Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sindri Sverrisson skrifar 23. nóvember 2024 11:02 Ian Holloway tók nýverið við sem knattspyrnustjóri Swindon Town og óttast að það sé reimt á æfingasvæði liðsins. Getty/George Wood Knattspyrnustjórinn Ian Holloway, sem tók við Swindon Town á Englandi í október, telur að slæmt gengi liðsins gæti verið vegna þess að reimt sé á æfingavelli liðsins. Holloway segir að sér sé fúlasta alvara og að hann ætli að fá eiginkonu sína til að mæta á svæðið og reyna að semja við draugana, svo að friður fáist. „Ég flutti fyrstu liðsræðuna mína hérna og dyrnar opnuðust allt í einu upp á gátt. Ef þið skoðið hurðina þá sjáið þið að það hefði enginn getað opnað svona,“ sagði Holloway þegar hann fékk blaðamann New York Times í heimsókn. Holloway greindi fyrst frá þessum meinta draugagangi í viðtali við BBC, og telur eitthvað undarlegt á seyði eftir að fyrirliði Swindon, Ollie Clarke, sleit liðband í ökkla á æfingu í síðustu viku. Lið Swindon rambar á barmi falls úr ensku deildakeppninni en liðið er í 22. sæti D-deildarinnar, stigi frá fallsæti. Holloway vonast til þess að með því að sætta hina framliðnu verði gengi Swindon betra. „Ég er algjörlega miður mín svo ég ætla að reyna að „hreinsa“ æfingasvæðið hérna, því fólk er að segja mér að það séu draugar hérna,“ sagði Holloway. "Oh, that’s the ghost saying hello, Gaffer."There's something weird and it doesn't look good at Swindon Town's training ground.@RobTannerLCFC paid a visit to find out what's going on - and spoke to manager Ian Holloway, whose wife is 'cleansing' the site with sage.— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) November 23, 2024 „Það er grafreitur einhvers staðar hérna nálægt. Í alvöru, ég er ekki að grínast,“ sagði Holloway. „Ég held að æfingasvæðið okkar sé mjög nálægt gömlum grafreit svo ég ætla að fá konuna mína til að koma hingað og biðja allt þetta fólk afsökunar, og vonandi fer lukkan þá að verða með okkur í liði.“ Treystir á salvíu frekar en piss Swindon hefur aðeins unnið einn sigur í síðustu tíu leikjum en liðið náði þó í sitt fyrsta stig undir stjórn Holloway um síðustu helgi, með því að ná 2-2 jafntefli við Accrington eftir að hafa lent undir. Holloway ætlar ekki að ganga eins langt og Barry Fry, þáverandi stjóri Birmingham, gerði árið 1994 þegar hann pissaði í öll hornin á St Andrew‘s vellinum, í von um að losna við hundrað ára bölvun sem sögð var hvíla á leikvanginum. Birmingham vann í kjölfarið sjö af næstu tíu leikjum sínum, en féll þó á endanum niður um deild. „Ég vil ekki gera það sem hann gerði, með því að pissa í hornin á vellinum, en ég ætla að fá konuna mína til að koma hérna með salvíubúntið sitt,“ sagði Holloway, tilbúinn að prófa ýmislegt til þess að aflétta hinni meintu bölvun og koma sínu liði á réttan kjöl. Enski boltinn Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Sjá meira
Holloway segir að sér sé fúlasta alvara og að hann ætli að fá eiginkonu sína til að mæta á svæðið og reyna að semja við draugana, svo að friður fáist. „Ég flutti fyrstu liðsræðuna mína hérna og dyrnar opnuðust allt í einu upp á gátt. Ef þið skoðið hurðina þá sjáið þið að það hefði enginn getað opnað svona,“ sagði Holloway þegar hann fékk blaðamann New York Times í heimsókn. Holloway greindi fyrst frá þessum meinta draugagangi í viðtali við BBC, og telur eitthvað undarlegt á seyði eftir að fyrirliði Swindon, Ollie Clarke, sleit liðband í ökkla á æfingu í síðustu viku. Lið Swindon rambar á barmi falls úr ensku deildakeppninni en liðið er í 22. sæti D-deildarinnar, stigi frá fallsæti. Holloway vonast til þess að með því að sætta hina framliðnu verði gengi Swindon betra. „Ég er algjörlega miður mín svo ég ætla að reyna að „hreinsa“ æfingasvæðið hérna, því fólk er að segja mér að það séu draugar hérna,“ sagði Holloway. "Oh, that’s the ghost saying hello, Gaffer."There's something weird and it doesn't look good at Swindon Town's training ground.@RobTannerLCFC paid a visit to find out what's going on - and spoke to manager Ian Holloway, whose wife is 'cleansing' the site with sage.— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) November 23, 2024 „Það er grafreitur einhvers staðar hérna nálægt. Í alvöru, ég er ekki að grínast,“ sagði Holloway. „Ég held að æfingasvæðið okkar sé mjög nálægt gömlum grafreit svo ég ætla að fá konuna mína til að koma hingað og biðja allt þetta fólk afsökunar, og vonandi fer lukkan þá að verða með okkur í liði.“ Treystir á salvíu frekar en piss Swindon hefur aðeins unnið einn sigur í síðustu tíu leikjum en liðið náði þó í sitt fyrsta stig undir stjórn Holloway um síðustu helgi, með því að ná 2-2 jafntefli við Accrington eftir að hafa lent undir. Holloway ætlar ekki að ganga eins langt og Barry Fry, þáverandi stjóri Birmingham, gerði árið 1994 þegar hann pissaði í öll hornin á St Andrew‘s vellinum, í von um að losna við hundrað ára bölvun sem sögð var hvíla á leikvanginum. Birmingham vann í kjölfarið sjö af næstu tíu leikjum sínum, en féll þó á endanum niður um deild. „Ég vil ekki gera það sem hann gerði, með því að pissa í hornin á vellinum, en ég ætla að fá konuna mína til að koma hérna með salvíubúntið sitt,“ sagði Holloway, tilbúinn að prófa ýmislegt til þess að aflétta hinni meintu bölvun og koma sínu liði á réttan kjöl.
Enski boltinn Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Sjá meira
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn