Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Valur Páll Eiríksson skrifar 10. janúar 2025 22:03 Markaskorararnir Rodgers og Onana fagna í kvöld. Villa-liðið var í sérstökum svörtum treyjum vegna 150 ára afmælis félagsins. Shaun Botterill/Getty Images Aston Villa vann 2-1 endurkomusigur á West Ham United í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í fótbolta á Villa Park í Birmingham í kvöld. Graham Potter varð því að sætta sig við tap í fyrsta leik hans við stjórnvölin hjá gestunum. Um var að ræða fyrsta leik West Ham undir stjórn Grahams Potter sem tók við liðinu af baskneska Spánverjanum Julen Lopategui sem var sagt upp í vikunni eftir aðeins örfáa mánuði í starfi. Það byrjaði vel hjá Potter þar sem Brasilíumaðurinn Lucas Paquéta veitti Hömrunum forystuna eftir tæplega níu mínútna leik þegar Crysancio Summerville fann hann óvaldaðan á teignum. Skömmu síðar missti West Ham hins vegar Þjóðverjann Niclas Füllkrug meiddan af velli og Ross Barkley fór sömuleiðis meiddur út af hjá Villa-mönnum. Staðan aftur á móti 1-0 í hálfleik og Aston Villa átti ekki eina einustu marktilraun gegn West Ham-liði sem leit vel út undir nýjum stjóra. Aston Villa tókst að jafna á 71. mínútu þegar Belginn Amadou Onana kom boltanum yfir línuna af stuttu færi eftir hornspyrnu. Leikmenn West Ham voru ósáttir við dómara leiksins eftir markið og ástæða þess tvíbent. Þeir vildu meina að hornspyrnudómurinn hefði í raun átt að vera markspyrna fyrir West Ham og þá kölluðu þeir eftir broti á Ezri Konsa, varnarmann Aston Villa, eftir samskipti hans við Lucas Paqueta á teignum í aðdraganda marksins. Engin myndbandsdómgæsla er hins vegar til staðar á þessu stigi FA-bikarsins og markið stóð. Villa-menn hömruðu járnið meðan það var heitt. Aðeins fjórum mínútum eftir mark Onana kom Morgan Rodgers liðinu yfir eftir snögga sókn. Ollie Watkins gerði vel, fann Rodgers á teignum og sá síðarnefndi stýrði boltanum í netið. Eftir að hafa gott sem ekkert getað framan af leik höfðu Villa-menn snúið taflinu sér í vil á örstuttum kafla. Sá kafli skilaði sínu, liðið vann 2-1 sigur og er komið áfram í fjórðu umferð bikarkeppninnar. Draumabyrjun Potters með Hamranna varð að engu og hann snýr sér nú að næsta verkefni sem er deildarleikur við Fulham í miðri næstu viku. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjá meira
Um var að ræða fyrsta leik West Ham undir stjórn Grahams Potter sem tók við liðinu af baskneska Spánverjanum Julen Lopategui sem var sagt upp í vikunni eftir aðeins örfáa mánuði í starfi. Það byrjaði vel hjá Potter þar sem Brasilíumaðurinn Lucas Paquéta veitti Hömrunum forystuna eftir tæplega níu mínútna leik þegar Crysancio Summerville fann hann óvaldaðan á teignum. Skömmu síðar missti West Ham hins vegar Þjóðverjann Niclas Füllkrug meiddan af velli og Ross Barkley fór sömuleiðis meiddur út af hjá Villa-mönnum. Staðan aftur á móti 1-0 í hálfleik og Aston Villa átti ekki eina einustu marktilraun gegn West Ham-liði sem leit vel út undir nýjum stjóra. Aston Villa tókst að jafna á 71. mínútu þegar Belginn Amadou Onana kom boltanum yfir línuna af stuttu færi eftir hornspyrnu. Leikmenn West Ham voru ósáttir við dómara leiksins eftir markið og ástæða þess tvíbent. Þeir vildu meina að hornspyrnudómurinn hefði í raun átt að vera markspyrna fyrir West Ham og þá kölluðu þeir eftir broti á Ezri Konsa, varnarmann Aston Villa, eftir samskipti hans við Lucas Paqueta á teignum í aðdraganda marksins. Engin myndbandsdómgæsla er hins vegar til staðar á þessu stigi FA-bikarsins og markið stóð. Villa-menn hömruðu járnið meðan það var heitt. Aðeins fjórum mínútum eftir mark Onana kom Morgan Rodgers liðinu yfir eftir snögga sókn. Ollie Watkins gerði vel, fann Rodgers á teignum og sá síðarnefndi stýrði boltanum í netið. Eftir að hafa gott sem ekkert getað framan af leik höfðu Villa-menn snúið taflinu sér í vil á örstuttum kafla. Sá kafli skilaði sínu, liðið vann 2-1 sigur og er komið áfram í fjórðu umferð bikarkeppninnar. Draumabyrjun Potters með Hamranna varð að engu og hann snýr sér nú að næsta verkefni sem er deildarleikur við Fulham í miðri næstu viku.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjá meira