Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Valur Páll Eiríksson skrifar 10. janúar 2025 22:03 Markaskorararnir Rodgers og Onana fagna í kvöld. Villa-liðið var í sérstökum svörtum treyjum vegna 150 ára afmælis félagsins. Shaun Botterill/Getty Images Aston Villa vann 2-1 endurkomusigur á West Ham United í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í fótbolta á Villa Park í Birmingham í kvöld. Graham Potter varð því að sætta sig við tap í fyrsta leik hans við stjórnvölin hjá gestunum. Um var að ræða fyrsta leik West Ham undir stjórn Grahams Potter sem tók við liðinu af baskneska Spánverjanum Julen Lopategui sem var sagt upp í vikunni eftir aðeins örfáa mánuði í starfi. Það byrjaði vel hjá Potter þar sem Brasilíumaðurinn Lucas Paquéta veitti Hömrunum forystuna eftir tæplega níu mínútna leik þegar Crysancio Summerville fann hann óvaldaðan á teignum. Skömmu síðar missti West Ham hins vegar Þjóðverjann Niclas Füllkrug meiddan af velli og Ross Barkley fór sömuleiðis meiddur út af hjá Villa-mönnum. Staðan aftur á móti 1-0 í hálfleik og Aston Villa átti ekki eina einustu marktilraun gegn West Ham-liði sem leit vel út undir nýjum stjóra. Aston Villa tókst að jafna á 71. mínútu þegar Belginn Amadou Onana kom boltanum yfir línuna af stuttu færi eftir hornspyrnu. Leikmenn West Ham voru ósáttir við dómara leiksins eftir markið og ástæða þess tvíbent. Þeir vildu meina að hornspyrnudómurinn hefði í raun átt að vera markspyrna fyrir West Ham og þá kölluðu þeir eftir broti á Ezri Konsa, varnarmann Aston Villa, eftir samskipti hans við Lucas Paqueta á teignum í aðdraganda marksins. Engin myndbandsdómgæsla er hins vegar til staðar á þessu stigi FA-bikarsins og markið stóð. Villa-menn hömruðu járnið meðan það var heitt. Aðeins fjórum mínútum eftir mark Onana kom Morgan Rodgers liðinu yfir eftir snögga sókn. Ollie Watkins gerði vel, fann Rodgers á teignum og sá síðarnefndi stýrði boltanum í netið. Eftir að hafa gott sem ekkert getað framan af leik höfðu Villa-menn snúið taflinu sér í vil á örstuttum kafla. Sá kafli skilaði sínu, liðið vann 2-1 sigur og er komið áfram í fjórðu umferð bikarkeppninnar. Draumabyrjun Potters með Hamranna varð að engu og hann snýr sér nú að næsta verkefni sem er deildarleikur við Fulham í miðri næstu viku. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Fleiri fréttir Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Sjá meira
Um var að ræða fyrsta leik West Ham undir stjórn Grahams Potter sem tók við liðinu af baskneska Spánverjanum Julen Lopategui sem var sagt upp í vikunni eftir aðeins örfáa mánuði í starfi. Það byrjaði vel hjá Potter þar sem Brasilíumaðurinn Lucas Paquéta veitti Hömrunum forystuna eftir tæplega níu mínútna leik þegar Crysancio Summerville fann hann óvaldaðan á teignum. Skömmu síðar missti West Ham hins vegar Þjóðverjann Niclas Füllkrug meiddan af velli og Ross Barkley fór sömuleiðis meiddur út af hjá Villa-mönnum. Staðan aftur á móti 1-0 í hálfleik og Aston Villa átti ekki eina einustu marktilraun gegn West Ham-liði sem leit vel út undir nýjum stjóra. Aston Villa tókst að jafna á 71. mínútu þegar Belginn Amadou Onana kom boltanum yfir línuna af stuttu færi eftir hornspyrnu. Leikmenn West Ham voru ósáttir við dómara leiksins eftir markið og ástæða þess tvíbent. Þeir vildu meina að hornspyrnudómurinn hefði í raun átt að vera markspyrna fyrir West Ham og þá kölluðu þeir eftir broti á Ezri Konsa, varnarmann Aston Villa, eftir samskipti hans við Lucas Paqueta á teignum í aðdraganda marksins. Engin myndbandsdómgæsla er hins vegar til staðar á þessu stigi FA-bikarsins og markið stóð. Villa-menn hömruðu járnið meðan það var heitt. Aðeins fjórum mínútum eftir mark Onana kom Morgan Rodgers liðinu yfir eftir snögga sókn. Ollie Watkins gerði vel, fann Rodgers á teignum og sá síðarnefndi stýrði boltanum í netið. Eftir að hafa gott sem ekkert getað framan af leik höfðu Villa-menn snúið taflinu sér í vil á örstuttum kafla. Sá kafli skilaði sínu, liðið vann 2-1 sigur og er komið áfram í fjórðu umferð bikarkeppninnar. Draumabyrjun Potters með Hamranna varð að engu og hann snýr sér nú að næsta verkefni sem er deildarleikur við Fulham í miðri næstu viku.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Fleiri fréttir Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Sjá meira