Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. janúar 2025 14:31 Atli Guðnason í baráttu við gamla landsliðsmanninn Ólaf Inga Skúlason í einum af 285 leikjum sínum í efstu deild. vísir/bára FH-ingurinn Atli Guðnason, einn marka- og leikjahæsti leikmaður í sögu efstu deildar, auglýsir eftir strákum á menntaskólaaldri á fótboltaæfingar. Um forvarnarverkefni er að ræða. Atli var gestur í Bítinu á Bylgjunni ásamt Silju Úlfarsdóttur sem aðstoðar hann í þessu verkefni. Tilgangurinn með því er að fá stráka á framhaldsskólaaldri (16-19 ára) til að mæta á fótboltaæfingar tvisvar í viku. Æfingarnar eru ætlaðar þeim sem eru hættir eða ekki tilbúnir að stunda fótbolta af fullum krafti. „Ég er búinn að eiga svo mörg samtöl við fólk, bæði foreldra og unglinga sem eru hættir, en langaði kannski ekkert að hætta. Það eru eiginlega bara tvær leiðir í fótbolta. Annað hvort engin æfing eða afreksþjálfun. Nú erum við að bjóða upp á að unglingsdrengir geti komið tvisvar í viku og spilað fótbolta,“ sagði Atli í Bítinu. Silja Úlfarsdóttir, fyrrverandi afrekskona í spretthlaupi, aðstoðar Atla með verkefnið.vísir/vilhelm „Það er bara þessi gamli góði bumbubolti. Það er bara skipt í tvö lið og spilað. Bara hafa gaman, tilheyra hópi og komast út. Markmið verkefnisins er að hafa gaman.“ Atli segir ýmsar ástæður fyrir því að drengir hætta að æfa fótbolta. „Þeir hafa kannski ekki fundið fyrir trausti og það sé vilji fyrir að þú sért þarna. Það eru margir sem tala um að þeim sé ýtt til hliðar til að koma öðrum að. Það er stærsti hópurinn sem hættir sem finnur fyrir því,“ sagði Atli. Að sögn Silju er ekki einu sinni nauðsynlegt að hafa æft fótbolta til að mæta á æfingarnar. „Okkur langar bara að ná ungum strákum, byrjum á þeim því þetta er tilraunaverkefni, Við erum forvitin hvort við getum búið til eitthvað með þetta og vonandi geta önnur lið hermt eftir. Þetta er samt ekki á vegum FH en við erum bæði með tengingu við þá og fengum fría aðstöðu þar,“ sagði Silja. Atli vonast til að strákum á æfingunum fjölgi. „Það vantar hvatningu fyrir þessa drengi. Þeir eru kannski flestir ekki með sjálfstraustið í botni. Þeir sem hafa mætt eru kannski með mesta sjálfstraustið. Það vantar að hjálpa krökkunum af stað,“ sagði Atli. Atli varð sex sinnum Íslandsmeistari með FH.vísir/bára Hann segir að strákarnir á æfingunum sem hann stendur fyrir geti svo tekið næsta skref. Atli nefndi dæmi um þjálfara sem hafði samband við hann út af strák sem var á æfingum hjá honum. „Nú er einn búinn að fá símtal frá fyrrverandi þjálfara sem sendi á mig í gærkvöldi. Hann er kominn aftur í félag. Markmiðið er að koma þessum krökkum aftur af stað. Þetta er fyrsta skrefið. Ég hef alveg stærri drauma í þessu. Ég væri alveg til í að íþróttafélög hugsuðu um krakka til 22 ára; ekki bara átján ára og þá er þér hent út,“ sagði Atli. Æfingarnar eru sem fyrr sagði tvisvar í viku í Risanum í Kaplakrika, klukkan 19:00 á miðvikudögum og klukkan 12:00 á sunnudögum. Frekari upplýsingar má finna á Facebook-síðunni Framhaldsboltinn. Hlusta má á viðtalið við Atla og Silju í spilaranum hér fyrir ofan. Íslenski boltinn FH Bítið Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
Atli var gestur í Bítinu á Bylgjunni ásamt Silju Úlfarsdóttur sem aðstoðar hann í þessu verkefni. Tilgangurinn með því er að fá stráka á framhaldsskólaaldri (16-19 ára) til að mæta á fótboltaæfingar tvisvar í viku. Æfingarnar eru ætlaðar þeim sem eru hættir eða ekki tilbúnir að stunda fótbolta af fullum krafti. „Ég er búinn að eiga svo mörg samtöl við fólk, bæði foreldra og unglinga sem eru hættir, en langaði kannski ekkert að hætta. Það eru eiginlega bara tvær leiðir í fótbolta. Annað hvort engin æfing eða afreksþjálfun. Nú erum við að bjóða upp á að unglingsdrengir geti komið tvisvar í viku og spilað fótbolta,“ sagði Atli í Bítinu. Silja Úlfarsdóttir, fyrrverandi afrekskona í spretthlaupi, aðstoðar Atla með verkefnið.vísir/vilhelm „Það er bara þessi gamli góði bumbubolti. Það er bara skipt í tvö lið og spilað. Bara hafa gaman, tilheyra hópi og komast út. Markmið verkefnisins er að hafa gaman.“ Atli segir ýmsar ástæður fyrir því að drengir hætta að æfa fótbolta. „Þeir hafa kannski ekki fundið fyrir trausti og það sé vilji fyrir að þú sért þarna. Það eru margir sem tala um að þeim sé ýtt til hliðar til að koma öðrum að. Það er stærsti hópurinn sem hættir sem finnur fyrir því,“ sagði Atli. Að sögn Silju er ekki einu sinni nauðsynlegt að hafa æft fótbolta til að mæta á æfingarnar. „Okkur langar bara að ná ungum strákum, byrjum á þeim því þetta er tilraunaverkefni, Við erum forvitin hvort við getum búið til eitthvað með þetta og vonandi geta önnur lið hermt eftir. Þetta er samt ekki á vegum FH en við erum bæði með tengingu við þá og fengum fría aðstöðu þar,“ sagði Silja. Atli vonast til að strákum á æfingunum fjölgi. „Það vantar hvatningu fyrir þessa drengi. Þeir eru kannski flestir ekki með sjálfstraustið í botni. Þeir sem hafa mætt eru kannski með mesta sjálfstraustið. Það vantar að hjálpa krökkunum af stað,“ sagði Atli. Atli varð sex sinnum Íslandsmeistari með FH.vísir/bára Hann segir að strákarnir á æfingunum sem hann stendur fyrir geti svo tekið næsta skref. Atli nefndi dæmi um þjálfara sem hafði samband við hann út af strák sem var á æfingum hjá honum. „Nú er einn búinn að fá símtal frá fyrrverandi þjálfara sem sendi á mig í gærkvöldi. Hann er kominn aftur í félag. Markmiðið er að koma þessum krökkum aftur af stað. Þetta er fyrsta skrefið. Ég hef alveg stærri drauma í þessu. Ég væri alveg til í að íþróttafélög hugsuðu um krakka til 22 ára; ekki bara átján ára og þá er þér hent út,“ sagði Atli. Æfingarnar eru sem fyrr sagði tvisvar í viku í Risanum í Kaplakrika, klukkan 19:00 á miðvikudögum og klukkan 12:00 á sunnudögum. Frekari upplýsingar má finna á Facebook-síðunni Framhaldsboltinn. Hlusta má á viðtalið við Atla og Silju í spilaranum hér fyrir ofan.
Íslenski boltinn FH Bítið Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira