Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. janúar 2025 13:06 Donald Trump yngri er mættur til Grænlands. Hann er ekki þar í neinum opinberum erindagjörðum, en heimsókn hans hefur engu að síður vakið gríðarlega athygli í ljósi áhuga föður hans á að Bandaríkin taki yfir stjórn Grænlands. AP/Evan Vucci Sonur Donalds Trump, verðandi Bandaríkjaforseta, er á Grænlandi, við litla hrifningu danskra fjölmiðla. Forsetinn verðandi hefur ítrekað lýst yfir áhuga sínum á því að Grænland fari undir stjórn Bandaríkjanna. Trump yngri er ekki á leið á neina opinbera fundi í Grænlandi, en heimsókn hans er þó talin til marks um eftirfylgni föður hans við áður yfirlýstan áhuga á því að Bandaríkin taki yfir stjórn Grænlands, sem nær aftur ársins 2019. Hann lýsti slíkum áhuga síðast yfir skömmu fyrir áramót, og sagði það nauðsynlegt fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna og frelsi heimsins að Bandaríkin tækju við stjórn Grænlands. „Ef og þegar Grænland verður hluti þjóðarinnar“ Í gær birti forsetinn verðandi færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann sagði Grænland ótrúlegan stað. Ef og þegar Grænland yrði hluti Bandaríkjanna myndi hann vernda það frá grimmilegum umheiminum. „Gerum Grænland frábært aftur,“ segir Trump í lok færslunnar. Múte B. Egede, formaður landsstjórnar Grænlands hefur sagt að Grænland sé ekki falt, og lýst því yfir að á árinu verði tekin stór skref í átt að sjálfstæði Grænlands. Í gær afboðaði hann komu sína á fund með Friðrik 10. Danakonungi, en norrænir fjölmiðlar hafa sett þá ákvörðun í samhengi við heimsókn Trumps yngri, og sagt málið hið vandræðalegasta fyrir konunginn. Danskir fjölmiðlar loga Elín Margrét Böðvarsdóttir fréttamaður er búsett í Danmörku og segir danska miðla einfaldlega loga vegna málsins. Stærstu fjölmiðlar landsins séu með fréttavaktir þar sem greint sé frá öllum vendingum tengdum heimsókn Trump yngri. „Jafnvel þótt ekki sé um opinbera heimsókn að ræða. Þetta hefur vakið gríðarlega athygli.“ Margítrekað hafi verið sagt að Grænland sé ekki til sölu, en málið hafi vakið upp miklar umræður í dönsku þjóðfélagi, rétt eins og á Grænlandi. Grænlandi gert hærra undir höfði á merkinu Elín Margrét segir málið nokkuð snúið fyrir dönsk stjórnvöld og Friðrik konung, en eins og áður sagði aflýsti formaður landsstjórnar Grænlands fundi sínum með honum. „Hann er víst engu að síður á leiðinni til Danmerkur og svörin voru þau að ekki væri pláss fyrir fund með konungi í dagbók formanns landsstjórnarinnar.“ Skjaldamerki Danmerkur fyrir (t.v.) og eftir breytingu. Nú hafa ísbjörninn sem táknar Grænland og hrúturinn sem táknar Færeyjar verið stækkaðir og fengið hvor sinn sess í merkinu, í stað þess að hvíla undir þremur krúnum. Það eina sem liggi fyrir sé að hann muni sækja nýársmóttöku hjá samfélagi Grænlendinga í Kaupmannahöfn á fimmtudag. „Á móti hefur vakið athygli erlendra fjölmiðla að Friðrik Danakonungur hefur látið breyta skjaldarmerkinu, til að endurspegla betur Grænland og Færeyjar,“ segir Elín Margrét. Kallað eftir skýrri afstöðu forsætisráðherrans Þá hafi stjórnarandstaðan á danska þinginu, sem og fjölmiðlar, kallað eftir skýrari afstöðu Mette Frederiksen forsætisráðherra og stjórnar hennar til brambolts þeirra Trump-feðga á norðurslóðum. „Þetta er auðvitað ákveðin jafnvægisleikur sem danska stjórnin þarf að leika í þessu sambandi. Það er auðvitað lítil stemning fyrir því meðal Grænlendinga að dönsk stjórnvöld séu að hlutast of mikið til um innanríkismál á Grænlandi. Grænlendingar hafa kallað eftir auknu sjálfstæði og ákvörðunarrétti um sín eigin mál.