Haaland fær tíu milljarða hjálp Sindri Sverrisson skrifar 23. janúar 2025 11:17 Omar Marmoush er orðinn leikmaður Manchester City. Getty/Ulrik Pedersen Englandsmeistarar Manchester City kynntu í morgun Egyptann Omar Marmoush til leiks en hann kom til félagsins frá Frankfurt fyrir 70 milljónir evra, jafnvirði rúmlega 10 milljarða króna. Marmoush, sem er 25 ára gamall, heru skorað fimmtán mörk í sautján deildarleikjum í Þýskalandi á þessari leiktíð og er næstmarkahæstur þar, á eftir Harry Kane. Með komu Marmoush má segja að skarð Julian Alvarez, sem seldur var til Atlético Madrid síðasta sumar, sé loksins fyllt og ljóst að honum er ætlað að létta á pressunni á að Erling Haaland skori mörk í hverjum leik fyrir City. City hefur einnig tryggt sér Vitor Reis, 19 ára brasilískan varnarmann frá Palmeiras, og Abdukodir Khusanov, 20 ára Úsbekista frá Lens, og samtals varið jafnvirði rúmlega 21 milljarðs króna í þessa þrjá nýju leikmenn. 🚨 Manchester City in the January transfer window:🇪🇬 Omar Marmoush: €75M🇺🇿 Abdukodir Khusanov: €40M🇧🇷 Vitor Reis: €35M🇳🇴 Erling Haaland: 9-and-a-half year contract ✍️ pic.twitter.com/Whf4JjtwLD— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) January 23, 2025 Búist er við því að Marmoush megi spila gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn en hann má hins vegar ekki spila leikinn mikilvæga við Club Brugge næsta miðvikudag, í lokaumferð Meistaradeildar Evrópu. Þann leik verður City að vinna til að Marmoush geti spilað í keppninni á þessari leiktíð. „Manchester City hefur verið eitt stærsta félag heims síðustu tíu ár svo það var aldrei vafi í mínum huga,“ sagði Marmoush eftir komuna til City. Þessi 25 ára gamli leikmaður skrifaði undir samning sem gildir til júní 2029. „Það er ánægjulegt og heiður fyrir mig og mína fjölskyldu að vera orðinn fulltrúi Manchester City. Þetta gleður þau og það gleður mig að sjá drauma mína rætast. Síðustu tvær leiktíðir hafa verið frábærar en þetta er bara byrjunin hjá mér,“ sagði Marmoush. Enski boltinn Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Sjá meira
Marmoush, sem er 25 ára gamall, heru skorað fimmtán mörk í sautján deildarleikjum í Þýskalandi á þessari leiktíð og er næstmarkahæstur þar, á eftir Harry Kane. Með komu Marmoush má segja að skarð Julian Alvarez, sem seldur var til Atlético Madrid síðasta sumar, sé loksins fyllt og ljóst að honum er ætlað að létta á pressunni á að Erling Haaland skori mörk í hverjum leik fyrir City. City hefur einnig tryggt sér Vitor Reis, 19 ára brasilískan varnarmann frá Palmeiras, og Abdukodir Khusanov, 20 ára Úsbekista frá Lens, og samtals varið jafnvirði rúmlega 21 milljarðs króna í þessa þrjá nýju leikmenn. 🚨 Manchester City in the January transfer window:🇪🇬 Omar Marmoush: €75M🇺🇿 Abdukodir Khusanov: €40M🇧🇷 Vitor Reis: €35M🇳🇴 Erling Haaland: 9-and-a-half year contract ✍️ pic.twitter.com/Whf4JjtwLD— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) January 23, 2025 Búist er við því að Marmoush megi spila gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn en hann má hins vegar ekki spila leikinn mikilvæga við Club Brugge næsta miðvikudag, í lokaumferð Meistaradeildar Evrópu. Þann leik verður City að vinna til að Marmoush geti spilað í keppninni á þessari leiktíð. „Manchester City hefur verið eitt stærsta félag heims síðustu tíu ár svo það var aldrei vafi í mínum huga,“ sagði Marmoush eftir komuna til City. Þessi 25 ára gamli leikmaður skrifaði undir samning sem gildir til júní 2029. „Það er ánægjulegt og heiður fyrir mig og mína fjölskyldu að vera orðinn fulltrúi Manchester City. Þetta gleður þau og það gleður mig að sjá drauma mína rætast. Síðustu tvær leiktíðir hafa verið frábærar en þetta er bara byrjunin hjá mér,“ sagði Marmoush.
Enski boltinn Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Sjá meira