Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 5. janúar 2025 15:10 Ljósmynd frá varnamálaráðuneyti Rússlands sem sýnir varnir þeirra gegn herliði Úkraínu í Kúrskhéraði. AP Úkraínski herinn hóf í dag skyndilega gagnsókn enn lengra inn í Kúrskhérað í Rússlandi sem kom rússneskum yfirvöldum í opna skjöldu samkvæmt talsmönnum stjórnvalda í Úkraínu og rússneskum stríðsbloggurum. Breska dagblaðið Guardian greinir frá þessu. Myndskeið frá vettvangi sýna brynvarðar bifreiðar Úkraínuhers aka yfir snæviþakta akra í átt að Bolshoe Soldatskoe þorpi sem er enn austar við rússneska bæinn Súdzha sem er nú þegar undir yfirráðum Úkraínu. Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur einnig staðfest árás Úkraínu samkvæmt fréttastofu BBC. Eins og greint hefur verið frá réðst Úkraínuher inn í Kúrskhérað í Rússlandi í ágúst. Forseti Úkraínu, Volodomír Seleneskíj, sagðist vonast til þess að geta búið til hlutlaust svæði til að vernda Úkraínu í héraðinu. Síðan þá hafa Rússar barist hörðum höndum við að losna við Úkraínumenn af landsvæðinu og hafa sem stendur unnið til baka um 40 prósent af því landsvæði sem þeir töpuðu í upprunalegri gagnárás Úkraínu. Síðustu fréttir frá héraðinu hermdu að dátar Kim Jon Un frá Norður-Kóreu væru nýttir sem fallbyssufóður á svæðinu í átökum við Úkraínumenn. Norður-Kóreumenn hafi orðið fyrir miklu mannfalli. Óljóst er hve umfangsmikil núverandi aðgerð Úkraínuhers í Kúrskhéraði sé. Fregnir hafa borist af því að Úkraínskir hermenn hafi sölsað undir sig smábæinn Berdin, þar sem Rússar hafa aðsetur. Það sé þó óstaðfest. Sagt er að liðsmenn Úkraínu hafi fjarlægt jarðsprengjur á svæðinu í nótt áður en núverandi sókn fór fram. Hörð átök standi nú yfir þar sem Rússar notist meðal annars við dróna. Andriy Yermak, talsmaður Seleneskíj, sagði í tilkynningu að árásin gengi mjög vel og væri að skila góðum árangri. „Kúrskhérað, góðar fréttir, Rússland er að fá það sem það á skilið,“ skrifaði hann. Andrí Kovalenko, háttsettur embættismaður í þjóðaröryggis- og varnarráði Úkraínu, staðfesti sóknina og sagði Rússa vera mjög áhyggjufulla. Rússland hafi orðið fyrir árásum á nokkrum vígstöðvum sem hafi komið þeim í opna skjöldu. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Úkraínumenn búast við enn umfangsmeiri árásum Rússa á næstu mánuðum í aðdraganda þess að Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, tekur aftur við völdum í lok janúar. Báðar fylkingar vilja styrkja stöðu sína áður en Trump kemur sér fyrir í Hvíta húsinu en hann hefur sagt að hann vilji binda skjótan enda á stríðið. 16. nóvember 2024 08:03 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Sjá meira
Breska dagblaðið Guardian greinir frá þessu. Myndskeið frá vettvangi sýna brynvarðar bifreiðar Úkraínuhers aka yfir snæviþakta akra í átt að Bolshoe Soldatskoe þorpi sem er enn austar við rússneska bæinn Súdzha sem er nú þegar undir yfirráðum Úkraínu. Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur einnig staðfest árás Úkraínu samkvæmt fréttastofu BBC. Eins og greint hefur verið frá réðst Úkraínuher inn í Kúrskhérað í Rússlandi í ágúst. Forseti Úkraínu, Volodomír Seleneskíj, sagðist vonast til þess að geta búið til hlutlaust svæði til að vernda Úkraínu í héraðinu. Síðan þá hafa Rússar barist hörðum höndum við að losna við Úkraínumenn af landsvæðinu og hafa sem stendur unnið til baka um 40 prósent af því landsvæði sem þeir töpuðu í upprunalegri gagnárás Úkraínu. Síðustu fréttir frá héraðinu hermdu að dátar Kim Jon Un frá Norður-Kóreu væru nýttir sem fallbyssufóður á svæðinu í átökum við Úkraínumenn. Norður-Kóreumenn hafi orðið fyrir miklu mannfalli. Óljóst er hve umfangsmikil núverandi aðgerð Úkraínuhers í Kúrskhéraði sé. Fregnir hafa borist af því að Úkraínskir hermenn hafi sölsað undir sig smábæinn Berdin, þar sem Rússar hafa aðsetur. Það sé þó óstaðfest. Sagt er að liðsmenn Úkraínu hafi fjarlægt jarðsprengjur á svæðinu í nótt áður en núverandi sókn fór fram. Hörð átök standi nú yfir þar sem Rússar notist meðal annars við dróna. Andriy Yermak, talsmaður Seleneskíj, sagði í tilkynningu að árásin gengi mjög vel og væri að skila góðum árangri. „Kúrskhérað, góðar fréttir, Rússland er að fá það sem það á skilið,“ skrifaði hann. Andrí Kovalenko, háttsettur embættismaður í þjóðaröryggis- og varnarráði Úkraínu, staðfesti sóknina og sagði Rússa vera mjög áhyggjufulla. Rússland hafi orðið fyrir árásum á nokkrum vígstöðvum sem hafi komið þeim í opna skjöldu.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Úkraínumenn búast við enn umfangsmeiri árásum Rússa á næstu mánuðum í aðdraganda þess að Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, tekur aftur við völdum í lok janúar. Báðar fylkingar vilja styrkja stöðu sína áður en Trump kemur sér fyrir í Hvíta húsinu en hann hefur sagt að hann vilji binda skjótan enda á stríðið. 16. nóvember 2024 08:03 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Úkraínumenn búast við enn umfangsmeiri árásum Rússa á næstu mánuðum í aðdraganda þess að Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, tekur aftur við völdum í lok janúar. Báðar fylkingar vilja styrkja stöðu sína áður en Trump kemur sér fyrir í Hvíta húsinu en hann hefur sagt að hann vilji binda skjótan enda á stríðið. 16. nóvember 2024 08:03