Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 22. janúar 2025 06:53 Trump hefur verið iðinn síðustu tvo daga og gefið út fjölda umdeildra tilskipana. AP/Julia Demaree Nikhinson Donald Trump Bandaríkjaforseti segist nú vera að íhuga að leggja tíu prósent viðbótartoll á allar vörur frá Kína frá og með næstu mánaðarmótum. Í ræðu sinni á setningarathöfninni í fyrradag fór fremur lítið fyrir tollatali en hann talaði fjálglega um tolla í kosningabaráttunni. Trump var spurður út í þetta á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gærkvöldi og þar sagðist hann síður en svo orðinn afhuga hugmyndinni. Hann segir að tollarefsingin sé nauðsynleg vegna þess að Kínverjar séu að senda fentanýl og önnur ávanabindandi efni til Bandaríkjanna, í gegnum Mexíkó og Kína. Trump hefur áður sagst ætla að setja enn hærri tolla á síðastnefndu löndin tvö, eða upp á 25 prósent. Það eigi að vera einskonar refsing fyrir að leyfa óheftan straum innflytjenda og eiturlyfja til Bandaríkjanna. En þótt tollamálin virðist vefjast fyrir forsetanum hafa stofnanir ekki beðið boðanna með að fara eftir forsetatilskipunum sem hann undirritaði á sínum fyrsta degi í embætti. Ein þeirra var að héreftir væru bara tvö kyn í Bandaríkjunum, karl og kona. Nú þegar hefur vefsíðu þar sem hægt er að sækja um vegabréf í Bandaríkjunum verið breytt á þann hátt að nú er aðeins hægt að velja um þessi tvö kyn, ólíkt því sem áður var, en þá var hægt að velja óskilgreint, eða annað. Einnig hefur upplýsingasíðu hjá FBI alríkislögreglunni verið eytt en þar var fjallað um árásina á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar 2021 og eftirmál hennar. Sú síða, þar sem einnig var lýst eftir grunuðu fólki er horfin, enda hefur Trump náðað næstum alla sem ákærðir voru fyrir aðild að óeirðunum og kallað þá bandarískar frelsishetjur. Bandaríkin Donald Trump Kína Skattar og tollar Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Innlent Fleiri fréttir Boða nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Sjá meira
Trump var spurður út í þetta á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gærkvöldi og þar sagðist hann síður en svo orðinn afhuga hugmyndinni. Hann segir að tollarefsingin sé nauðsynleg vegna þess að Kínverjar séu að senda fentanýl og önnur ávanabindandi efni til Bandaríkjanna, í gegnum Mexíkó og Kína. Trump hefur áður sagst ætla að setja enn hærri tolla á síðastnefndu löndin tvö, eða upp á 25 prósent. Það eigi að vera einskonar refsing fyrir að leyfa óheftan straum innflytjenda og eiturlyfja til Bandaríkjanna. En þótt tollamálin virðist vefjast fyrir forsetanum hafa stofnanir ekki beðið boðanna með að fara eftir forsetatilskipunum sem hann undirritaði á sínum fyrsta degi í embætti. Ein þeirra var að héreftir væru bara tvö kyn í Bandaríkjunum, karl og kona. Nú þegar hefur vefsíðu þar sem hægt er að sækja um vegabréf í Bandaríkjunum verið breytt á þann hátt að nú er aðeins hægt að velja um þessi tvö kyn, ólíkt því sem áður var, en þá var hægt að velja óskilgreint, eða annað. Einnig hefur upplýsingasíðu hjá FBI alríkislögreglunni verið eytt en þar var fjallað um árásina á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar 2021 og eftirmál hennar. Sú síða, þar sem einnig var lýst eftir grunuðu fólki er horfin, enda hefur Trump náðað næstum alla sem ákærðir voru fyrir aðild að óeirðunum og kallað þá bandarískar frelsishetjur.
Bandaríkin Donald Trump Kína Skattar og tollar Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Innlent Fleiri fréttir Boða nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Sjá meira