“ Grænland Danmörk Bandaríkin Donald Trump Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Trump yngri er ekki á leið á neina opinbera fundi í Grænlandi, en heimsókn hans er þó talin til marks um eftirfylgni föður hans við áður yfirlýstan áhuga á því að Bandaríkin taki yfir stjórn Grænlands, sem nær aftur ársins 2019. Hann lýsti slíkum áhuga síðast yfir skömmu fyrir áramót, og sagði það nauðsynlegt fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna og frelsi heimsins að Bandaríkin tækju við stjórn Grænlands. „Ef og þegar Grænland verður hluti þjóðarinnar“ Í gær birti forsetinn verðandi færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann sagði Grænland ótrúlegan stað. Ef og þegar Grænland yrði hluti Bandaríkjanna myndi hann vernda það frá grimmilegum umheiminum. „Gerum Grænland frábært aftur,“ segir Trump í lok færslunnar. Múte B. Egede, formaður landsstjórnar Grænlands hefur sagt að Grænland sé ekki falt, og lýst því yfir að á árinu verði tekin stór skref í átt að sjálfstæði Grænlands. Í gær afboðaði hann komu sína á fund með Friðrik 10. Danakonungi, en norrænir fjölmiðlar hafa sett þá ákvörðun í samhengi við heimsókn Trumps yngri, og sagt málið hið vandræðalegasta fyrir konunginn. Danskir fjölmiðlar loga Elín Margrét Böðvarsdóttir fréttamaður er búsett í Danmörku og segir danska miðla einfaldlega loga vegna málsins. Stærstu fjölmiðlar landsins séu með fréttavaktir þar sem greint sé frá öllum vendingum tengdum heimsókn Trump yngri. „Jafnvel þótt ekki sé um opinbera heimsókn að ræða. Þetta hefur vakið gríðarlega athygli.“ Margítrekað hafi verið sagt að Grænland sé ekki til sölu, en málið hafi vakið upp miklar umræður í dönsku þjóðfélagi, rétt eins og á Grænlandi. Grænlandi gert hærra undir höfði á merkinu Elín Margrét segir málið nokkuð snúið fyrir dönsk stjórnvöld og Friðrik konung, en eins og áður sagði aflýsti formaður landsstjórnar Grænlands fundi sínum með honum. „Hann er víst engu að síður á leiðinni til Danmerkur og svörin voru þau að ekki væri pláss fyrir fund með konungi í dagbók formanns landsstjórnarinnar.“ Skjaldamerki Danmerkur fyrir (t.v.) og eftir breytingu. Nú hafa ísbjörninn sem táknar Grænland og hrúturinn sem táknar Færeyjar verið stækkaðir og fengið hvor sinn sess í merkinu, í stað þess að hvíla undir þremur krúnum. Það eina sem liggi fyrir sé að hann muni sækja nýársmóttöku hjá samfélagi Grænlendinga í Kaupmannahöfn á fimmtudag. „Á móti hefur vakið athygli erlendra fjölmiðla að Friðrik Danakonungur hefur látið breyta skjaldarmerkinu, til að endurspegla betur Grænland og Færeyjar,“ segir Elín Margrét. Kallað eftir skýrri afstöðu forsætisráðherrans Þá hafi stjórnarandstaðan á danska þinginu, sem og fjölmiðlar, kallað eftir skýrari afstöðu Mette Frederiksen forsætisráðherra og stjórnar hennar til brambolts þeirra Trump-feðga á norðurslóðum. „Þetta er auðvitað ákveðin jafnvægisleikur sem danska stjórnin þarf að leika í þessu sambandi. Það er auðvitað lítil stemning fyrir því meðal Grænlendinga að dönsk stjórnvöld séu að hlutast of mikið til um innanríkismál á Grænlandi. Grænlendingar hafa kallað eftir auknu sjálfstæði og ákvörðunarrétti um sín eigin mál.“
Grænland Danmörk Bandaríkin Donald Trump Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila