunum þremur er meira en 40 prósent af heildarinnflutningi inn í Bandaríkin. „Tollatilkynning dagsins í dag er nauðsynleg til að gera Kína, Mexíkó og Kanada ábyrg fyrir loforðum sínum um að stöðva flæði eiturlyfja inn í Bandaríkin,“ sagði í tilkynningu frá Hvíta húsinu á X á laugardag. Þá skrifaði Trump á miðill sinn, Truth Social, að aðgerðirnar væru framkvæmdar vegna gríðarlegrar ógnar sem standi af ólöglegum innflytjendum og lífshættulegum eiturlyfjum á borð við fentanýl sem dræpu bandaríska borgara. Vandamálin ekki leyst með tollum Tollar eru stór hluti af efnahagslegri sýn Trump næstu árin. Hann telur þá geta eflt bandarískt atvinnulíf, varið bandarísk störf og hækkað skatttekjur. Í tilkynningu Hvíta hússins var mexíkóska ríkisstjórnin einnig sökuð um að vera í „óþolandi bandalagi“ með mexíkóskum fíkniefnabarónum og samtökum. Claudia Sheinbaum ætlar að bregðast við tollum Bandaríkjum með ýmsum aðgerðum, þar á meðal tollum á bandarískar vörur.Getty Forseti Mexíkó, Claudia Sheinbaum, segir ásakanirnar rógburð og kallaði eftir því að Bandaríkin gerðu meira til að koma í veg fyrir ólöglegt flæði skotvopna frá Bandaríkjunum til Mexíkó. „Vandamálin verða ekki leyst með tollum heldur með því að tala saman,“ sagði Sheinbaum. Hún hefur samt sem áður fyrirskipað efnahagsráðherra sínum að bregðast við með aðgerðum. Meðal þeirra verða viðbraðgstollar upp á 25 prósent á vörur frá Bandaríkjunum. Milljarðar Bandaríkjadala í spilunum Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur einnig sagt að ríkisstjórn Kanada muni bregðast við aðgerðunum. „Við viljum ekki vera í þessari stöðu, við báðum ekki um þetta,“ sagði hann á blaðamannafundi á laugardag. „En við munum ekki hætta að vernda kanadísku þjóðina.“ Kanadíska ríkisstjórnin hyggst setja 25 prósenta tolla á bandarískar vörur að andvirði 155 milljarða dala (22 þúsund milljarðar króna). Fyrst munu tollarnir hafa áhrif á um fimmtung þessa fyrnnefnds innflutnings og eftir þrjár vikur bætist restin við. Justin Trudeau hefur verið forsætisráðherra Kanada frá 2015 en tíð hans lýkur í október þegar kosið verður um nýtt þing.AP/Sean Kilpatrick Bandarískar vörur sem verða fyrir áhrifum eru bjórar, vín, ávextir og ávaxtasafar, grænmeti, fatnaður, heimilistæki og húsgögn meðal annars. Þá verða einnig álögur á timbur og plastefni. Trudeau hefur ekki talað við Trump frá innsetningu þess síðarnefnda en hann segist ætla að halda línunni opinni. Tollar væru ekki besta leiðin til að bregðast við ástandinu á landamærunum. Kanada er stærsti erlendi birgir Bandaríkjanna þegar kemur að hráolíu. Samkvæmt nýjustu opinberu tölum kom 61 prósent innfluttrar olíu til Bandaríkjanna, milli janúars og nóvembers á síðasta ári, frá Kanada. Hagfræðingar telja að tollar Bandaríkjamanna og viðbrögð við þeim munu hækka verð á fjölda vara, bílum, timbri, stáli og ýmsum mat. Bílaiðnaðurinn gæti fengið sérstaklega mikinn skell þar sem bílavarahlutir fara á milli landanna þriggja mörgum sinnum áður en bandarískur bíll verður til. Meðalbílaverð á bandarískum bíl gæti hækkað um þrjú þúsund bandaríkjadali samkvæmt TD Economics. Ætla að leggja fram kæru Kínverska ríkisstjórnin sagði í yfirlýsingu að hún væri mjög óánægð með álögurnar og væri eindregið á móti þeim. Tíu prósenta skattur bætist ofan á þá tolla sem bæði Trump og Biden settu á kínverskar vörur. Kínverjar hyggjast einnig leggja fram kæru til Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) á hendur Bandaríkjunum vegna „ólögmætra viðskiptaaðgerða“ og gera gagnráðstafanir til að vernda hagsmuni sína og réttindi. Ding Xuexiang, varaforseti Kína, sagði við Alþjóðaefnahagsráðið í Davos í Sviss í síðasta mánuði að Kínverjar væru að leita að lausn sem myndi hagnast báðum aðilum til að draga úr spennu milli þjóðanna.
Bandaríkin Kanada Donald Trump Kína Skattar og tollar Tengdar fréttir Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Donald Trump Bandaríkjaforseti segist nú vera að íhuga að leggja tíu prósent viðbótartoll á allar vörur frá Kína frá og með næstu mánaðarmótum. Í ræðu sinni á setningarathöfninni í fyrradag fór fremur lítið fyrir tollatali en hann talaði fjálglega um tolla í kosningabaráttunni. 22. janúar 2025 06:53 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Donald Trump Bandaríkjaforseti segist nú vera að íhuga að leggja tíu prósent viðbótartoll á allar vörur frá Kína frá og með næstu mánaðarmótum. Í ræðu sinni á setningarathöfninni í fyrradag fór fremur lítið fyrir tollatali en hann talaði fjálglega um tolla í kosningabaráttunni. 22. janúar 2025 06:53