Ödegaard strax aftur heim Sindri Sverrisson skrifar 12. nóvember 2024 15:17 Martin Ödegaard splæsir í nokkrar fimmur á leiðinni inn á Stamford Bridge fyrir leikinn við Chelsea á sunnudaginn. Getty/Ryan Pierse Fyrirliðinn Martin Ödegaard verður ekki með norska landsliðinu í leikjunum við Slóveníu og Kasakstan, í Þjóðadeildinni í fótbolta á næstu dögum. Ödegaard er nýkominn af stað með Arsenal eftir að hafa meiðst í ökkla í landsleik fyrir tveimur mánuðum. Hann kom inn á sem varamaður í Meistaradeildarleik gegn Inter í síðustu viku en náði svo að spila allan leikinn gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag. Í gær var hann svo kallaður inn í norska landsliðshópinn - eitthvað sem stuðningsmenn Arsenal hafa eflaust sett spurningamerki við. En nú er orðið ljóst að Ödegaard fer strax aftur til Lundúna og vinnur í að jafna sig enn betur af meiðslunum. „Þetta hafa verið flókin ökklameiðsli. Eftir sárafáar æfingar með liðinu síðustu níu vikur þá er eðlilegt að líkaminn sé ekki orðinn hundrað prósent,“ sagði Ola Sand, læknir norska landsliðsins. „Eftir ítarlegar rannsóknir og samtöl erum við sammála um að Martin verði ekki klár í slaginn til að spila leikina við Slóveníu og Kasakstan. Í samráði við hann höfum við komist að þeirri niðurstöðu að það sé betra að hann fari heim til London og haldi áfram endurhæfingunni þar,“ sagði Sand. Landsliðsþjálfarinn Ståle Solbakken segir að heilsa fyrirliðans sé í forgangi. „Við vissum að það væri hætta á því að Martin yrði ekki með. Hann þráir það að geta spilað leikina en við getum ekki tekið áhættu með heilsu hans. En ég er viss um að strákarnir eru tilbúnir að gefa allt sitt í leikina og að menn stígi upp í hans fjarveru,“ sagði Solbakken. Noregur mætir Slóveníu á útivelli á fimmtudaginn og svo Kasakstan á heimavelli þremur dögum síðar. Enski boltinn Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Sjá meira
Ödegaard er nýkominn af stað með Arsenal eftir að hafa meiðst í ökkla í landsleik fyrir tveimur mánuðum. Hann kom inn á sem varamaður í Meistaradeildarleik gegn Inter í síðustu viku en náði svo að spila allan leikinn gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag. Í gær var hann svo kallaður inn í norska landsliðshópinn - eitthvað sem stuðningsmenn Arsenal hafa eflaust sett spurningamerki við. En nú er orðið ljóst að Ödegaard fer strax aftur til Lundúna og vinnur í að jafna sig enn betur af meiðslunum. „Þetta hafa verið flókin ökklameiðsli. Eftir sárafáar æfingar með liðinu síðustu níu vikur þá er eðlilegt að líkaminn sé ekki orðinn hundrað prósent,“ sagði Ola Sand, læknir norska landsliðsins. „Eftir ítarlegar rannsóknir og samtöl erum við sammála um að Martin verði ekki klár í slaginn til að spila leikina við Slóveníu og Kasakstan. Í samráði við hann höfum við komist að þeirri niðurstöðu að það sé betra að hann fari heim til London og haldi áfram endurhæfingunni þar,“ sagði Sand. Landsliðsþjálfarinn Ståle Solbakken segir að heilsa fyrirliðans sé í forgangi. „Við vissum að það væri hætta á því að Martin yrði ekki með. Hann þráir það að geta spilað leikina en við getum ekki tekið áhættu með heilsu hans. En ég er viss um að strákarnir eru tilbúnir að gefa allt sitt í leikina og að menn stígi upp í hans fjarveru,“ sagði Solbakken. Noregur mætir Slóveníu á útivelli á fimmtudaginn og svo Kasakstan á heimavelli þremur dögum síðar.
Enski boltinn Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Sjá meira