Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Valur Páll Eiríksson skrifar 13. nóvember 2024 11:42 Jón Þór Hauksson. Vísir/Hulda Margrét ÍA var í dag sektað um 75 þúsund krónur af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ vegna ummæla Jóns Þórs Haukssonar, þjálfara karlaliðs félagsins, eftir tap fyrir Víkingi í haust. ÍA tapaði leiknum á hádramatískan máta í næst síðustu umferð Bestu deildar karla. Úrslitin gerðu út um vonir ÍA um Evrópusæti. ÍA náði 3-2 forystu í leiknum á 86. mínútu en Erlingur Agnarsson jafnaði fyrir Víking skömmu síðar áður en Danijel Djuric skoraði það sem reyndist sigurmark Víkings seint í uppbótartíma. Jón Þór var öskuillur vegna sigurmarksins og var vísað af velli með rautt spjald skömmu eftir mark Danijels. Honum lá þá mikið niðri fyrir eftir leik og gagnrýndi Elías Inga Árnason, dómara leiksins, harðlega. Vísað var til ummæla hans við mbl.is í kæru KSÍ. Haft er eftir Jóni Þór í úrskurðinum og vitnað til viðtals mbl: „Það er ljóst að dómarinn var með eitthvað markmið í þessum leik, eða þá að hann átti alveg rosalega slakan dag. Hann var alveg hræðilegur og það bitnaði á okkur. Í sigurmarkinu þeirra er brotið á Johannesi Vall. Ég veit ekki hvort dómarinn hafi verið með æðra markmið í þessu í dag en það er klárt mál að hann stal þessum sigri frá okkur.“ Skagamenn saka mbl um smellubeitu ÍA mótmælti kærunni á grundvelli þess að blaðamaður mbl hafi í þessu tilviki ekki haft fyllilega rétt eftir Jóni Þór sé hlustað á upptöku af viðtalinu. „Hvað ummælin varðar sérstaklega þá er í texta mbl.is látið líta út fyrir að um beina tilvitnun í þjálfarann sé að ræða. Við hlustum á upptöku má ljóst vera að svo er ekki, sem er verulega ámælisvert af blaðamanni. Í viðtalinu við þjálfarann kemur upp orðið „agenda“, en áður að því er komið er settur sterkur fyrirvari,“ segir meðal annars í greinargerð ÍA um málið. Þá er blaðamaðurinn sakaður um að hafa sett fréttina upp sem smellubeitu. „Að hafa þá skoðun að dómari hafi staðið sig illa er ekki ámælisvert. Sú grunur vaknar að umræddur blaðamaður mbl.is hafi leynt og ljóst verið að sækjast eftir því að Jón Þór Hauksson myndi tjá sig með óviðeigandi hætti um dómara leiksins. Ummerki þess sjást vel í fyrirsögn fréttarinnar sem er einhvers konar „smellubeita“. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ sammælist þessu mati Skagamanna ekki. Málinu var frestað um viku þar til nefndinni bærist upptakan og niðurstaða nefndarinnar að ummæli Jóns Þórs sem skrifuð séu upp í fréttinni séu í „fullu samræmi við ummæli hans á upptöku“. Þá segir í niðurstöðu nefndarinnar að ummælin séu ósæmileg og hafi skaðandi áhrif á ímynd knattspyrnunnnar. Vegna þessa þurfi ÍA að greiða 75 þúsund króna sekt. Hér má sjá greinargerð KSÍ vegna málsins. Sekt fyrir að sparka í hurð dómara Skagamenn voru einnig sektaðir um 25.000 krónur vegna framkomu leikmanna eftir þetta afar svekkjandi tap gegn Víkingum. Í skýrslu eftirlitsmanns KSÍ segir að leikmenn ÍA hafi sparkað í hurð dómaraklefa eftir að dómarar voru komnir þar inn að leik loknum. Þar segir jafnframt: „Gæslumaður tók sér stöðu við dyrnar og reyndi að tryggja dómurum og eftirlitsmanni vinnufrið. Þrátt fyrir veru gæslumanns tókst einum leikmanni að sparka í hurðina meðan eftirlitsmaður var þar inni. Eftir að hafa farið yfir leikinn með dómurum beið eftirlitsmaður frammi og fór svo ásamt gæslumanni heimaliðs sem hafði gætt dómaraklefans samferða dómurum að bíl þeirra, til að tryggja að brottför yrði án frekari atburða.“ Íslenski boltinn Besta deild karla ÍA Fjölmiðlar Tengdar fréttir „Óskiljanlegt að setja Erlend í þetta verkefni Jón Þór Hauksson, þjálfari Skagamanna, var einkar ósáttur við störf dómara leiks ÍA og Víkings í Bestu deild karla í fótbolta í dag. Jón Þór tíndi til tvö atriði sem hann var sérstaklega óánægður með. Þá var Jón Þór hundfúll með að Erlendur Eiríksson væri settur í það verkefni að vera fjórði dómari þessa leiks. 19. október 2024 17:03 „Hefði látið Elías Inga blása og er ekki viss um að hann hefði fengið keyra heim“ Markið sem var dæmt af ÍA í leiknum gegn Víkingi í Bestu deild karla á laugardaginn var að sjálfsögðu til umræðu í Stúkunni. Sérfræðingar þáttarins botnuðu ekkert í ákvörðun Elíasar Inga Árnasonar, dómara leiksins. 21. október 2024 08:02 Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
ÍA tapaði leiknum á hádramatískan máta í næst síðustu umferð Bestu deildar karla. Úrslitin gerðu út um vonir ÍA um Evrópusæti. ÍA náði 3-2 forystu í leiknum á 86. mínútu en Erlingur Agnarsson jafnaði fyrir Víking skömmu síðar áður en Danijel Djuric skoraði það sem reyndist sigurmark Víkings seint í uppbótartíma. Jón Þór var öskuillur vegna sigurmarksins og var vísað af velli með rautt spjald skömmu eftir mark Danijels. Honum lá þá mikið niðri fyrir eftir leik og gagnrýndi Elías Inga Árnason, dómara leiksins, harðlega. Vísað var til ummæla hans við mbl.is í kæru KSÍ. Haft er eftir Jóni Þór í úrskurðinum og vitnað til viðtals mbl: „Það er ljóst að dómarinn var með eitthvað markmið í þessum leik, eða þá að hann átti alveg rosalega slakan dag. Hann var alveg hræðilegur og það bitnaði á okkur. Í sigurmarkinu þeirra er brotið á Johannesi Vall. Ég veit ekki hvort dómarinn hafi verið með æðra markmið í þessu í dag en það er klárt mál að hann stal þessum sigri frá okkur.“ Skagamenn saka mbl um smellubeitu ÍA mótmælti kærunni á grundvelli þess að blaðamaður mbl hafi í þessu tilviki ekki haft fyllilega rétt eftir Jóni Þór sé hlustað á upptöku af viðtalinu. „Hvað ummælin varðar sérstaklega þá er í texta mbl.is látið líta út fyrir að um beina tilvitnun í þjálfarann sé að ræða. Við hlustum á upptöku má ljóst vera að svo er ekki, sem er verulega ámælisvert af blaðamanni. Í viðtalinu við þjálfarann kemur upp orðið „agenda“, en áður að því er komið er settur sterkur fyrirvari,“ segir meðal annars í greinargerð ÍA um málið. Þá er blaðamaðurinn sakaður um að hafa sett fréttina upp sem smellubeitu. „Að hafa þá skoðun að dómari hafi staðið sig illa er ekki ámælisvert. Sú grunur vaknar að umræddur blaðamaður mbl.is hafi leynt og ljóst verið að sækjast eftir því að Jón Þór Hauksson myndi tjá sig með óviðeigandi hætti um dómara leiksins. Ummerki þess sjást vel í fyrirsögn fréttarinnar sem er einhvers konar „smellubeita“. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ sammælist þessu mati Skagamanna ekki. Málinu var frestað um viku þar til nefndinni bærist upptakan og niðurstaða nefndarinnar að ummæli Jóns Þórs sem skrifuð séu upp í fréttinni séu í „fullu samræmi við ummæli hans á upptöku“. Þá segir í niðurstöðu nefndarinnar að ummælin séu ósæmileg og hafi skaðandi áhrif á ímynd knattspyrnunnnar. Vegna þessa þurfi ÍA að greiða 75 þúsund króna sekt. Hér má sjá greinargerð KSÍ vegna málsins. Sekt fyrir að sparka í hurð dómara Skagamenn voru einnig sektaðir um 25.000 krónur vegna framkomu leikmanna eftir þetta afar svekkjandi tap gegn Víkingum. Í skýrslu eftirlitsmanns KSÍ segir að leikmenn ÍA hafi sparkað í hurð dómaraklefa eftir að dómarar voru komnir þar inn að leik loknum. Þar segir jafnframt: „Gæslumaður tók sér stöðu við dyrnar og reyndi að tryggja dómurum og eftirlitsmanni vinnufrið. Þrátt fyrir veru gæslumanns tókst einum leikmanni að sparka í hurðina meðan eftirlitsmaður var þar inni. Eftir að hafa farið yfir leikinn með dómurum beið eftirlitsmaður frammi og fór svo ásamt gæslumanni heimaliðs sem hafði gætt dómaraklefans samferða dómurum að bíl þeirra, til að tryggja að brottför yrði án frekari atburða.“
Íslenski boltinn Besta deild karla ÍA Fjölmiðlar Tengdar fréttir „Óskiljanlegt að setja Erlend í þetta verkefni Jón Þór Hauksson, þjálfari Skagamanna, var einkar ósáttur við störf dómara leiks ÍA og Víkings í Bestu deild karla í fótbolta í dag. Jón Þór tíndi til tvö atriði sem hann var sérstaklega óánægður með. Þá var Jón Þór hundfúll með að Erlendur Eiríksson væri settur í það verkefni að vera fjórði dómari þessa leiks. 19. október 2024 17:03 „Hefði látið Elías Inga blása og er ekki viss um að hann hefði fengið keyra heim“ Markið sem var dæmt af ÍA í leiknum gegn Víkingi í Bestu deild karla á laugardaginn var að sjálfsögðu til umræðu í Stúkunni. Sérfræðingar þáttarins botnuðu ekkert í ákvörðun Elíasar Inga Árnasonar, dómara leiksins. 21. október 2024 08:02 Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
„Óskiljanlegt að setja Erlend í þetta verkefni Jón Þór Hauksson, þjálfari Skagamanna, var einkar ósáttur við störf dómara leiks ÍA og Víkings í Bestu deild karla í fótbolta í dag. Jón Þór tíndi til tvö atriði sem hann var sérstaklega óánægður með. Þá var Jón Þór hundfúll með að Erlendur Eiríksson væri settur í það verkefni að vera fjórði dómari þessa leiks. 19. október 2024 17:03
„Hefði látið Elías Inga blása og er ekki viss um að hann hefði fengið keyra heim“ Markið sem var dæmt af ÍA í leiknum gegn Víkingi í Bestu deild karla á laugardaginn var að sjálfsögðu til umræðu í Stúkunni. Sérfræðingar þáttarins botnuðu ekkert í ákvörðun Elíasar Inga Árnasonar, dómara leiksins. 21. október 2024 08:02
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó