Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Atli Ísleifsson skrifar 7. nóvember 2024 07:18 Gular veðurviðvaranir eru í gildi um mest allt land, sem breytast í appelsínugult fyrir norðan uppúr hádegi. Veðurstofan Veðurfræðingar vara við enn verra veðri í dag heldur en gert var ráð fyrir í fyrstu spám í gær. Kröpp og dýpkandi lægð, skammt suðvestur af Reykjanesi, hreyfist norður á bóginn og gengur þá á með hvassri sunnanátt eða stormi, rigningu og hlýindum, en þurrt að kalla á Norður - og Austurlandi. Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi um mestallt land. Á vef Veðurstofunnar segir að þegar lægðin fari skammt undan Vestfjörðum, gangi í suðvestanstorm eða -rok á norðanverðu landinu, jafn vel staðbundið ofsaveður norðvestantil, með skúrum eða éljum. Reikna megi með hríðarveðri á Vestfjörðum og Ströndum um tíma eftir hádegi og því ekkert ferðaveður á þeim slóðum. „Gular veðurviðvaranir eru í gildi um mest allt land, sem breytast í appelsínugult fyrir norðan uppúr hádegi. Talsvert hægara og dálitlar skúrir syðra, en lægir um land allt og rofar til seint í kvöld og nótt. Víða varasamt ferðaveður í dag og er fólk því hvatt til að sýna aðgát, tryggja lausamuni og helst fresta ferðalögum norðanlands síðdegis, ef hægt er. Suðaustankaldi, víða skúrir og milt veður á morgun, en yfirleitt bjartviðri og nálægt frostmarki á Norður- og Ausutrlandi. Útlit helgarinnar sveiflukennt, væta með köflum og milt á laugardag, en órólegt veður og kólnandi á sunnudag, jafnvel slydda eða snjókoma til fjalla.“ Spákort fyrir hádegi í dag.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag: Suðlæg átt, 5-13 m/s og Sstöku skúrir eða slydduél, en bjartviðri á Norður- og Austurlandi. Hvessir um kvöldið og fer að rigna suðaustantil. Hiti 1 til 10 stig, hlýjast syðst. Á laugardag: Suðaustan 5-10 m/s og rigning með köflum, en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti víða 5 til 10 stig. Á sunnudag: Snýst í allhvassa vestanátt með rigningu eða slyddu og snjókomu til fjalla, en úrkomulítið norðaustanlands. Hiti 1 til 6 stig. Á mánudag og þriðjudag: Útlit fyrir stífa sunnanátt með rigningu og hlýindum. Á miðvikudag: Snýst líklega í svuðestanátt með skúrum eða slydduéljum og kólnandi veðri. Veður Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Má búast við skúrum eða éljum Víðast úrkomulítið en skúrir og slydduél austantil Mildri austanátt beint til landsins Áfram hvasst með suðurströndinni Slær áfram í storm á suðurströndinni Djúp lægð veldur stormi syðst á landinu Þurrt og bjart víða um landið Hvasst syðst á landinu Kólnandi veður og víða bjart Ákveðin austanátt á landinu öllu og víða snarpar hviður Víða rigning með köflum og bætir í vind í kvöld Róleg austanátt en hvessir á morgun Víða rigning og kólnar í veðri Minnkandi norðlæg átt en bætir í vind á morgun Þurrt og bjart suðvestantil en snjór og él víða Líkur á smá slyddu og snjókomu syðst Stíf norðvestlæg átt ásamt ofankomu Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Óvissustig á vegi milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Gular veðurviðvaranir framundan Útlit fyrir hríðarveður á austasta hluta landsins í kvöld Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Sjá meira
Á vef Veðurstofunnar segir að þegar lægðin fari skammt undan Vestfjörðum, gangi í suðvestanstorm eða -rok á norðanverðu landinu, jafn vel staðbundið ofsaveður norðvestantil, með skúrum eða éljum. Reikna megi með hríðarveðri á Vestfjörðum og Ströndum um tíma eftir hádegi og því ekkert ferðaveður á þeim slóðum. „Gular veðurviðvaranir eru í gildi um mest allt land, sem breytast í appelsínugult fyrir norðan uppúr hádegi. Talsvert hægara og dálitlar skúrir syðra, en lægir um land allt og rofar til seint í kvöld og nótt. Víða varasamt ferðaveður í dag og er fólk því hvatt til að sýna aðgát, tryggja lausamuni og helst fresta ferðalögum norðanlands síðdegis, ef hægt er. Suðaustankaldi, víða skúrir og milt veður á morgun, en yfirleitt bjartviðri og nálægt frostmarki á Norður- og Ausutrlandi. Útlit helgarinnar sveiflukennt, væta með köflum og milt á laugardag, en órólegt veður og kólnandi á sunnudag, jafnvel slydda eða snjókoma til fjalla.“ Spákort fyrir hádegi í dag.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag: Suðlæg átt, 5-13 m/s og Sstöku skúrir eða slydduél, en bjartviðri á Norður- og Austurlandi. Hvessir um kvöldið og fer að rigna suðaustantil. Hiti 1 til 10 stig, hlýjast syðst. Á laugardag: Suðaustan 5-10 m/s og rigning með köflum, en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti víða 5 til 10 stig. Á sunnudag: Snýst í allhvassa vestanátt með rigningu eða slyddu og snjókomu til fjalla, en úrkomulítið norðaustanlands. Hiti 1 til 6 stig. Á mánudag og þriðjudag: Útlit fyrir stífa sunnanátt með rigningu og hlýindum. Á miðvikudag: Snýst líklega í svuðestanátt með skúrum eða slydduéljum og kólnandi veðri.
Veður Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Má búast við skúrum eða éljum Víðast úrkomulítið en skúrir og slydduél austantil Mildri austanátt beint til landsins Áfram hvasst með suðurströndinni Slær áfram í storm á suðurströndinni Djúp lægð veldur stormi syðst á landinu Þurrt og bjart víða um landið Hvasst syðst á landinu Kólnandi veður og víða bjart Ákveðin austanátt á landinu öllu og víða snarpar hviður Víða rigning með köflum og bætir í vind í kvöld Róleg austanátt en hvessir á morgun Víða rigning og kólnar í veðri Minnkandi norðlæg átt en bætir í vind á morgun Þurrt og bjart suðvestantil en snjór og él víða Líkur á smá slyddu og snjókomu syðst Stíf norðvestlæg átt ásamt ofankomu Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Óvissustig á vegi milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Gular veðurviðvaranir framundan Útlit fyrir hríðarveður á austasta hluta landsins í kvöld Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Sjá meira