Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Sindri Sverrisson skrifar 31. október 2024 09:30 Alexander Helgi Sigurðarson er mættur í KR-búninginn. Facebook/@krreykjavik1899 Knattspyrnumaðurinn Alexander Helgi Sigurðarson hefur skrifað undir samning til þriggja ára við KR. Hann kemur til félagsins frá Breiðabliki. Alexander Helgi endurnýjar þar með kynni sín við Óskar Hrafn Þorvaldsson sem þjálfaði hann hjá Breiðabliki. Alexander, sem er 28 ára miðjumaður, lék með Breiðabliki upp alla yngri flokka en fór sautján ára gamall til Hollands og spilaði þar með unglingaliði AZ Alkmaar. Hann lék sem lánsmaður frá Blikum með Víkingi Ólafsvík árið 2018 og með Vasalund í næstefstu deild Svíþjóðar árið 2022, en hefur annars leikið með Breiðabliki. Breiðablik tilkynnti það um miðjan júlí að Alexander myndi fara frá félaginu eftir tímabilið sem nú var að ljúka, þegar Blikar urðu Íslandsmeistarar á sunnudaginn með 3-0 sigri á Víkingi. Hann lék ellefu deildarleiki með liðinu framan af tímabili en mun hafa átt við meiðsli í hné að stríða og hefur ekki spilað síðan 21. júlí. „Við bjóðum Alexander Helga velkominn í KR og vonumst til að sjá hann blómstra í KR treyjunni á næsta tímabili,“ segir í tilkynningu frá KR nú í morgun. Óskar Hrafn hefur ekki setið auðum höndum á leikmannamarkaðnum frá því að hann tók við liði KR um mitt tímabil. Liðið fékk þá Ástbjörn Þórðarson, Gyrði Hrafn Guðbrandsson og Guðmund Andra Tryggvason til liðsins í sumarglugganum. Alexander Helgi er þá áttundi leikmaðurinn sem bætist við hópinn fyrir næsta tímabil, alls sá ellefti frá því að Óskar mætti í Vesturbæinn. Áður hefur KR samið við Róbert Elís Hlynsson sem kom frá ÍR, þeir Óliver Dagur Thorlacius, Júlíus Már Júlíusson og Halldór Snær Georgsson komu allir úr Fjölni, Jakob Gunnar Sigurðsson frá Völsungi, Matthias Præst frá Fylki, Gabríel Hrannar Eyjólfsson frá Gróttu og Hjalti Sigurðsson frá Leikni R. Þá gæti bæst við hóp KR enn frekar á næstu dögum og vikum en heimildir Vísis herma að félagið hyggist fá Vicente Valor til liðsins en sá var öflugur með ÍBV er Eyjamenn unnu Lengjudeildina í sumar. Besta deild karla KR Breiðablik Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Körfubolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
Alexander Helgi endurnýjar þar með kynni sín við Óskar Hrafn Þorvaldsson sem þjálfaði hann hjá Breiðabliki. Alexander, sem er 28 ára miðjumaður, lék með Breiðabliki upp alla yngri flokka en fór sautján ára gamall til Hollands og spilaði þar með unglingaliði AZ Alkmaar. Hann lék sem lánsmaður frá Blikum með Víkingi Ólafsvík árið 2018 og með Vasalund í næstefstu deild Svíþjóðar árið 2022, en hefur annars leikið með Breiðabliki. Breiðablik tilkynnti það um miðjan júlí að Alexander myndi fara frá félaginu eftir tímabilið sem nú var að ljúka, þegar Blikar urðu Íslandsmeistarar á sunnudaginn með 3-0 sigri á Víkingi. Hann lék ellefu deildarleiki með liðinu framan af tímabili en mun hafa átt við meiðsli í hné að stríða og hefur ekki spilað síðan 21. júlí. „Við bjóðum Alexander Helga velkominn í KR og vonumst til að sjá hann blómstra í KR treyjunni á næsta tímabili,“ segir í tilkynningu frá KR nú í morgun. Óskar Hrafn hefur ekki setið auðum höndum á leikmannamarkaðnum frá því að hann tók við liði KR um mitt tímabil. Liðið fékk þá Ástbjörn Þórðarson, Gyrði Hrafn Guðbrandsson og Guðmund Andra Tryggvason til liðsins í sumarglugganum. Alexander Helgi er þá áttundi leikmaðurinn sem bætist við hópinn fyrir næsta tímabil, alls sá ellefti frá því að Óskar mætti í Vesturbæinn. Áður hefur KR samið við Róbert Elís Hlynsson sem kom frá ÍR, þeir Óliver Dagur Thorlacius, Júlíus Már Júlíusson og Halldór Snær Georgsson komu allir úr Fjölni, Jakob Gunnar Sigurðsson frá Völsungi, Matthias Præst frá Fylki, Gabríel Hrannar Eyjólfsson frá Gróttu og Hjalti Sigurðsson frá Leikni R. Þá gæti bæst við hóp KR enn frekar á næstu dögum og vikum en heimildir Vísis herma að félagið hyggist fá Vicente Valor til liðsins en sá var öflugur með ÍBV er Eyjamenn unnu Lengjudeildina í sumar.
Besta deild karla KR Breiðablik Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Körfubolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira