„Einstök sýning“ á getu Bandaríkjanna í loftárásum Samúel Karl Ólason skrifar 17. október 2024 11:35 B-2 Spirit eru dýrustu sprengjuþotur heims. Þær eru hannaðar til að sjást illa á ratsjám og geta borið kjarnorkuvopn. AP/Whitney Erhart Tvær B-2 sprengjuflugvélar voru í nótt notaðar til að varpa sprengjum á neðanjarðarbyrgi Húta í Jemen. Sprengjuflugvélarnar búa yfir tækni sem gerir erfitt að sjá þær á ratsjám og eru meðal háþróuðustu herflugvéla heims. Þetta er í fyrsta sinn sem vitað er til þess að þær séu notaðar gegn Hútum. Tvær B-2 voru notaðar til að varpa sprengjum á fimm skotmörk í Jemen. Í yfirlýsingu frá Llaoyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að um hafi verið að ræða fimm styrkt neðanjarðarbyrgi sem Hútar hafi notað sem vopnageymslur. „Þetta var einstök sýning á getu Bandaríkjanna í að gera árásir á skotmörk sem andstæðingar okkar vilja halda utan færis, sama hversu djúpt þau skotmörk eru niður grafin eða styrkt,“ segir Austin í yfirlýsingunni. Ráðherrann segir einnig að yfirvöld Í Bandaríkjunum muni ekki hika við að verja líf Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra og tryggja siglingafrelsi. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að fréttamiðlar Húta hafi sagt frá loftárásum nærri Sanaa, höfuðborg Jemen, og nærri Saada, en engar upplýsingar liggi fyrir um hvernig loftárásirnar heppnuðust. Í annarri yfirlýsingu frá yfirmönnum herafla Bandaríkjanna á svæðinu, segir að umræddar vopnageymslur hafi hýst vopn sem notuð hafi verið gegn herskipum og fraktskipum á Rauðahafi og Adenflóa. Þá segir einni að verið sé að leggja mat á skemmdirnar sem árásirnar ollu og að ekkert bendi til mannfalls meðal óbreyttra borgara. U.S. Central Command Conducts Multiple Strikes on Underground Iran-Backed Houthi Weapons Facilities pic.twitter.com/6YjQRVFvSD— U.S. Central Command (@CENTCOM) October 17, 2024 Loftárásirnar hafi verið gerðar til að draga úr getu Húta til að gera fleiri árásir og auka öryggi áhafna skipa sem siglt er þar um og bandamanna Bandaríkjanna á svæðinu. Er þar verið að vísa til Ísrael. Frá því hernaður Ísraela gegn Hamas á Gasaströndinni hófst í október í fyrra hafa Hútar, sem njóta stuðnings frá Íran eins og Hamas og Hezbollah í Líbanon, gert ítrekaðar dróna- og eldflaugaárásir á fraktskip og herskip á Rauðahafi. Sjá einnig: Hútar vilja háþróaðar stýriflaugar frá Rússum Hútar hafa skotið á að minnsta kosti áttatíu skip, hertekið eitt fraktskip, sökkt tveimur og banað fjórum sjómönnum í þessum árásum. Þeir hafa einni skotið eldflaugum að Ísrael á undanförnum mánuðum, sem hefur verið svarað með loftárásum frá Ísrael. Sjá einnig: Ísrael gerir loftárásir á Jemen Notkun B-2 sprengjuvélanna er talið eiga einnig að senda klerkastjórn Íran skilaboð. Slíkar herþotur yrðu notaðar til árása á kjarnorkustöðvar í Íran, þar sem þær eru einu sprengjuvélarnar sem geta varpað sprengjum sem kallast GBU-57 og eru sérstaklega hannaðar til að granda styrktum neðanjarðarbyrgjum djúpt í jörðu. Greinendastofnunin International Institute for Strategic Studies, eða IISS, birti í apríl greiningu um að Hútar notuðust við gömul neðanjarðarbyrgi sem byggð hefur verið nærri Sanaa af einræðisherranum Ali Abdullah Saleh, þegar hann stjórnaði Jemen í 33 ár. Þessi byrgi og göng, sem hefðu á árum áður hýst Scud-stýriflaugar, hefðu verið gerðar upp af Hútum. Þeir hafi sömuleiðis grafið eigin göng og byrgi nærri Saada. Jemen Bandaríkin Hernaður Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Íran Tengdar fréttir „Sölumaður dauðans“ aftur í vopnasölu Viktor Bout, alræmdur vopnasali sem gekk lengi undir nafninu „Sölumaður dauðans“ er aftur farinn að selja vopn, tæpum tveimur árum eftir að honum var sleppt úr fangelsi í Bandaríkjunum. Honum var sleppt í fangaskiptum en Rússar slepptu þá körfuboltakonunni Brittney Griner, sem hafði verið dæmd í níu ára fangelsi fyrir að vera með smávægilegt magn af hassolíu í farangri sínum. 7. október 2024 20:03 Netanyahu heitir hefndum Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels, segir að Íran hafi gert mikil mistök í kvöld, og muni gjalda þess. Þetta sagði hann á fundi öryggisráðs Ísrael í Jerúsalem skömmu eftir árásina. 1. október 2024 23:23 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn sem vitað er til þess að þær séu notaðar gegn Hútum. Tvær B-2 voru notaðar til að varpa sprengjum á fimm skotmörk í Jemen. Í yfirlýsingu frá Llaoyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að um hafi verið að ræða fimm styrkt neðanjarðarbyrgi sem Hútar hafi notað sem vopnageymslur. „Þetta var einstök sýning á getu Bandaríkjanna í að gera árásir á skotmörk sem andstæðingar okkar vilja halda utan færis, sama hversu djúpt þau skotmörk eru niður grafin eða styrkt,“ segir Austin í yfirlýsingunni. Ráðherrann segir einnig að yfirvöld Í Bandaríkjunum muni ekki hika við að verja líf Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra og tryggja siglingafrelsi. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að fréttamiðlar Húta hafi sagt frá loftárásum nærri Sanaa, höfuðborg Jemen, og nærri Saada, en engar upplýsingar liggi fyrir um hvernig loftárásirnar heppnuðust. Í annarri yfirlýsingu frá yfirmönnum herafla Bandaríkjanna á svæðinu, segir að umræddar vopnageymslur hafi hýst vopn sem notuð hafi verið gegn herskipum og fraktskipum á Rauðahafi og Adenflóa. Þá segir einni að verið sé að leggja mat á skemmdirnar sem árásirnar ollu og að ekkert bendi til mannfalls meðal óbreyttra borgara. U.S. Central Command Conducts Multiple Strikes on Underground Iran-Backed Houthi Weapons Facilities pic.twitter.com/6YjQRVFvSD— U.S. Central Command (@CENTCOM) October 17, 2024 Loftárásirnar hafi verið gerðar til að draga úr getu Húta til að gera fleiri árásir og auka öryggi áhafna skipa sem siglt er þar um og bandamanna Bandaríkjanna á svæðinu. Er þar verið að vísa til Ísrael. Frá því hernaður Ísraela gegn Hamas á Gasaströndinni hófst í október í fyrra hafa Hútar, sem njóta stuðnings frá Íran eins og Hamas og Hezbollah í Líbanon, gert ítrekaðar dróna- og eldflaugaárásir á fraktskip og herskip á Rauðahafi. Sjá einnig: Hútar vilja háþróaðar stýriflaugar frá Rússum Hútar hafa skotið á að minnsta kosti áttatíu skip, hertekið eitt fraktskip, sökkt tveimur og banað fjórum sjómönnum í þessum árásum. Þeir hafa einni skotið eldflaugum að Ísrael á undanförnum mánuðum, sem hefur verið svarað með loftárásum frá Ísrael. Sjá einnig: Ísrael gerir loftárásir á Jemen Notkun B-2 sprengjuvélanna er talið eiga einnig að senda klerkastjórn Íran skilaboð. Slíkar herþotur yrðu notaðar til árása á kjarnorkustöðvar í Íran, þar sem þær eru einu sprengjuvélarnar sem geta varpað sprengjum sem kallast GBU-57 og eru sérstaklega hannaðar til að granda styrktum neðanjarðarbyrgjum djúpt í jörðu. Greinendastofnunin International Institute for Strategic Studies, eða IISS, birti í apríl greiningu um að Hútar notuðust við gömul neðanjarðarbyrgi sem byggð hefur verið nærri Sanaa af einræðisherranum Ali Abdullah Saleh, þegar hann stjórnaði Jemen í 33 ár. Þessi byrgi og göng, sem hefðu á árum áður hýst Scud-stýriflaugar, hefðu verið gerðar upp af Hútum. Þeir hafi sömuleiðis grafið eigin göng og byrgi nærri Saada.
Jemen Bandaríkin Hernaður Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Íran Tengdar fréttir „Sölumaður dauðans“ aftur í vopnasölu Viktor Bout, alræmdur vopnasali sem gekk lengi undir nafninu „Sölumaður dauðans“ er aftur farinn að selja vopn, tæpum tveimur árum eftir að honum var sleppt úr fangelsi í Bandaríkjunum. Honum var sleppt í fangaskiptum en Rússar slepptu þá körfuboltakonunni Brittney Griner, sem hafði verið dæmd í níu ára fangelsi fyrir að vera með smávægilegt magn af hassolíu í farangri sínum. 7. október 2024 20:03 Netanyahu heitir hefndum Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels, segir að Íran hafi gert mikil mistök í kvöld, og muni gjalda þess. Þetta sagði hann á fundi öryggisráðs Ísrael í Jerúsalem skömmu eftir árásina. 1. október 2024 23:23 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
„Sölumaður dauðans“ aftur í vopnasölu Viktor Bout, alræmdur vopnasali sem gekk lengi undir nafninu „Sölumaður dauðans“ er aftur farinn að selja vopn, tæpum tveimur árum eftir að honum var sleppt úr fangelsi í Bandaríkjunum. Honum var sleppt í fangaskiptum en Rússar slepptu þá körfuboltakonunni Brittney Griner, sem hafði verið dæmd í níu ára fangelsi fyrir að vera með smávægilegt magn af hassolíu í farangri sínum. 7. október 2024 20:03
Netanyahu heitir hefndum Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels, segir að Íran hafi gert mikil mistök í kvöld, og muni gjalda þess. Þetta sagði hann á fundi öryggisráðs Ísrael í Jerúsalem skömmu eftir árásina. 1. október 2024 23:23