Bann Arnars staðfest og Jón Þór byrjar næsta ár í banni Sindri Sverrisson skrifar 22. október 2024 15:56 Jón Þór Hauksson verður í banni í lokaumferðinni um helgina og einnig þegar ný leiktíð hefst í Bestu deildinni. vísir/Anton Átta leikmenn og tveir þjálfarar hafa verið úrskurðaðir í bann fyrir hina æsispennandi lokaumferð sem fram undan er í Bestu deild karla í fótbolta um næstu helgi. Enginn leikmanna Víkings og Breiðabliks verður í banni þegar liðin mætast í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn á sunnudagskvöld. Hins vegar, eins og fram hefur komið, verður Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga í banni vegna uppsafnaðra gulra spjalda. Arnar fékk sitt þriðja gula spjald í sumar fyrir að hlaupa inn á völlinn í fögnuðinum við hádramatískt sigurmark gegn ÍA á laugardaginn, og hafði einnig fengið gult spjald í Meistarakeppninni 1. apríl. Fjögur gul spjöld þýða eins leiks bann. Arnar hefur einnig fengið tvö rauð spjöld í sumar og missir samtals af fimm leikjum í Bestu deildinni vegna leikbanna í sumar. Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, verður einnig í banni um helgina en hann fékk rautt spjald vegna hegðunar sinnar í garð dómara eftir tapið gegn Víkingum, þar sem mistök dómarans kostuðu Víkinga sigurmark. Jón Þór fékk tveggja leikja bann og verður því einnig í banni þegar ný leiktíð hefst í Bestu deildinni á næsta ári. Jón Þór missir af leiknum við Val á laugardag og Valsmenn verða án Bjarna Mark Antonssonar og Kristins Freys Sigurðssonar, vegna uppsafnaðra spjalda. Kristinn er kominn með tíu áminningar á leiktíðinni og Bjarni fjórar. Leikurinn er afar mikilvægur fyrir Val en sigur tryggir liðinu 3. sæti deildarinnar, Evrópusæti. Tapi Valur gæti Stjarnan náð 3. sætinu með sigri gegn FH. Þar verða FH-ingar án Böðvars Böðvarssonar sem kominn er með sjö áminningar. Fjórir í banni frá leiknum á Ísafirði Í neðri hlutanum verða fjórir leikmenn í banni þegar Vestri tekur á móti Fylki á laugardaginn. Gunnar Jónas Hauksson verður ekki með heimamönnum vegna rauða spjaldsins sem hann fékk gegn KA í síðustu umferð, og hið sama má segja um Nikulás Val Gunnarsson úr Fylki sem fékk rautt gegn KR. Tveir Fylkismenn til viðbótar, þeir Arnór Breki Ásþórsson og Birkir Eyþórsson, missa af leiknum við Vestra vegna uppsafnaðra áminninga. Vestri þarf sigur til að tryggja sér áframhaldandi veru í Bestu deildinni. Liðið er jafnt HK að stigum en með mun betri markatölu. Annað þessara liða mun fylgja Fylki niður í Lengjudeildina. HK-ingar mæta KR í leik sem fram fer á heimavelli Þróttar í Laugardal. Besta deild karla Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Fleiri fréttir Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Sjá meira
Enginn leikmanna Víkings og Breiðabliks verður í banni þegar liðin mætast í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn á sunnudagskvöld. Hins vegar, eins og fram hefur komið, verður Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga í banni vegna uppsafnaðra gulra spjalda. Arnar fékk sitt þriðja gula spjald í sumar fyrir að hlaupa inn á völlinn í fögnuðinum við hádramatískt sigurmark gegn ÍA á laugardaginn, og hafði einnig fengið gult spjald í Meistarakeppninni 1. apríl. Fjögur gul spjöld þýða eins leiks bann. Arnar hefur einnig fengið tvö rauð spjöld í sumar og missir samtals af fimm leikjum í Bestu deildinni vegna leikbanna í sumar. Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, verður einnig í banni um helgina en hann fékk rautt spjald vegna hegðunar sinnar í garð dómara eftir tapið gegn Víkingum, þar sem mistök dómarans kostuðu Víkinga sigurmark. Jón Þór fékk tveggja leikja bann og verður því einnig í banni þegar ný leiktíð hefst í Bestu deildinni á næsta ári. Jón Þór missir af leiknum við Val á laugardag og Valsmenn verða án Bjarna Mark Antonssonar og Kristins Freys Sigurðssonar, vegna uppsafnaðra spjalda. Kristinn er kominn með tíu áminningar á leiktíðinni og Bjarni fjórar. Leikurinn er afar mikilvægur fyrir Val en sigur tryggir liðinu 3. sæti deildarinnar, Evrópusæti. Tapi Valur gæti Stjarnan náð 3. sætinu með sigri gegn FH. Þar verða FH-ingar án Böðvars Böðvarssonar sem kominn er með sjö áminningar. Fjórir í banni frá leiknum á Ísafirði Í neðri hlutanum verða fjórir leikmenn í banni þegar Vestri tekur á móti Fylki á laugardaginn. Gunnar Jónas Hauksson verður ekki með heimamönnum vegna rauða spjaldsins sem hann fékk gegn KA í síðustu umferð, og hið sama má segja um Nikulás Val Gunnarsson úr Fylki sem fékk rautt gegn KR. Tveir Fylkismenn til viðbótar, þeir Arnór Breki Ásþórsson og Birkir Eyþórsson, missa af leiknum við Vestra vegna uppsafnaðra áminninga. Vestri þarf sigur til að tryggja sér áframhaldandi veru í Bestu deildinni. Liðið er jafnt HK að stigum en með mun betri markatölu. Annað þessara liða mun fylgja Fylki niður í Lengjudeildina. HK-ingar mæta KR í leik sem fram fer á heimavelli Þróttar í Laugardal.
Besta deild karla Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Fleiri fréttir Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Sjá meira