Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. nóvember 2024 13:30 Danskar kýr í haga. Getty/Michal Fludra Dönsk stjórnvöld hafa náð sögulegu samkomulagi sem meðal annars felur í sér að Danmörk mun fyrst ríkja í heimi skattleggja losun gróðurhúsalofttegunda frá húsdýrum, nái áformin fram að ganga. Danska ríkisstjórnin og breiður meirihluti flokka á danska þinginu hafa náð pólitísku samkomulagi um meiriháttar landslags- og umhverfisbreytingar í landinu. Græna þríhliða samkomulagið svokallaða hefur verið lengi í undirbúningi og var nánari útfærsla þess kynnt á blaðamannafundi í morgun. Dönsk stjórnvöld, náttúruverndarsamtök og hagsmunasamtök bænda- og landbúnaðar auk annarra hafa aðkomu að samkomulaginu og er áætlaður kostnaður vegna samkomulagsins um 43 milljarðar danskra króna, eða sem nemur um 835 milljörðum íslenskra króna. Með samningnum er um að ræða umfangsmestu boðuðu breytingar á dönsku landslagi í yfir hundrað ár að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu sem sérstaklega var stofnað um innleiðingu samkomulagsins. Gróðursetja milljarð trjáa á tuttugu árum Markmið samkomulagsins er meðal annars að styrkja og bæta náttúruna og tryggja gæði vatnsumhverfis. Þrátt fyrir að náðst hafi breitt pólitískt samkomulag liggur fyrir að samningurinn er ekki óumdeildur, en meðal annars liggur ekki enn fyrir hvernig stendur til að fjármagna hann. Samkomulagið felur meðal annars í sér áform um stóraukna skógrækt á 250 hektara landsvæði. Þannig gera áfromin ráð fyrir að gróðursettur verði um einn milljarður trjáa á næstu tuttugu árum. Þá stendur til að umbreyta á 140 hektörum af landi, þar sem nú er iðkuð loftslagsmengandi ræktun á láglendi, í náttúrusvæði. Þetta er sagt munu breyta ásýnd landlagsins til muna. Einhver þeirra svæða þar sem nú er stundaður landbúnaður verður breytt í eitthvað annað. Jeppe Bruus, ráðherra Græna þríhliðasamkomulagsins svokallaða, kynnti samkomulagið ásamt öðrum fulltrúum stjórnarflokkanna á blaðamannafundi í dag.EPA/IDA MARIE ODGAARD Auk breytinga á landslagi á samningurinn að stuðla að bættu vatnsumhverfi í fjörðum og við strendur landsins, draga úr súrnun sjávar, styrkja líffræðilegan fjölbreytileika og vernd neysluvatns. Bændur borgi fyrir losun frá ám, kúm og öðrum húsdýrum Þá verður Danmörk fyrst ríkja í heiminum til að leggja sérstakan kolefnisskatt á losun frá húsdýrum. Áætlað er í samkomulaginu að með þessu verði hægt að draga úr losun um sem nemur 1,8 til 2,6 milljónum tonna af koltvísýringi árið 2030. Lagt er upp með að frá og með árinu 2030 muni danskir bændur greiða 120 danskar krónur í skatt fyrir hvert tonn af losun frá húsdýrum. Þá mun gjaldið hækka í 300 danskar krónur á hvert tonn árið 2035, en í íslenskum krónum samsvarar þetta um 2400 til 6000 krónum á hvert tonn. Til stendur einnig að fjölga náttúruþjóðgörðum um sex og þannig gert ráð fyrir að alls verði í Danmörku 21 slíkir þjóðgarðar árið 2030. Meðal helstu áhersluefna í samkomulaginu er að draga úr áhrifum köfnunarefna á náttúruna en súrefnisþurrð í dönskum vatnasviðum og súrnun hafsins er sögð gríðarlegt áhyggjuefni. Þannig stendur til að ráðast í átak til að draga úr mengunaráhrifum svokallaðra köfnunarefna sem skaðað geta náttúruna og er sjónum þar einna helst beint að mengandi efnum frá landbúnaði. Þrátt fyrir auknar álögur og aðgerðir sem beint er að dönskum landbúnaði og matvælaframleiðendum segjast