Bein útsending: Opinbera fyrstu nýju sprengjuvélina í þrjátíu ár Samúel Karl Ólason skrifar 2. desember 2022 21:00 Tölvuteiknuð mynd af B-21 Raider huldusprengjuvélinni. AP/Flugher Bandaríkjanna Flugher Bandaríkjanna ætlar að opinbera nýja kynslóð huldusprengjuvéla í næstu viku en þær eru meðal annars hannaðar til að bera kjarnorkuvopn. Sprengjuvélarnar kallast B-21 Raider og eiga að leysa hinar víðþekktu vélar B-2 Spirit af hólmi. B-21 verður fyrsta nýja sprengjuvél Bandaríkjanna í rúm þrjátíu ár en burðir hennar og hönnun eru að nánast öllu leyti ríkisleyndarmál, samkvæmt AP fréttaveitunni. Í nótt stendur þó til að sýna almenningi í fyrsta sinn hvernig sprengjuvélarnar munu líta út. Þessar nýju huldusprengjuvélar eru liður í áætlun Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna sem snýr að nýtímavæðingu þess hluta herafla Bandaríkjanna sem kemur að kjarnorkuvopnum ríkisins. Samkvæmt þeirri áætlun er einnig verið að gera breytingar á langdrægum eldflaugum Bandaríkjanna sem geta borið kjarnorkuvopn og kjarnorkukafbátum. Áhugasamir geta horft á afhjúpun sprengjuvélarinnar í spilaranum hér að neðan. Útsendingin hefst klukkan eitt í nótt. Áætlunin er til komin vegna mikillar hernaðaruppbyggingar í Kína og aukinna umsvifa Kínverja í vestanverðu Kyrrahafi. Sjá einnig: Sagðir ætla að þrefalda fjölda kjarnorkuvopna á næstu árum Á undanförnum árum hafa Bandaríkjamenn byrjað að gera umfangsmiklar breytingar á herafla sínum með hliðsjón af því að leggja á mun minni áherslu á hina svokölluðu baráttu gegn hryðjuverkum. Þessum breytingum er ætlað að undirbúa herafla Bandaríkjanna fyrir átök ríkja á milli. Sjá einnig: Snúa sér að Kína og Rússlandi „Við þurfum nýja sprengjuvél fyrir 21. öldina sem gerir okkur kleift að takast á við flóknari ógnir, eins og þær ógnanir sem við óttumst að við gætum staðið frammi fyrir frá Kína og Rússlandi,“ hefur AP fréttaveitan eftir Deborah Lee James, þáverandi yfirmanni flughers Bandaríkjanna, frá árinu 2015 þegar þróun B-21 Raider var opinberuð. Einn af yfirmönnum Northrop Grumman Corp., fyrirtækisins sem hannaði sprengjuvélinna, sagði að þó hún myndi líkjast hinni gömlu B-2, þá yrði Raider allt önnur vél. Hún yrði mun tæknivæddari en þær gömlu. Það er yrði þar að auki enn erfiðara að greina þær á ratsjám og þær yrðu búnar rafeindabúnaði sem gæti gert áhöfnum þeirra kleift að þykjast vera á annars konar flugvél og þannig gabba stjórnendur loftvarnarkerfa. Verið er að smíða sex sprengjuvélar en til stendur að smíða allt að hundrað. Flugvélarnar eru hannaðar þannig að hægt verður að fljúga þeim úr fjarska eins og dróna. Til stendur að fljúga fyrstu vélinni á næsta ári. AP segir ekki liggja fyrir hvað hver sprengjuvél mun kosta en á árum áður hafi forsvarsmenn flughersins gert ráð fyrir því að hver vél gæti kostað um 550 milljónir dala. Það var árið 2010 en í dag myndi vélin kosta um 753 milljónir dala. Lauslega reiknað samsvarar það rúmum hundrað milljörðum króna. Flugherinn smíðaði eingöngu 21 B-2 sprengjuflugvél en upprunalega stóð til að smíða hundrað. Bandaríkin Hernaður Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
B-21 verður fyrsta nýja sprengjuvél Bandaríkjanna í rúm þrjátíu ár en burðir hennar og hönnun eru að nánast öllu leyti ríkisleyndarmál, samkvæmt AP fréttaveitunni. Í nótt stendur þó til að sýna almenningi í fyrsta sinn hvernig sprengjuvélarnar munu líta út. Þessar nýju huldusprengjuvélar eru liður í áætlun Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna sem snýr að nýtímavæðingu þess hluta herafla Bandaríkjanna sem kemur að kjarnorkuvopnum ríkisins. Samkvæmt þeirri áætlun er einnig verið að gera breytingar á langdrægum eldflaugum Bandaríkjanna sem geta borið kjarnorkuvopn og kjarnorkukafbátum. Áhugasamir geta horft á afhjúpun sprengjuvélarinnar í spilaranum hér að neðan. Útsendingin hefst klukkan eitt í nótt. Áætlunin er til komin vegna mikillar hernaðaruppbyggingar í Kína og aukinna umsvifa Kínverja í vestanverðu Kyrrahafi. Sjá einnig: Sagðir ætla að þrefalda fjölda kjarnorkuvopna á næstu árum Á undanförnum árum hafa Bandaríkjamenn byrjað að gera umfangsmiklar breytingar á herafla sínum með hliðsjón af því að leggja á mun minni áherslu á hina svokölluðu baráttu gegn hryðjuverkum. Þessum breytingum er ætlað að undirbúa herafla Bandaríkjanna fyrir átök ríkja á milli. Sjá einnig: Snúa sér að Kína og Rússlandi „Við þurfum nýja sprengjuvél fyrir 21. öldina sem gerir okkur kleift að takast á við flóknari ógnir, eins og þær ógnanir sem við óttumst að við gætum staðið frammi fyrir frá Kína og Rússlandi,“ hefur AP fréttaveitan eftir Deborah Lee James, þáverandi yfirmanni flughers Bandaríkjanna, frá árinu 2015 þegar þróun B-21 Raider var opinberuð. Einn af yfirmönnum Northrop Grumman Corp., fyrirtækisins sem hannaði sprengjuvélinna, sagði að þó hún myndi líkjast hinni gömlu B-2, þá yrði Raider allt önnur vél. Hún yrði mun tæknivæddari en þær gömlu. Það er yrði þar að auki enn erfiðara að greina þær á ratsjám og þær yrðu búnar rafeindabúnaði sem gæti gert áhöfnum þeirra kleift að þykjast vera á annars konar flugvél og þannig gabba stjórnendur loftvarnarkerfa. Verið er að smíða sex sprengjuvélar en til stendur að smíða allt að hundrað. Flugvélarnar eru hannaðar þannig að hægt verður að fljúga þeim úr fjarska eins og dróna. Til stendur að fljúga fyrstu vélinni á næsta ári. AP segir ekki liggja fyrir hvað hver sprengjuvél mun kosta en á árum áður hafi forsvarsmenn flughersins gert ráð fyrir því að hver vél gæti kostað um 550 milljónir dala. Það var árið 2010 en í dag myndi vélin kosta um 753 milljónir dala. Lauslega reiknað samsvarar það rúmum hundrað milljörðum króna. Flugherinn smíðaði eingöngu 21 B-2 sprengjuflugvél en upprunalega stóð til að smíða hundrað.
Bandaríkin Hernaður Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira