Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 31. janúar 2025 22:53 Donald Trump á skrifstofu sinni. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að leggja háa tolla á vörur frá Mexíkó, Kanada og Kína. Löndin eiga í miklum viðskiptum við Bandaríkin. Trump hefur ákveðið að leggja 25% tollgjöld á vörur frá Mexíkó og Kanada og tíu prósent toll á vörur frá Kína. Tollurinn tekur gildi á morgun, 1. febrúar. Trump sagði í nóvember að hann vildi leggja á tollinn til að koma í veg fyrir að fíkniefni og innflytjendur kæmist til Bandaríkjanna. „Magn fentanýl sem hefur verið gert upptækt á landamærunum fyrir sunnan á síðustu árum getur drepið mörg þúsund Bandaríkjamenn,“ sagði Karoline Leavitt, fréttaritari Hvíta hússins. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times. „Við munum greina frá tollum fyrir Kanada og Mexíkó af ýmsum ástæðum. Ég ætla að setja 25% toll á Kanada, og önnur 25% á Mexíkó, við virkilega þurfum að gera það,“ sagði Trump fyrr í vikunni. Frá Mexíkó, Kína og Kanada kemur um þriðjungur innflutts varnings í Bandaríkjunum. Tugir milljóna Bandaríkjamanna vinna störf í tengslum við innflutning. Þessi ákvörðun Trumps getur haft áhrif á neytendur í Bandaríkjunum með hækkandi vöruverði og vöruskorti. Ef að tollgjöldin eiga við innflutning á olíu getur bensínverð hækkað hratt. Um sextíu prósent af innfluttri olíu í Bandaríkjunum kemur frá Kanada og sjö prósent frá Mexíkó. „Við þurfum ekki það sem þau eiga,“ sagði Trump fyrr í vikunni. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagði í færslu á X-síðu sinni að enginn vilji tollgjöldin og ef að Bandaríkin fylgi þessu eftir sé Kanada tilbúið með hörð viðbrögð. No one — on either side of the border — wants to see American tariffs on Canadian goods. I met with our Canada-U.S. Council today. We’re working hard to prevent these tariffs, but if the United States moves ahead, Canada’s ready with a forceful and immediate response.— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) January 31, 2025 Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó, sagði í viðtali í morgun að mexíkósk yfirvöld höfðu starfað mánuðum saman að undirbúa viðbrögð þeirra við tollgjöldunum. Hún segir þau tilbúin fyrir allt. Bandaríkin Donald Trump Kanada Mexíkó Kína Skattar og tollar Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Sjá meira
Trump hefur ákveðið að leggja 25% tollgjöld á vörur frá Mexíkó og Kanada og tíu prósent toll á vörur frá Kína. Tollurinn tekur gildi á morgun, 1. febrúar. Trump sagði í nóvember að hann vildi leggja á tollinn til að koma í veg fyrir að fíkniefni og innflytjendur kæmist til Bandaríkjanna. „Magn fentanýl sem hefur verið gert upptækt á landamærunum fyrir sunnan á síðustu árum getur drepið mörg þúsund Bandaríkjamenn,“ sagði Karoline Leavitt, fréttaritari Hvíta hússins. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times. „Við munum greina frá tollum fyrir Kanada og Mexíkó af ýmsum ástæðum. Ég ætla að setja 25% toll á Kanada, og önnur 25% á Mexíkó, við virkilega þurfum að gera það,“ sagði Trump fyrr í vikunni. Frá Mexíkó, Kína og Kanada kemur um þriðjungur innflutts varnings í Bandaríkjunum. Tugir milljóna Bandaríkjamanna vinna störf í tengslum við innflutning. Þessi ákvörðun Trumps getur haft áhrif á neytendur í Bandaríkjunum með hækkandi vöruverði og vöruskorti. Ef að tollgjöldin eiga við innflutning á olíu getur bensínverð hækkað hratt. Um sextíu prósent af innfluttri olíu í Bandaríkjunum kemur frá Kanada og sjö prósent frá Mexíkó. „Við þurfum ekki það sem þau eiga,“ sagði Trump fyrr í vikunni. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagði í færslu á X-síðu sinni að enginn vilji tollgjöldin og ef að Bandaríkin fylgi þessu eftir sé Kanada tilbúið með hörð viðbrögð. No one — on either side of the border — wants to see American tariffs on Canadian goods. I met with our Canada-U.S. Council today. We’re working hard to prevent these tariffs, but if the United States moves ahead, Canada’s ready with a forceful and immediate response.— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) January 31, 2025 Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó, sagði í viðtali í morgun að mexíkósk yfirvöld höfðu starfað mánuðum saman að undirbúa viðbrögð þeirra við tollgjöldunum. Hún segir þau tilbúin fyrir allt.
Bandaríkin Donald Trump Kanada Mexíkó Kína Skattar og tollar Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Sjá meira