stjórnvöld leggja áherslu á að áfram verði iðkaður öflugur og samkeppnishæfur landbúnaður í Danmörku og að framleidd verði holl og góð matvæli í landinu. Danmörk Umhverfismál Loftslagsmál Landbúnaður Skógrækt og landgræðsla Dýr Skattar og tollar Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Dönsk stjórnvöld, náttúruverndarsamtök og hagsmunasamtök bænda- og landbúnaðar auk annarra hafa aðkomu að samkomulaginu og er áætlaður kostnaður vegna samkomulagsins um 43 milljarðar danskra króna, eða sem nemur um 835 milljörðum íslenskra króna. Með samningnum er um að ræða umfangsmestu boðuðu breytingar á dönsku landslagi í yfir hundrað ár að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu sem sérstaklega var stofnað um innleiðingu samkomulagsins. Gróðursetja milljarð trjáa á tuttugu árum Markmið samkomulagsins er meðal annars að styrkja og bæta náttúruna og tryggja gæði vatnsumhverfis. Þrátt fyrir að náðst hafi breitt pólitískt samkomulag liggur fyrir að samningurinn er ekki óumdeildur, en meðal annars liggur ekki enn fyrir hvernig stendur til að fjármagna hann. Samkomulagið felur meðal annars í sér áform um stóraukna skógrækt á 250 hektara landsvæði. Þannig gera áfromin ráð fyrir að gróðursettur verði um einn milljarður trjáa á næstu tuttugu árum. Þá stendur til að umbreyta á 140 hektörum af landi, þar sem nú er iðkuð loftslagsmengandi ræktun á láglendi, í náttúrusvæði. Þetta er sagt munu breyta ásýnd landlagsins til muna. Einhver þeirra svæða þar sem nú er stundaður landbúnaður verður breytt í eitthvað annað. Jeppe Bruus, ráðherra Græna þríhliðasamkomulagsins svokallaða, kynnti samkomulagið ásamt öðrum fulltrúum stjórnarflokkanna á blaðamannafundi í dag.EPA/IDA MARIE ODGAARD Auk breytinga á landslagi á samningurinn að stuðla að bættu vatnsumhverfi í fjörðum og við strendur landsins, draga úr súrnun sjávar, styrkja líffræðilegan fjölbreytileika og vernd neysluvatns. Bændur borgi fyrir losun frá ám, kúm og öðrum húsdýrum Þá verður Danmörk fyrst ríkja í heiminum til að leggja sérstakan kolefnisskatt á losun frá húsdýrum. Áætlað er í samkomulaginu að með þessu verði hægt að draga úr losun um sem nemur 1,8 til 2,6 milljónum tonna af koltvísýringi árið 2030. Lagt er upp með að frá og með árinu 2030 muni danskir bændur greiða 120 danskar krónur í skatt fyrir hvert tonn af losun frá húsdýrum. Þá mun gjaldið hækka í 300 danskar krónur á hvert tonn árið 2035, en í íslenskum krónum samsvarar þetta um 2400 til 6000 krónum á hvert tonn. Til stendur einnig að fjölga náttúruþjóðgörðum um sex og þannig gert ráð fyrir að alls verði í Danmörku 21 slíkir þjóðgarðar árið 2030. Meðal helstu áhersluefna í samkomulaginu er að draga úr áhrifum köfnunarefna á náttúruna en súrefnisþurrð í dönskum vatnasviðum og súrnun hafsins er sögð gríðarlegt áhyggjuefni. Þannig stendur til að ráðast í átak til að draga úr mengunaráhrifum svokallaðra köfnunarefna sem skaðað geta náttúruna og er sjónum þar einna helst beint að mengandi efnum frá landbúnaði. Þrátt fyrir auknar álögur og aðgerðir sem beint er að dönskum landbúnaði og matvælaframleiðendum segjast stjórnvöld leggja áherslu á að áfram verði iðkaður öflugur og samkeppnishæfur landbúnaður í Danmörku og að framleidd verði holl og góð matvæli í landinu.
Danmörk Umhverfismál Loftslagsmál Landbúnaður Skógrækt og landgræðsla Dýr Skattar og tollar Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira