Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Sindri Sverrisson skrifar 29. nóvember 2024 23:00 Ibrahima Konaté meiddist í hné þegar hinn brasilíski Endrick braut á honum á miðvikudaginn. Getty/Chris Brunskill Liverpool og Manchester City mætast í sannkölluðum risaleik á sunnudag í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Nú er orðið ljóst að einn af fastamönnum í byrjunarliði Liverpool verður frá keppni næstu vikurnar. Miðvörðurinn Ibrahima Konaté staðfesti í dag að hann yrði frá keppni á næstunni vegna meiðsla, en hann meiddist í hné í sigrinum gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu á miðvikudag, eftir brot Endricks. Ibrahima Konaté is reportedly set to miss 5-6 weeks through an injury picked up against Real Madrid.The centre-back has the best aerial duel win rate (82.4%) in Europe's top five leagues this season. A big miss 🤕 pic.twitter.com/ePrUMK6itU— Football on TNT Sports (@footballontnt) November 29, 2024 Arne Slot hefur treyst á Konaté með Virgil van Dijk í miðri vörn Liverpool í öllum deildarleikjum tímabilsins, eftir að hafa skipt Konaté inn á í upphafi seinni hálfleiks gegn Ipswich í fyrstu umferð. Það kemur í hlut Jarell Quansah, sem hóf fyrsta deildarleik tímabilsins en fékk bara að spila 45 mínútur, eða Joe Gomez að fylla í skarðið fyrir Konaté gegn Englandsmeisturunum á sunnudaginn. The Guardian segir mögulegt að Conor Bradley missi einnig af leiknum við City, eftir frábæra frammistöðu gegn Real, vegna meiðsla í læri í þeim leik. Trent Alexander-Arnold er hins vegar klár í slaginn. Óvíst er hve lengi Konaté verður frá keppni en ljóst er að það verða nokkrar vikur og það á mjög annasömum tíma hjá Liverpool. Liðið leikur níu leiki í desember. Frakkinn er hins vegar staðráðinn í að snúa aftur sem fyrst. „Núna hefst endurhæfingarferlið en ég get lofað því að ég mun snúa aftur og verða á ný besta útgáfan af sjálfum mér,“ skrifaði Konaté á Instagram. View this post on Instagram A post shared by @ibrahimakonate Enski boltinn Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Fleiri fréttir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Sjá meira
Miðvörðurinn Ibrahima Konaté staðfesti í dag að hann yrði frá keppni á næstunni vegna meiðsla, en hann meiddist í hné í sigrinum gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu á miðvikudag, eftir brot Endricks. Ibrahima Konaté is reportedly set to miss 5-6 weeks through an injury picked up against Real Madrid.The centre-back has the best aerial duel win rate (82.4%) in Europe's top five leagues this season. A big miss 🤕 pic.twitter.com/ePrUMK6itU— Football on TNT Sports (@footballontnt) November 29, 2024 Arne Slot hefur treyst á Konaté með Virgil van Dijk í miðri vörn Liverpool í öllum deildarleikjum tímabilsins, eftir að hafa skipt Konaté inn á í upphafi seinni hálfleiks gegn Ipswich í fyrstu umferð. Það kemur í hlut Jarell Quansah, sem hóf fyrsta deildarleik tímabilsins en fékk bara að spila 45 mínútur, eða Joe Gomez að fylla í skarðið fyrir Konaté gegn Englandsmeisturunum á sunnudaginn. The Guardian segir mögulegt að Conor Bradley missi einnig af leiknum við City, eftir frábæra frammistöðu gegn Real, vegna meiðsla í læri í þeim leik. Trent Alexander-Arnold er hins vegar klár í slaginn. Óvíst er hve lengi Konaté verður frá keppni en ljóst er að það verða nokkrar vikur og það á mjög annasömum tíma hjá Liverpool. Liðið leikur níu leiki í desember. Frakkinn er hins vegar staðráðinn í að snúa aftur sem fyrst. „Núna hefst endurhæfingarferlið en ég get lofað því að ég mun snúa aftur og verða á ný besta útgáfan af sjálfum mér,“ skrifaði Konaté á Instagram. View this post on Instagram A post shared by @ibrahimakonate
Enski boltinn Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Fleiri fréttir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Sjá meira