Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Sindri Sverrisson skrifar 30. desember 2024 22:52 Ruben Amorim er í miklum vandræðum með lið Manchester United sem færist nær fallsvæðinu. Getty/Robbie Jay Barratt Ruben Amorim segir að Newcastle sé betra lið en Manchester United og viðurkennir að liðið sem hann tók við í nóvember sé að sogast niður í fallbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar. Eftir 2-0 tap gegn Newcastle á heimavelli í kvöld, og fimm töp í síðustu sex deildarleikjum, fer Manchester United inn í nýja árið aðeins sjö stigum frá fallsæti. Newcastle komst í 2-0 á fyrstu tuttugu mínútum leiksins og eftir það virtist aldrei mikill vafi um hvernig færi. „Það er alveg á hreinu [að United er að sogast niður í fallbaráttu] svo við verðum að berjast. Þetta eru mjög erfiðir tímar, einir þeir erfiðustu í sögu Manchester United og við verðum að vera hreinskilnir með það. Við verðum að berjast í næsta leik,“ sagði Amorim við Sky Sports í kvöld. Hann var spurður hvort að hann væri ófáanlegur til að skipta út hugmyndafræði sinni, til að koma United úr þeim miklu ógöngum sem liðið er í. „Kannski, eða þá að maður heldur sig við sína hugmyndafræði og þeir þurfa að breyta um þjálfara. Þetta er val sem allir þurfa að eiga við í fótbolta. Ef ég held að þetta sé fyrir bestu fyrir mitt lið þá held ég áfram með sömu skilaboð, án vafa. Maður getur ekki farið aftur í tímann. Við höfum bara átt fjórar æfingar allir saman. Ég held áfram með mína hugmyndafræði til enda,“ sagði Amorim. Portúgalinn sagði Newcastle einfaldlega vera með betra lið en Manchester United: „Þetta var mjög erfitt fyrir okkur [í kvöld]. Þeir voru betra liðið og þeir byrjuðu af miklum krafti. Það var mjög erfitt fyrir okkur að snúa þessu við eftir fyrsta markið vegna undanfarinna úrslita og við vorum ekki rétt staðsettir til að eiga við erfiðu augnablikin. Leikmennirnir fórnuðu miklu á vellinum og þetta var mjög erfitt fyrir okkur. Newcastle er betra lið.“ Amorim neyddist til að gera breytingu á sínu liði eftir hálftíma leik, og taka Joshua Zirkzee af velli til að bæta Kobbie Mainoo við inn á miðjuna. Zirkzee virtist í öngum sínum en klúðraði Amorim liðsvalinu? „Það er mjög auðvelt að meta það eftir að leikurinn er hafinn. Ég þarf að gera það áður og ég er sá eini sem getur gert það og þarf að skilja hvernig þeir spila. Josh [Zirkzee]er leikmaður fyrir Manchester United og stundum viljum við meiri kraft fram á við. Við höfum ítrekað lent í að fá fyrsta markið á okkur úr föstum leikatriðum og völdum því fleiri menn til að eiga við þau. Við erum að reyna að leysa vandamál liðsins en það eru mörg vandamál og stundum þegar maður ýtir einu til hliðar þá verður til nýtt vandamál.“ Enski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Sjá meira
Eftir 2-0 tap gegn Newcastle á heimavelli í kvöld, og fimm töp í síðustu sex deildarleikjum, fer Manchester United inn í nýja árið aðeins sjö stigum frá fallsæti. Newcastle komst í 2-0 á fyrstu tuttugu mínútum leiksins og eftir það virtist aldrei mikill vafi um hvernig færi. „Það er alveg á hreinu [að United er að sogast niður í fallbaráttu] svo við verðum að berjast. Þetta eru mjög erfiðir tímar, einir þeir erfiðustu í sögu Manchester United og við verðum að vera hreinskilnir með það. Við verðum að berjast í næsta leik,“ sagði Amorim við Sky Sports í kvöld. Hann var spurður hvort að hann væri ófáanlegur til að skipta út hugmyndafræði sinni, til að koma United úr þeim miklu ógöngum sem liðið er í. „Kannski, eða þá að maður heldur sig við sína hugmyndafræði og þeir þurfa að breyta um þjálfara. Þetta er val sem allir þurfa að eiga við í fótbolta. Ef ég held að þetta sé fyrir bestu fyrir mitt lið þá held ég áfram með sömu skilaboð, án vafa. Maður getur ekki farið aftur í tímann. Við höfum bara átt fjórar æfingar allir saman. Ég held áfram með mína hugmyndafræði til enda,“ sagði Amorim. Portúgalinn sagði Newcastle einfaldlega vera með betra lið en Manchester United: „Þetta var mjög erfitt fyrir okkur [í kvöld]. Þeir voru betra liðið og þeir byrjuðu af miklum krafti. Það var mjög erfitt fyrir okkur að snúa þessu við eftir fyrsta markið vegna undanfarinna úrslita og við vorum ekki rétt staðsettir til að eiga við erfiðu augnablikin. Leikmennirnir fórnuðu miklu á vellinum og þetta var mjög erfitt fyrir okkur. Newcastle er betra lið.“ Amorim neyddist til að gera breytingu á sínu liði eftir hálftíma leik, og taka Joshua Zirkzee af velli til að bæta Kobbie Mainoo við inn á miðjuna. Zirkzee virtist í öngum sínum en klúðraði Amorim liðsvalinu? „Það er mjög auðvelt að meta það eftir að leikurinn er hafinn. Ég þarf að gera það áður og ég er sá eini sem getur gert það og þarf að skilja hvernig þeir spila. Josh [Zirkzee]er leikmaður fyrir Manchester United og stundum viljum við meiri kraft fram á við. Við höfum ítrekað lent í að fá fyrsta markið á okkur úr föstum leikatriðum og völdum því fleiri menn til að eiga við þau. Við erum að reyna að leysa vandamál liðsins en það eru mörg vandamál og stundum þegar maður ýtir einu til hliðar þá verður til nýtt vandamál.“
Enski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Sjá meira