Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Lovísa Arnardóttir skrifar 23. desember 2024 06:52 Vegir eru víða lokaðir, ófærir eða á óvissustigi. Vísir/Vilhelm Gul viðvörun er í gildi á stórum hluta landsins og víða hvasst og hált. Þrengsli eru lokuð og Krýsuvíkurvegur. Allt norðanvert Snæfellsnes er ófært og fjöldi vega á Vesturlandi á óvissustigi og verða það þar til klukkan 21 í kvöld. Á Norðurlandi er hálka á flestum leiðum og vegir á óvissustigi sömuleiðis til klukkan 21 í kvöld. Ekki er búið að uppfæra fleiri landshluta á vef Vegagerðar en mælt er með að fylgjast með vef Vegagerðar eftir nýjustu upplýsingum um færð vega. Í hugleiðingum veðurfræðings kemur fram að þegar þær eru skrifaðar, um klukkan 6, er enn stödd lægð um 600 kílómetrum vestur af Reykjanesi. Þessi lægð hafi í nótt sent megin skilakerfi sitt norðaustur yfir landið og að í skilunum hafi verið suðaustan stormur með slyddu og snjókomu. En fór svo í rigningu við suður- og vesturströndina þegar hlýnaði. „Handan skilanna er hægari suðvestanátt með skúrum og hita 2 til 7 stig. Nú kl. 6 hefur vindur snúist til suðvestanáttar í Keflavík og mun snúast annars staðar eftir því sem líður á morguninn og skilin færast til norðausturs,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Þar kemur svo fram að lægðin færist norðaustur og nálgist þannig landið. Síðdegis í dag bætist því aftur í vind og að það megi búast við allhvössum vindi sunnantil og hvassviðri og stormi á bæði Norðurlandi og Vestfjörðum. Þá kólni smám saman og það sé útlit fyrir slydduél eða él á vesturhelmingi landsins. Önnur lægð á leið yfir jólin Í fyrramálið, á aðfangadag, eru svo samkvæmt hugleiðingunum horfur á sunnan kalda eða strekkingi. Slydda eða snjókoma verður viðloðandi, en þurrt veður á norðaustanverðu landinu. Þá segir að síðdegis á morgun geri spár ráð fyrir að önnur lægð dýpki fyrir vestan land. Þá herðir á vindinum og með fylgja él. Á aðfangadagskvöld er því útlit fyrir suðvestan storm með dimmum éljum á sunnan- og vestanverðu landinu. Á Norðaustur- og Austurlandi verður heldur hægari vindur og úrkomulaust. Þá frystir á öllu landinu. „Einnig er vert að nefna að horfur eru á að óveðrið á aðfangadagskvöld verði langvarandi og haldist áfram með litlum breytingum á jólanótt og á jóladag. Af ofansögðu er ljóst að það er líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið. Í hvössum vindi og éljum eru akstursskilyrði erfið og færð getur auðveldlega spillst, sérílagi á tímum þegar snjómokstur er af skornum skammti,“ segir að lokum. Nánar um veður á vef Veðurstofunnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Veður Færð á vegum Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Fleiri fréttir Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Áfram sól og hlýtt í veðri Getur víða farið yfir tuttugu stig Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Hitamet maímánaðar frá 1960 næstum fallið Hiti getur farið yfir 20 stig „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Ekkert lát á sumarveðrinu Nýtt hitamet slegið á Egilsstöðum Gæti náð 24 stigum þar sem best lætur „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Hiti á bilinu tíu til 18 stig í dag Allt að tuttugu stiga hiti á Norðausturlandi Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Vindur, skúrir og kólnandi veður Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Sólríkt og fremur hlýtt í dag Skýjað og rigning af og til Hiti gæti náð fimmtán stigum Styttir víða upp og kólnar Von á allhvössum vindi og rigningu Gengur á með skúrum sunnan- og vestanlands Útlit fyrir þokkalegt veður Hægfara lægð yfir landinu Víða væta með köflum en rigningin samfelld á Suðausturlandi Bjart veður víðast hvar en víða frost í nótt Bjart suðvestantil en skýjað fyrir norðan og austan Sjá meira
