„Sölumaður dauðans“ aftur í vopnasölu Samúel Karl Ólason skrifar 7. október 2024 20:03 Viktor Bout, situr á þingi í Rússlandi en hann stundaði á árum áður umfangsmikla vopnasölu um heiminn allan. Getty/Boris Alekseev Viktor Bout, alræmdur vopnasali sem gekk lengi undir nafninu „Sölumaður dauðans“ er aftur farinn að selja vopn, tæpum tveimur árum eftir að honum var sleppt úr fangelsi í Bandaríkjunum. Honum var sleppt í fangaskiptum en Rússar slepptu þá körfuboltakonunni Brittney Griner, sem hafði verið dæmd í níu ára fangelsi fyrir að vera með smávægilegt magn af hassolíu í farangri sínum. Samkvæmt heimildum Wall Street Journal hefur Bout átt í viðræðum við erindreka frá Hútum um kaup á vopnum frá Rússlandi. Bout, sem er 57 ára gamall, seldi í áratugi vopn frá árum Sovétríkjanna til ríkisstjórna og einræðisherra í Afríku, Suður-Ameríku og Mið-Austurlöndum. Ferill hans er sagður hafa verið kveikjan að handriti myndarinnar Lord of War, með Nicolas Cage í aðalhlutverki. Hann var handtekinn í Taílandi árið 2008 og dæmdur í fangelsi í Bandaríkjunum árið 2012, meðal annars fyrir umfangsmikla vopnasölu og brot gegn refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum. Eins og áður segir var honum svo sleppt úr fangelsi í fangaskiptum árið 2022. Sjá einnig: Griner sleppt úr fangelsi í skiptum fyrir alræmdan vopnasala Síðan honum var sleppt úr fangelsi hefur Bout gengið til liðs við hægri stjórnmálaflokk í Rússlandi og vann hann þingsæti árið 2023. Þegar erindrekar frá Hútum ferðuðust til Moskvu í ágúst, til að ræða kaup á vopnum fyrir um tíu milljónir dala hittu þeir Bout, samkvæmt WSJ, og hefur hann komið að viðræðunum en ekki liggur fyrir hvort það sé fyrir hönd yfirvalda í Rússlandi eða eingöngu með samþykki þeirra. Í frétt WSJ segir óljóst hvort viðræður Bout við Húta tengist viðleitni hópsins til að fá háþróaðar stýriflaugar frá Rússum. Ekkert bendi til þess að slíkar flaugar hafi verið sendar til Jemen. Þess í stað eru Hútar sagðir vilja kaupa AK-74 riffla og skotfæri, auk eldflauga sem hannaðar eru til að granda skriðdrekum og flugvélum. Sjá einnig: Hútar vilja háþróaðar stýriflaugar frá Rússum Í viðtali við TASS, rússneska fréttaveitu í eigu ríkisins, segir Bout vera WSJ vera „smellubeitu“. Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútin, forseta Rússlands, slær á svipaða strengi. Eins og bent er á í grein WSJ segir Bout ekkert um það hvort hann sé aftur farinn að starfa við vopnasölu. Steve Zissou, lögmaður Bout í Bandaríkjunum, neitaði að segja hvort skjólstæðingur sinn hefði hitt Húta. „Viktor Bout hefur ekki komið að flutningaiðnaðinum í rúm tuttugu ár. En ef ríkisstjórn Rússlands hefur heimilað honum að koma að vopnasendingum til andstæðinga Bandaríkjanna, væri það ekkert öðruvísi en það að yfirvöld Bandaríkjanna sendi vopn og gereyðingarvopn til andstæðinga Rússlands eins og þeir hafa gert í Úkraínu.“ Rússland Jemen Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Samkvæmt heimildum Wall Street Journal hefur Bout átt í viðræðum við erindreka frá Hútum um kaup á vopnum frá Rússlandi. Bout, sem er 57 ára gamall, seldi í áratugi vopn frá árum Sovétríkjanna til ríkisstjórna og einræðisherra í Afríku, Suður-Ameríku og Mið-Austurlöndum. Ferill hans er sagður hafa verið kveikjan að handriti myndarinnar Lord of War, með Nicolas Cage í aðalhlutverki. Hann var handtekinn í Taílandi árið 2008 og dæmdur í fangelsi í Bandaríkjunum árið 2012, meðal annars fyrir umfangsmikla vopnasölu og brot gegn refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum. Eins og áður segir var honum svo sleppt úr fangelsi í fangaskiptum árið 2022. Sjá einnig: Griner sleppt úr fangelsi í skiptum fyrir alræmdan vopnasala Síðan honum var sleppt úr fangelsi hefur Bout gengið til liðs við hægri stjórnmálaflokk í Rússlandi og vann hann þingsæti árið 2023. Þegar erindrekar frá Hútum ferðuðust til Moskvu í ágúst, til að ræða kaup á vopnum fyrir um tíu milljónir dala hittu þeir Bout, samkvæmt WSJ, og hefur hann komið að viðræðunum en ekki liggur fyrir hvort það sé fyrir hönd yfirvalda í Rússlandi eða eingöngu með samþykki þeirra. Í frétt WSJ segir óljóst hvort viðræður Bout við Húta tengist viðleitni hópsins til að fá háþróaðar stýriflaugar frá Rússum. Ekkert bendi til þess að slíkar flaugar hafi verið sendar til Jemen. Þess í stað eru Hútar sagðir vilja kaupa AK-74 riffla og skotfæri, auk eldflauga sem hannaðar eru til að granda skriðdrekum og flugvélum. Sjá einnig: Hútar vilja háþróaðar stýriflaugar frá Rússum Í viðtali við TASS, rússneska fréttaveitu í eigu ríkisins, segir Bout vera WSJ vera „smellubeitu“. Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútin, forseta Rússlands, slær á svipaða strengi. Eins og bent er á í grein WSJ segir Bout ekkert um það hvort hann sé aftur farinn að starfa við vopnasölu. Steve Zissou, lögmaður Bout í Bandaríkjunum, neitaði að segja hvort skjólstæðingur sinn hefði hitt Húta. „Viktor Bout hefur ekki komið að flutningaiðnaðinum í rúm tuttugu ár. En ef ríkisstjórn Rússlands hefur heimilað honum að koma að vopnasendingum til andstæðinga Bandaríkjanna, væri það ekkert öðruvísi en það að yfirvöld Bandaríkjanna sendi vopn og gereyðingarvopn til andstæðinga Rússlands eins og þeir hafa gert í Úkraínu.“
Rússland Jemen Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent