Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Aron Guðmundsson skrifar 3. desember 2024 11:31 Arne Slot tjáði sig um stöðu Mohamed Salah á blaðamannafundi í dag Vísir/Getty Arne Slot, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, sló á létta strengi á blaðamannafundi í dag er hann var spurður út í samningsmál Mohamed Salah en samningur hans við félagið rennur út eftir yfirstandandi tímabil. Slot dró þær 115 ákærur sem Manchester City á yfir höfði sér inn í umræðuna og vildi svo ítreka að hann hafi verið að grínast með því. Liverpool gengur vel undir stjórn Slot sem er á sínu fyrsta tímabili sem knattspyrnustjóri liðsins. Liverpool er með níu stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, bar sigur úr býtum gegn Manchester City um síðastliðna helgi og er þá einnig á toppi Meistaradeildar Evrópu. Sóknarmaður liðsins, Mohamed Salah, hefur átt fyrirsagnir blaðanna undanfarnar vikur í tengslum við samningsstöðu hans en Egyptinn er að renna út á samningi í Bítlaborginni og bólar ekkert á viðræðum milli hans og félagsins varðandi nýjan samning. Eftir sigurinn á Manchester City um síðustu helgi sagði Salah í viðtali að þetta gæti hafa verið hans síðasti leikur gegn Manchester City og voru þessi ummæli borin undir slot á blaðamannafundi í dag fyrir leik Liverpool gegn Newcastle United. „Kannski veit hann eitthvað meira varðandi þessar 115 ákærur á hendur félaginu og að þeir verði ekki í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili ég býst hins vegar við þeim í deildinni,“ sagði Slot á blaðamannafundinum.“ City er sakað um að hafa brotið reglur um útgjöld. Félagið hafi ekki veitt nákvæmar upplýsingar á níu ára tímabili, auk þess að hnekkja reglum UEFA um fjárhagslega háttvísi. City hefur verið ákært í 115 kæruliðum fyrir að brjóta reglur um fjárhagslega háttvísi yfir níu ára tímabil, frá 2009 til 2018. „Þetta er leiðinlegt svar en það er það sama og áður. Þetta er ekki rétti staðurinn fyrir mig til þess að tala um samningsmál Salah og nú þegar hef ég kannski sagt of mikið með þessum brandara mínum sem mun að öllum líkindum verða að fyrirsögn. Þetta var grin. Ég endurtek, þetta var grin,” bætti Slot við, hræddur við að ummæli sín um Manchester City yrðu tekin úr samhengi. Forráðamenn Manchester City hafa staðfastlega neitað sök er varðar þessi 115 meintu brot félagsins á fjármálareglum ensku úrvalsdeildarinnar. Óháður dómstóll fer yfir málið en samkvæmt frétt Sky er ólíklegt að úrskurður nefndarinnar verði gerður opinber fyrir næsta vor. Enski boltinn Fótbolti Fjármál Manchester City til rannsóknar Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Sjá meira
Liverpool gengur vel undir stjórn Slot sem er á sínu fyrsta tímabili sem knattspyrnustjóri liðsins. Liverpool er með níu stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, bar sigur úr býtum gegn Manchester City um síðastliðna helgi og er þá einnig á toppi Meistaradeildar Evrópu. Sóknarmaður liðsins, Mohamed Salah, hefur átt fyrirsagnir blaðanna undanfarnar vikur í tengslum við samningsstöðu hans en Egyptinn er að renna út á samningi í Bítlaborginni og bólar ekkert á viðræðum milli hans og félagsins varðandi nýjan samning. Eftir sigurinn á Manchester City um síðustu helgi sagði Salah í viðtali að þetta gæti hafa verið hans síðasti leikur gegn Manchester City og voru þessi ummæli borin undir slot á blaðamannafundi í dag fyrir leik Liverpool gegn Newcastle United. „Kannski veit hann eitthvað meira varðandi þessar 115 ákærur á hendur félaginu og að þeir verði ekki í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili ég býst hins vegar við þeim í deildinni,“ sagði Slot á blaðamannafundinum.“ City er sakað um að hafa brotið reglur um útgjöld. Félagið hafi ekki veitt nákvæmar upplýsingar á níu ára tímabili, auk þess að hnekkja reglum UEFA um fjárhagslega háttvísi. City hefur verið ákært í 115 kæruliðum fyrir að brjóta reglur um fjárhagslega háttvísi yfir níu ára tímabil, frá 2009 til 2018. „Þetta er leiðinlegt svar en það er það sama og áður. Þetta er ekki rétti staðurinn fyrir mig til þess að tala um samningsmál Salah og nú þegar hef ég kannski sagt of mikið með þessum brandara mínum sem mun að öllum líkindum verða að fyrirsögn. Þetta var grin. Ég endurtek, þetta var grin,” bætti Slot við, hræddur við að ummæli sín um Manchester City yrðu tekin úr samhengi. Forráðamenn Manchester City hafa staðfastlega neitað sök er varðar þessi 115 meintu brot félagsins á fjármálareglum ensku úrvalsdeildarinnar. Óháður dómstóll fer yfir málið en samkvæmt frétt Sky er ólíklegt að úrskurður nefndarinnar verði gerður opinber fyrir næsta vor.
Enski boltinn Fótbolti Fjármál Manchester City til rannsóknar Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Sjá meira