Beðin um að tilkynna líkfundi Tómas Arnar Þorláksson skrifar 30. október 2024 11:42 Petra Ósk Steinarsdóttir, dýralæknanemi sem býr í grennd við Valensía-borg. Aðsend Að minnsta kosti 51 er látinn í Valensía-héraði í hamfaraflóðum sem gengið hafa yfir suðausturhluta Spánar síðan í gær. Fjöldi Íslendinga hefur vetursetu á Spáni og í grennd við Valensía en utanríkisráðuneytið fylgist grannt með stöðu mála þar fyrir sunnan. Íslendingur á svæðinu segir óraunverulegt að upplifa hamfarirnar. Petra Ósk Steinarsdóttir dýralæknanemi sem býr tíu mínútum frá Valensía-borg, segist hafa sloppið að mestu við flóðið en tekur fram að eyðilegging eftir óveðrið í nótt sé umtalsverð. Fólk á svæðinu er beðið um að tilkynna líkfundi í sérstakt símanúmer. „Ég bý fyrir norðan borgina, tíu mínútum fyrir ofan. Það versta sem var þarna, var beint fyrir neðan hana og í kringum hana. Þessir bæir sem voru að lenda verst í þessu eru sumir bara 20 mínútum frá mér. Ég er aðallega bara að sjá eftir vindinn, það er mikið af brotnum trjám. Ég er að sjá hérna í nágrenninu eyðileggingu, einn gluggi sem er brotinn. Grindverkið í garðinum mínum brotnaði. Það var bara rifið upp úr steypunni.“ Nóttin skelfileg Hún segir alla þá Íslendinga sem hún þekkir á svæðinu vera örugga. Ótrúlegt sé að sjá að staðir sem hún er vön að keyra í gegnum séu rústir einar. Nóttin hafi verið skelfileg og óraunverulegt sé að horfa upp á afleiðingar hamfaranna. „Þetta byrjaði þannig að við byrjuðum að fá neyðarskilaboð í símann frá ríkinu sem er þá bara svona sírena sem kemur í símann. Það byrjar að segja, haldið ykkur inni ekki fara neitt, og ég var að fá þannig yfir nóttina. Ég vaknaði tvisvar yfir nóttina við það að það var sírena í gangi í símanum mínum. Ég fékk svona skilaboð í nótt aftur. Fékk þá símanúmer fyrir ef maður finnur fólk sem er dáið að láta vita, því talan er núna komin yfir 50, þá virkar ekki lengur að hringja í neyðarlínuna.“ Petra stunda nám við dýralækningar.Aðsend Neyðarástand á svæðinu Petra segist eiga að halda sig inni í dag samkvæmt fyrirmælum frá stjórnvöldum. Skólar, fyrirtæki og flest allir staðir á svæðinu séu lokaðir í dag. „Við fengum annað svona neyðarskilaboð í morgun, bara vinsamlegast haldið ykkur inni, leyfið lögreglu og þeim að nota göturnar til að hjálpa.“ Svo það er bara algjört neyðarástand þarna á svæðinu? „Já eiginlega. Þetta var mjög skrítið í nótt, þegar þetta var sem verst.“ Spánn Náttúruhamfarir Veður Íslendingar erlendis Flóð í Valencia 2024 Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Petra Ósk Steinarsdóttir dýralæknanemi sem býr tíu mínútum frá Valensía-borg, segist hafa sloppið að mestu við flóðið en tekur fram að eyðilegging eftir óveðrið í nótt sé umtalsverð. Fólk á svæðinu er beðið um að tilkynna líkfundi í sérstakt símanúmer. „Ég bý fyrir norðan borgina, tíu mínútum fyrir ofan. Það versta sem var þarna, var beint fyrir neðan hana og í kringum hana. Þessir bæir sem voru að lenda verst í þessu eru sumir bara 20 mínútum frá mér. Ég er aðallega bara að sjá eftir vindinn, það er mikið af brotnum trjám. Ég er að sjá hérna í nágrenninu eyðileggingu, einn gluggi sem er brotinn. Grindverkið í garðinum mínum brotnaði. Það var bara rifið upp úr steypunni.“ Nóttin skelfileg Hún segir alla þá Íslendinga sem hún þekkir á svæðinu vera örugga. Ótrúlegt sé að sjá að staðir sem hún er vön að keyra í gegnum séu rústir einar. Nóttin hafi verið skelfileg og óraunverulegt sé að horfa upp á afleiðingar hamfaranna. „Þetta byrjaði þannig að við byrjuðum að fá neyðarskilaboð í símann frá ríkinu sem er þá bara svona sírena sem kemur í símann. Það byrjar að segja, haldið ykkur inni ekki fara neitt, og ég var að fá þannig yfir nóttina. Ég vaknaði tvisvar yfir nóttina við það að það var sírena í gangi í símanum mínum. Ég fékk svona skilaboð í nótt aftur. Fékk þá símanúmer fyrir ef maður finnur fólk sem er dáið að láta vita, því talan er núna komin yfir 50, þá virkar ekki lengur að hringja í neyðarlínuna.“ Petra stunda nám við dýralækningar.Aðsend Neyðarástand á svæðinu Petra segist eiga að halda sig inni í dag samkvæmt fyrirmælum frá stjórnvöldum. Skólar, fyrirtæki og flest allir staðir á svæðinu séu lokaðir í dag. „Við fengum annað svona neyðarskilaboð í morgun, bara vinsamlegast haldið ykkur inni, leyfið lögreglu og þeim að nota göturnar til að hjálpa.“ Svo það er bara algjört neyðarástand þarna á svæðinu? „Já eiginlega. Þetta var mjög skrítið í nótt, þegar þetta var sem verst.“
Spánn Náttúruhamfarir Veður Íslendingar erlendis Flóð í Valencia 2024 Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira