Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. janúar 2025 14:37 Múte B. Egede er formaður grænlensku landsstjórnarinnar. Vísir/Vilhelm Formaður grænlensku landsstjórnarinnar segir að stór skref verði tekin í átt að sjálfstæði Grænlands á nýju ári og að nauðsynlegt sé að Grænlendingar fái sína eigin stjórnarskrá. Árið 2025 er kosningaár á Grænlandi en í ár verður kosið um sæti á Inatsisartut, þjóðþinginu, og í sveitarstjórnum. Þetta er meðal þess sem fram kom í nýársræðu Múte B. Egede, formanns landsstjórnar Grænlands, samkvæmt grænlenska miðlinum Sermitsiaq. Trump blæs í glæðurnar Málefni Grænlands hafa verið til umræðu víða um heim eftir að Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, vakti aftur máls á eignarhaldi landsins til framtíðar. Á sama tíma og Grænlendingar hyggjast taka frekari skref í átt að sjálfstæði blæs Trump í glæður milliríkjadeilu Bandaríkjanna og Danmerkur um eignarhald eyjunnar. Sjá einnig: Segir Grænland ekki falt Trump tilkynnti á dögunum nýjan sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku og sagði þar að eignarhald og yfirráð yfir Grænlandi væru nauðsynleg með tilliti til þjóðaröryggis Bandaríkjanna. Tímabært að taka mikilvæg skref Múte B. Egede fór ekki í grafgötur með það hver afstaða grænlensku landsstjórnarinnar væru til þessara ummæla. Hann sagði Grænland ekki falt og verði aldrei. Í nýársræðu sinni segir hann Grænlendinga eina eiga landið og að þeir einir taki ákvarðanir um framtíð þess. „Það er tímabært að við tökum mikilvæg skref í átt að sjáflstæðu landi. Við getum ekki haldið áfram með þá seinvirku vinnu sem fer fram í gegnum danska ríkið hvað löggjafarvald á Grænlandi varðar.“ „Það er hér sem grænlenska þjóðin verður að taka afstöðu og ákveða hvort Grænland skuli taka næstu skref í átt að sjálfstæðu landi. Komandi kjörtímabil ætti því að vera kjörtímabil þar sem grænlenska þjóðin tekur ákvörðun um hvernig Grænland skuli líta út í framtíðinni,“ Múte gerði jafnframt grænlenska stjórnarskrá að umfjöllunarefni sínu. Hann sagði það að Grænland lúti danskri stjórnarskrá gera vinnu löggjafarvaldsins seinláta og óskilvirka. „Eins og það er nú, þar sem Grænland heyrir undir danska ríkið sem sjálfsstjórnarland, er vinnuferlið óskilvirkt. Það er nauðsynlegt að við ryðjum þessum hindrunum úr vegi og komum í kring betri verkferlum í landi okkar,“ sagði hann. Grænland Danmörk Bandaríkin Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í nýársræðu Múte B. Egede, formanns landsstjórnar Grænlands, samkvæmt grænlenska miðlinum Sermitsiaq. Trump blæs í glæðurnar Málefni Grænlands hafa verið til umræðu víða um heim eftir að Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, vakti aftur máls á eignarhaldi landsins til framtíðar. Á sama tíma og Grænlendingar hyggjast taka frekari skref í átt að sjálfstæði blæs Trump í glæður milliríkjadeilu Bandaríkjanna og Danmerkur um eignarhald eyjunnar. Sjá einnig: Segir Grænland ekki falt Trump tilkynnti á dögunum nýjan sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku og sagði þar að eignarhald og yfirráð yfir Grænlandi væru nauðsynleg með tilliti til þjóðaröryggis Bandaríkjanna. Tímabært að taka mikilvæg skref Múte B. Egede fór ekki í grafgötur með það hver afstaða grænlensku landsstjórnarinnar væru til þessara ummæla. Hann sagði Grænland ekki falt og verði aldrei. Í nýársræðu sinni segir hann Grænlendinga eina eiga landið og að þeir einir taki ákvarðanir um framtíð þess. „Það er tímabært að við tökum mikilvæg skref í átt að sjáflstæðu landi. Við getum ekki haldið áfram með þá seinvirku vinnu sem fer fram í gegnum danska ríkið hvað löggjafarvald á Grænlandi varðar.“ „Það er hér sem grænlenska þjóðin verður að taka afstöðu og ákveða hvort Grænland skuli taka næstu skref í átt að sjálfstæðu landi. Komandi kjörtímabil ætti því að vera kjörtímabil þar sem grænlenska þjóðin tekur ákvörðun um hvernig Grænland skuli líta út í framtíðinni,“ Múte gerði jafnframt grænlenska stjórnarskrá að umfjöllunarefni sínu. Hann sagði það að Grænland lúti danskri stjórnarskrá gera vinnu löggjafarvaldsins seinláta og óskilvirka. „Eins og það er nú, þar sem Grænland heyrir undir danska ríkið sem sjálfsstjórnarland, er vinnuferlið óskilvirkt. Það er nauðsynlegt að við ryðjum þessum hindrunum úr vegi og komum í kring betri verkferlum í landi okkar,“ sagði hann.
Grænland Danmörk Bandaríkin Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Sjá meira