Á Norðurlandi er hálka á flestum leiðum og vegir á óvissustigi sömuleiðis til klukkan 21 í kvöld. Ekki er búið að uppfæra fleiri landshluta á vef Vegagerðar en mælt er með að fylgjast með vef Vegagerðar eftir nýjustu upplýsingum um færð vega. Í hugleiðingum veðurfræðings kemur fram að þegar þær eru skrifaðar, um klukkan 6, er enn stödd lægð um 600 kílómetrum vestur af Reykjanesi. Þessi lægð hafi í nótt sent megin skilakerfi sitt norðaustur yfir landið og að í skilunum hafi verið suðaustan stormur með slyddu og snjókomu. En fór svo í rigningu við suður- og vesturströndina þegar hlýnaði. „Handan skilanna er hægari suðvestanátt með skúrum og hita 2 til 7 stig. Nú kl. 6 hefur vindur snúist til suðvestanáttar í Keflavík og mun snúast annars staðar eftir því sem líður á morguninn og skilin færast til norðausturs,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Þar kemur svo fram að lægðin færist norðaustur og nálgist þannig landið. Síðdegis í dag bætist því aftur í vind og að það megi búast við allhvössum vindi sunnantil og hvassviðri og stormi á bæði Norðurlandi og Vestfjörðum. Þá kólni smám saman og það sé útlit fyrir slydduél eða él á vesturhelmingi landsins. Önnur lægð á leið yfir jólin Í fyrramálið, á aðfangadag, eru svo samkvæmt hugleiðingunum horfur á sunnan kalda eða strekkingi. Slydda eða snjókoma verður viðloðandi, en þurrt veður á norðaustanverðu landinu. Þá segir að síðdegis á morgun geri spár ráð fyrir að önnur lægð dýpki fyrir vestan land. Þá herðir á vindinum og með fylgja él. Á aðfangadagskvöld er því útlit fyrir suðvestan storm með dimmum éljum á sunnan- og vestanverðu landinu. Á Norðaustur- og Austurlandi verður heldur hægari vindur og úrkomulaust. Þá frystir á öllu landinu. „Einnig er vert að nefna að horfur eru á að óveðrið á aðfangadagskvöld verði langvarandi og haldist áfram með litlum breytingum á jólanótt og á jóladag. Af ofansögðu er ljóst að það er líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið. Í hvössum vindi og éljum eru akstursskilyrði erfið og færð getur auðveldlega spillst, sérílagi á tímum þegar snjómokstur er af skornum skammti,“ segir að lokum. Nánar um veður á vef Veðurstofunnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Veður Færð á vegum Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Fleiri fréttir Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Áfram sól og hlýtt í veðri Getur víða farið yfir tuttugu stig Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Hitamet maímánaðar frá 1960 næstum fallið Hiti getur farið yfir 20 stig „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Ekkert lát á sumarveðrinu Nýtt hitamet slegið á Egilsstöðum Gæti náð 24 stigum þar sem best lætur „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Hiti á bilinu tíu til 18 stig í dag Allt að tuttugu stiga hiti á Norðausturlandi Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Vindur, skúrir og kólnandi veður Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Sólríkt og fremur hlýtt í dag Skýjað og rigning af og til Hiti gæti náð fimmtán stigum Styttir víða upp og kólnar Von á allhvössum vindi og rigningu Gengur á með skúrum sunnan- og vestanlands Útlit fyrir þokkalegt veður Hægfara lægð yfir landinu Víða væta með köflum en rigningin samfelld á Suðausturlandi Bjart veður víðast hvar en víða frost í nótt Bjart suðvestantil en skýjað fyrir norðan og austan Sjá meira