Stýrivextir ná sögulegu hámarki í Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2024 11:53 Verðlag hefur hækkað mjög í Rússlandi á milli ára. AP/Dmitri Lovetsky Stjórn seðlabanka Rússlands ákvað í morgun að hækka stýrivexti þar í landi um tvö prósentustig, eða úr nítján prósentum í 21 prósent. Líklegt er að þeir verði hækkaðir meira í desember. Moscow Times segir sérfræðinga hafa búist við eins prósentustigs hækkun, þar sem verðbólga er enn mjög mikil og vaxandi í Rússlandi, en að tvö prósentustig hafi komið á óvart. Stýrivextir hafa ítrekað verið hækkaðir á þessu ári. Þá segir stjórnin þörf á frekari aðgerðum til að sporna gegn verðbólgu. Í yfirlýsingu frá stjórn seðlabankans segir einnig að atvinnuleysi sé gífurlega lítið og að víða í hagkerfinu sé skortur á vinnuafli. Laun hafi því hækkað umfram framleiðni. Samkvæmt frétt RIA fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins, hafa stýrivextir ekki verið hærri í Rússlandi frá árinu 2013. Þeir voru tuttugu prósent í febrúar 2022. Næsta ákvörðun um stýrivexti verður tekin í desember og er mögulegt að vextirnir verði hækkaðir enn meira þá. Russia's Central Bank hikes its key rate to 21%.It's the highest rate of the Putin era.https://t.co/PuptHPoM9v pic.twitter.com/DpD0NpsqiA— Janis Kluge (@jakluge) October 25, 2024 Hærri stýrivextir ólíklegir til árangurs Verðlag í Rússlandi hækkaði um 9,8 prósent í september, borið saman við september í fyrra, en í ágúst var sama hækkun 7,5 prósent. Verðbólga var 9,1 prósent í september og 7,7 prósent í ágúst. Rússland hefur verið beitt umfangsmiklum refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum vegna innrásarinnar í Úkraínu og á sama tíma hafa útgjöld til varnarmála og hergagnaframleiðslu aukist til muna. Áætlað er að útgjöldin þetta árið verði nærri því níu prósent af vergri landsframleiðslu Rússlands á, sem er hlutfall sem hefur ekki sést frá dögum Sovétríkjanna, samkvæmt frétt Moscow Times. Þá hefur miðilinn eftir sérfræðingum að þar sem aukin eyðsla er að svo miklu leyti keyrð áfram af ríkinu, sem er ekki jafn bundið stýrivöxtum og aðrir, séu vextirnir ekki mjög skilvirkt tól gegn verðbólgu. Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Musk sagður í reglulegum samskiptum við Pútín Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur átt í reglulegum samskiptum við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á undanförnum árum. Þeir eru meðal annars sagðir hafa rætt um persónuleg málefni, viðskiptatengd mál og alþjóðleg deilumál. 25. október 2024 09:44 Neitar ekki liðsstyrk frá Norður-Kóreu Vladimir Pútín Rússlandsforseti neitaði því ekki á blaðamannafundi í gær að stjórnvöld í Norður-Kóreu hefðu sent um 3.000 hermenn til Rússlands. 25. október 2024 06:53 Hótar því að banna georgísku stjórnarandstöðuna Stofnandi Georgíska draumsins, stjórnarflokks Georgíu, ítrekaði í gær hótanir sínar um að banna stjórnarandstöðuflokkana vinni flokkur hans sigur í þingkosningum um helgina. Niðurstöður þeirra ráða því hvort Georgía leiti aftur í faðm Rússlands eða efli tengslin til vesturs. 24. október 2024 09:03 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Moscow Times segir sérfræðinga hafa búist við eins prósentustigs hækkun, þar sem verðbólga er enn mjög mikil og vaxandi í Rússlandi, en að tvö prósentustig hafi komið á óvart. Stýrivextir hafa ítrekað verið hækkaðir á þessu ári. Þá segir stjórnin þörf á frekari aðgerðum til að sporna gegn verðbólgu. Í yfirlýsingu frá stjórn seðlabankans segir einnig að atvinnuleysi sé gífurlega lítið og að víða í hagkerfinu sé skortur á vinnuafli. Laun hafi því hækkað umfram framleiðni. Samkvæmt frétt RIA fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins, hafa stýrivextir ekki verið hærri í Rússlandi frá árinu 2013. Þeir voru tuttugu prósent í febrúar 2022. Næsta ákvörðun um stýrivexti verður tekin í desember og er mögulegt að vextirnir verði hækkaðir enn meira þá. Russia's Central Bank hikes its key rate to 21%.It's the highest rate of the Putin era.https://t.co/PuptHPoM9v pic.twitter.com/DpD0NpsqiA— Janis Kluge (@jakluge) October 25, 2024 Hærri stýrivextir ólíklegir til árangurs Verðlag í Rússlandi hækkaði um 9,8 prósent í september, borið saman við september í fyrra, en í ágúst var sama hækkun 7,5 prósent. Verðbólga var 9,1 prósent í september og 7,7 prósent í ágúst. Rússland hefur verið beitt umfangsmiklum refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum vegna innrásarinnar í Úkraínu og á sama tíma hafa útgjöld til varnarmála og hergagnaframleiðslu aukist til muna. Áætlað er að útgjöldin þetta árið verði nærri því níu prósent af vergri landsframleiðslu Rússlands á, sem er hlutfall sem hefur ekki sést frá dögum Sovétríkjanna, samkvæmt frétt Moscow Times. Þá hefur miðilinn eftir sérfræðingum að þar sem aukin eyðsla er að svo miklu leyti keyrð áfram af ríkinu, sem er ekki jafn bundið stýrivöxtum og aðrir, séu vextirnir ekki mjög skilvirkt tól gegn verðbólgu.
Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Musk sagður í reglulegum samskiptum við Pútín Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur átt í reglulegum samskiptum við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á undanförnum árum. Þeir eru meðal annars sagðir hafa rætt um persónuleg málefni, viðskiptatengd mál og alþjóðleg deilumál. 25. október 2024 09:44 Neitar ekki liðsstyrk frá Norður-Kóreu Vladimir Pútín Rússlandsforseti neitaði því ekki á blaðamannafundi í gær að stjórnvöld í Norður-Kóreu hefðu sent um 3.000 hermenn til Rússlands. 25. október 2024 06:53 Hótar því að banna georgísku stjórnarandstöðuna Stofnandi Georgíska draumsins, stjórnarflokks Georgíu, ítrekaði í gær hótanir sínar um að banna stjórnarandstöðuflokkana vinni flokkur hans sigur í þingkosningum um helgina. Niðurstöður þeirra ráða því hvort Georgía leiti aftur í faðm Rússlands eða efli tengslin til vesturs. 24. október 2024 09:03 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Musk sagður í reglulegum samskiptum við Pútín Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur átt í reglulegum samskiptum við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á undanförnum árum. Þeir eru meðal annars sagðir hafa rætt um persónuleg málefni, viðskiptatengd mál og alþjóðleg deilumál. 25. október 2024 09:44
Neitar ekki liðsstyrk frá Norður-Kóreu Vladimir Pútín Rússlandsforseti neitaði því ekki á blaðamannafundi í gær að stjórnvöld í Norður-Kóreu hefðu sent um 3.000 hermenn til Rússlands. 25. október 2024 06:53
Hótar því að banna georgísku stjórnarandstöðuna Stofnandi Georgíska draumsins, stjórnarflokks Georgíu, ítrekaði í gær hótanir sínar um að banna stjórnarandstöðuflokkana vinni flokkur hans sigur í þingkosningum um helgina. Niðurstöður þeirra ráða því hvort Georgía leiti aftur í faðm Rússlands eða efli tengslin til vesturs. 24. október 2024 09:03