Vannærðir hermenn Kim sagðir „fallbyssufóður“ Samúel Karl Ólason skrifar 27. október 2024 10:02 Kim Jong Un og Valdimír Pútín í Pyongyang í sumar. Þar skrifuðu þeir undir varnarsáttmála sem samþykktur var af rússneska þinginu í síðustu viku. AP/Gavriil Grigorov Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir mögulegt að norðurkóreskir hermenn verði sendir á víglínuna í Úkraínu eða í Kúrsk í dag eða á morgun. Hermennirnir eru þó sagðir smávaxnir og illa búnir fyrir átök á svæðinu og varnarmálaráðherra Suður-Kóreu segir þá fallbyssufóður. Talið er að um þrjú þúsund hermenn hafi verið sendir frá Norður-Kóreu til Rússlands og að von sé á þúsundum til viðbótar. Þeir hermenn sem hafa verið sendir hafa fengið þjálfun í austurhluta Rússlands og hafa fregnir borist af því að hópar þeirra hafi þegar verið sendir til Kúrsk í Rússlandi, þar sem Úkraínumenn halda enn stórum svæðum og harðir bardagar geisa. Samkvæmt heimildum Wall Street Journal virðast þeir hermenn sem sendir hafa verið frá Norður-Kóreu til Rússlands ungir. Þeir eru sagðir vera táningar eða rétt rúmlega tvítugir, að mestu, og líklegt þykir að tiltölulega stutt sé síðan þeir hófu herkvaðningu. Þá eru þeir einnig sagðir stuttir og smáir, sem endurspegli umfangsmikla vannæringu í Norður-Kóreu, og hafa þeir líklegast aldrei áður farið út fyrir landamæri einræðisríkisins. Mennirnir eru sagðir hafa fengið sérsveitarþjálfun í Norður-Kóreu, en sérfræðingar segja hana snúast um að ráða menn af dögum og skemma innviði í fjalllendi Suður-Kóreu. Erfitt sé að bera þær aðstæður saman við skotgrafahernaðinn í Úkraínu og í Kúrsk. Vill aðgerðir frá bakhjörlum Í færslu sem hann birti á Telegram í gærkvöldi segir Selenskí að það að Úkraínumenn þurfi líklega að berjast við hermenn frá Norður-Kóreu, sé til marks um að án „sterkra ákvarðana“ frá bakhjörlum Úkraínu muni Vladimír Pútín, forseti Rússlands, „fjárfesta enn frekar í ógn“. Leyniþjónusta Úkraínu (GUR) hefur gefið út að norðurkóreskir hermenn hafi sést í Kúrsk á miðvikudaginn. Þá sagði forsætisráðherra Hollands á föstudaginn að upplýsingar sem hann hefði frá leyniþjónustu landsins benti til þess að norðurkóresku hermennirnir yrðu líklega sendir til Kúrsk. Úkraínskur hermaður í Kúrsk-héraði.AP/Varnarmálaráðuneyti Rússlands Dulbúnir sem rússneskir Kim Yong Hyun, varnarmálaráðherra Suður-Kóreu, lýsti hermönnunum norðurkóresku í samtali við þingmenn í vikunni sem „fallbyssufóðri“. Sakaði hann Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, um að selja her sinn sem málaliða til notkunar í ólöglegu innrásarstríði. „Yfirleitt þegar hermenn eru sendir erlendis, halda þeir yfirmönnum sínum og skipanakeðju auk þess sem þeir klæðast stoltir einkennisbúningi sínum,“ sagði varnarmálaráðherrann, samkvæmt Yonhap fréttaveitunni. Hann sagði norðurkóreska hermenn vera dulbúna sem rússneska og að þeir heyrðu undir rússneska herforingja. „Við teljum þá lítið annað en fallbyssufóðurs-málaliða.“ Hann sagði einnig að erfitt væri að segja til um hver hermennirnir væru í Rússlandi, þar sem þeim hefði verið dreift og tók fram að auk þeirra um tíu þúsund hermanna sem senda ætti til Rússlands á þessu ári, gætu fleiri verið sendir á næsta ári. Um 26 milljónir manna búa í Norður-Kóreu en talið er að um þriðjungur þjóðarinnar sé annað hvort starfandi í her landsins eða varaliði. Allir menn þurfa að sinna herskyldu í átta til tíu ár og konur í fimm ár. Sendinefnd á leið til Brussel Sendinefnd embættismanna, herforingja og starfsmanna leyniþjónusta Suður-Kóreu mun í vikunni heimsækja Brussel að beiðni Mark Rutte, nýs framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, og segja leiðtogum frá norðurkóresku hermönnunum í Rússlandi og auknu hernaðarsamstarfi Rússlands og Norður-Kóreu. Yonhap segir að þeir muni mæta til Brussel á morgun. Auk þess að ræða Norður-Kóreu og Rússland, stendur mögulega einnig til að ræða aukinn stuðning ríkisstjórnar Suður-Kóreu við Úkraínumenn. Suður-Kórea er einn stærsti vopnaframleiðandi heims en ríkið hefur hingað til ekki viljað senda hergögn til Úkraínu, þrátt fyrir áköll um slíkt frá bakhjörlum Úkraínu eins og Bandaríkjamönnum. Kóreumenn hafa þó selt bandamönnum Úkraínumanna, eins og Pólverjum mikið magn hergagna á undanförnum árum. Einn sérfræðingur sem ræddi við WSJ segir mögulegt að Kim Jong Un vilji sjá viðbrögð alþjóðasamfélagsins við hermannaflutningunum. Mögulegt sé að hann sendi betri hermenn í framhaldinu, falli viðbrögðin í kramið hjá honum. Neituðu fyrst en sögðu málið svo ekki koma neinum við Ráðamenn í Rússlandi sögðu í fyrstu að fregnir af norðurkóreskum hermönnum í Rússlandi væru rangar. Seinna meir hættu þeir að þræta fyrir þá en staðfestu flutningana ekki. Á föstudaginn sagði Vladimír Pútín, forseti Rússlands, svo að það kæmi engum öðrum við hvort Rússar notuðu hermenn frá Norður-Kóreu eða ekki. Hópur mótmælenda fyrir utan skrifstofu forsetaembættis Suður-Kóreu. Fólkið var að mótmæla mögulegum vopnasendingum til Úkraínu.AP/Ahn Young-joon Utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu sendi einnig út yfirlýsingu á föstudaginn þar sem fram kom að ef hermenn hefðu verið sendir frá Norður-Kóreu til Rússlands væri það í samræmi við alþjóðalög. Hermannaflutningarnir brjóta þó gegn samþykktum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Samþykktum sem Rússar, sem eru með fast sæti í ráðinu og neitunarvald, samþykktu. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Norður-Kórea Suður-Kórea Hernaður Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Talið er að um þrjú þúsund hermenn hafi verið sendir frá Norður-Kóreu til Rússlands og að von sé á þúsundum til viðbótar. Þeir hermenn sem hafa verið sendir hafa fengið þjálfun í austurhluta Rússlands og hafa fregnir borist af því að hópar þeirra hafi þegar verið sendir til Kúrsk í Rússlandi, þar sem Úkraínumenn halda enn stórum svæðum og harðir bardagar geisa. Samkvæmt heimildum Wall Street Journal virðast þeir hermenn sem sendir hafa verið frá Norður-Kóreu til Rússlands ungir. Þeir eru sagðir vera táningar eða rétt rúmlega tvítugir, að mestu, og líklegt þykir að tiltölulega stutt sé síðan þeir hófu herkvaðningu. Þá eru þeir einnig sagðir stuttir og smáir, sem endurspegli umfangsmikla vannæringu í Norður-Kóreu, og hafa þeir líklegast aldrei áður farið út fyrir landamæri einræðisríkisins. Mennirnir eru sagðir hafa fengið sérsveitarþjálfun í Norður-Kóreu, en sérfræðingar segja hana snúast um að ráða menn af dögum og skemma innviði í fjalllendi Suður-Kóreu. Erfitt sé að bera þær aðstæður saman við skotgrafahernaðinn í Úkraínu og í Kúrsk. Vill aðgerðir frá bakhjörlum Í færslu sem hann birti á Telegram í gærkvöldi segir Selenskí að það að Úkraínumenn þurfi líklega að berjast við hermenn frá Norður-Kóreu, sé til marks um að án „sterkra ákvarðana“ frá bakhjörlum Úkraínu muni Vladimír Pútín, forseti Rússlands, „fjárfesta enn frekar í ógn“. Leyniþjónusta Úkraínu (GUR) hefur gefið út að norðurkóreskir hermenn hafi sést í Kúrsk á miðvikudaginn. Þá sagði forsætisráðherra Hollands á föstudaginn að upplýsingar sem hann hefði frá leyniþjónustu landsins benti til þess að norðurkóresku hermennirnir yrðu líklega sendir til Kúrsk. Úkraínskur hermaður í Kúrsk-héraði.AP/Varnarmálaráðuneyti Rússlands Dulbúnir sem rússneskir Kim Yong Hyun, varnarmálaráðherra Suður-Kóreu, lýsti hermönnunum norðurkóresku í samtali við þingmenn í vikunni sem „fallbyssufóðri“. Sakaði hann Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, um að selja her sinn sem málaliða til notkunar í ólöglegu innrásarstríði. „Yfirleitt þegar hermenn eru sendir erlendis, halda þeir yfirmönnum sínum og skipanakeðju auk þess sem þeir klæðast stoltir einkennisbúningi sínum,“ sagði varnarmálaráðherrann, samkvæmt Yonhap fréttaveitunni. Hann sagði norðurkóreska hermenn vera dulbúna sem rússneska og að þeir heyrðu undir rússneska herforingja. „Við teljum þá lítið annað en fallbyssufóðurs-málaliða.“ Hann sagði einnig að erfitt væri að segja til um hver hermennirnir væru í Rússlandi, þar sem þeim hefði verið dreift og tók fram að auk þeirra um tíu þúsund hermanna sem senda ætti til Rússlands á þessu ári, gætu fleiri verið sendir á næsta ári. Um 26 milljónir manna búa í Norður-Kóreu en talið er að um þriðjungur þjóðarinnar sé annað hvort starfandi í her landsins eða varaliði. Allir menn þurfa að sinna herskyldu í átta til tíu ár og konur í fimm ár. Sendinefnd á leið til Brussel Sendinefnd embættismanna, herforingja og starfsmanna leyniþjónusta Suður-Kóreu mun í vikunni heimsækja Brussel að beiðni Mark Rutte, nýs framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, og segja leiðtogum frá norðurkóresku hermönnunum í Rússlandi og auknu hernaðarsamstarfi Rússlands og Norður-Kóreu. Yonhap segir að þeir muni mæta til Brussel á morgun. Auk þess að ræða Norður-Kóreu og Rússland, stendur mögulega einnig til að ræða aukinn stuðning ríkisstjórnar Suður-Kóreu við Úkraínumenn. Suður-Kórea er einn stærsti vopnaframleiðandi heims en ríkið hefur hingað til ekki viljað senda hergögn til Úkraínu, þrátt fyrir áköll um slíkt frá bakhjörlum Úkraínu eins og Bandaríkjamönnum. Kóreumenn hafa þó selt bandamönnum Úkraínumanna, eins og Pólverjum mikið magn hergagna á undanförnum árum. Einn sérfræðingur sem ræddi við WSJ segir mögulegt að Kim Jong Un vilji sjá viðbrögð alþjóðasamfélagsins við hermannaflutningunum. Mögulegt sé að hann sendi betri hermenn í framhaldinu, falli viðbrögðin í kramið hjá honum. Neituðu fyrst en sögðu málið svo ekki koma neinum við Ráðamenn í Rússlandi sögðu í fyrstu að fregnir af norðurkóreskum hermönnum í Rússlandi væru rangar. Seinna meir hættu þeir að þræta fyrir þá en staðfestu flutningana ekki. Á föstudaginn sagði Vladimír Pútín, forseti Rússlands, svo að það kæmi engum öðrum við hvort Rússar notuðu hermenn frá Norður-Kóreu eða ekki. Hópur mótmælenda fyrir utan skrifstofu forsetaembættis Suður-Kóreu. Fólkið var að mótmæla mögulegum vopnasendingum til Úkraínu.AP/Ahn Young-joon Utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu sendi einnig út yfirlýsingu á föstudaginn þar sem fram kom að ef hermenn hefðu verið sendir frá Norður-Kóreu til Rússlands væri það í samræmi við alþjóðalög. Hermannaflutningarnir brjóta þó gegn samþykktum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Samþykktum sem Rússar, sem eru með fast sæti í ráðinu og neitunarvald, samþykktu.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Norður-Kórea Suður-Kórea Hernaður Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira