„Einstök sýning“ á getu Bandaríkjanna í loftárásum Samúel Karl Ólason skrifar 17. október 2024 11:35 B-2 Spirit eru dýrustu sprengjuþotur heims. Þær eru hannaðar til að sjást illa á ratsjám og geta borið kjarnorkuvopn. AP/Whitney Erhart Tvær B-2 sprengjuflugvélar voru í nótt notaðar til að varpa sprengjum á neðanjarðarbyrgi Húta í Jemen. Sprengjuflugvélarnar búa yfir tækni sem gerir erfitt að sjá þær á ratsjám og eru meðal háþróuðustu herflugvéla heims. Þetta er í fyrsta sinn sem vitað er til þess að þær séu notaðar gegn Hútum. Tvær B-2 voru notaðar til að varpa sprengjum á fimm skotmörk í Jemen. Í yfirlýsingu frá Llaoyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að um hafi verið að ræða fimm styrkt neðanjarðarbyrgi sem Hútar hafi notað sem vopnageymslur. „Þetta var einstök sýning á getu Bandaríkjanna í að gera árásir á skotmörk sem andstæðingar okkar vilja halda utan færis, sama hversu djúpt þau skotmörk eru niður grafin eða styrkt,“ segir Austin í yfirlýsingunni. Ráðherrann segir einnig að yfirvöld Í Bandaríkjunum muni ekki hika við að verja líf Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra og tryggja siglingafrelsi. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að fréttamiðlar Húta hafi sagt frá loftárásum nærri Sanaa, höfuðborg Jemen, og nærri Saada, en engar upplýsingar liggi fyrir um hvernig loftárásirnar heppnuðust. Í annarri yfirlýsingu frá yfirmönnum herafla Bandaríkjanna á svæðinu, segir að umræddar vopnageymslur hafi hýst vopn sem notuð hafi verið gegn herskipum og fraktskipum á Rauðahafi og Adenflóa. Þá segir einni að verið sé að leggja mat á skemmdirnar sem árásirnar ollu og að ekkert bendi til mannfalls meðal óbreyttra borgara. U.S. Central Command Conducts Multiple Strikes on Underground Iran-Backed Houthi Weapons Facilities pic.twitter.com/6YjQRVFvSD— U.S. Central Command (@CENTCOM) October 17, 2024 Loftárásirnar hafi verið gerðar til að draga úr getu Húta til að gera fleiri árásir og auka öryggi áhafna skipa sem siglt er þar um og bandamanna Bandaríkjanna á svæðinu. Er þar verið að vísa til Ísrael. Frá því hernaður Ísraela gegn Hamas á Gasaströndinni hófst í október í fyrra hafa Hútar, sem njóta stuðnings frá Íran eins og Hamas og Hezbollah í Líbanon, gert ítrekaðar dróna- og eldflaugaárásir á fraktskip og herskip á Rauðahafi. Sjá einnig: Hútar vilja háþróaðar stýriflaugar frá Rússum Hútar hafa skotið á að minnsta kosti áttatíu skip, hertekið eitt fraktskip, sökkt tveimur og banað fjórum sjómönnum í þessum árásum. Þeir hafa einni skotið eldflaugum að Ísrael á undanförnum mánuðum, sem hefur verið svarað með loftárásum frá Ísrael. Sjá einnig: Ísrael gerir loftárásir á Jemen Notkun B-2 sprengjuvélanna er talið eiga einnig að senda klerkastjórn Íran skilaboð. Slíkar herþotur yrðu notaðar til árása á kjarnorkustöðvar í Íran, þar sem þær eru einu sprengjuvélarnar sem geta varpað sprengjum sem kallast GBU-57 og eru sérstaklega hannaðar til að granda styrktum neðanjarðarbyrgjum djúpt í jörðu. Greinendastofnunin International Institute for Strategic Studies, eða IISS, birti í apríl greiningu um að Hútar notuðust við gömul neðanjarðarbyrgi sem byggð hefur verið nærri Sanaa af einræðisherranum Ali Abdullah Saleh, þegar hann stjórnaði Jemen í 33 ár. Þessi byrgi og göng, sem hefðu á árum áður hýst Scud-stýriflaugar, hefðu verið gerðar upp af Hútum. Þeir hafi sömuleiðis grafið eigin göng og byrgi nærri Saada. Jemen Bandaríkin Hernaður Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Íran Tengdar fréttir „Sölumaður dauðans“ aftur í vopnasölu Viktor Bout, alræmdur vopnasali sem gekk lengi undir nafninu „Sölumaður dauðans“ er aftur farinn að selja vopn, tæpum tveimur árum eftir að honum var sleppt úr fangelsi í Bandaríkjunum. Honum var sleppt í fangaskiptum en Rússar slepptu þá körfuboltakonunni Brittney Griner, sem hafði verið dæmd í níu ára fangelsi fyrir að vera með smávægilegt magn af hassolíu í farangri sínum. 7. október 2024 20:03 Netanyahu heitir hefndum Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels, segir að Íran hafi gert mikil mistök í kvöld, og muni gjalda þess. Þetta sagði hann á fundi öryggisráðs Ísrael í Jerúsalem skömmu eftir árásina. 1. október 2024 23:23 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn sem vitað er til þess að þær séu notaðar gegn Hútum. Tvær B-2 voru notaðar til að varpa sprengjum á fimm skotmörk í Jemen. Í yfirlýsingu frá Llaoyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að um hafi verið að ræða fimm styrkt neðanjarðarbyrgi sem Hútar hafi notað sem vopnageymslur. „Þetta var einstök sýning á getu Bandaríkjanna í að gera árásir á skotmörk sem andstæðingar okkar vilja halda utan færis, sama hversu djúpt þau skotmörk eru niður grafin eða styrkt,“ segir Austin í yfirlýsingunni. Ráðherrann segir einnig að yfirvöld Í Bandaríkjunum muni ekki hika við að verja líf Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra og tryggja siglingafrelsi. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að fréttamiðlar Húta hafi sagt frá loftárásum nærri Sanaa, höfuðborg Jemen, og nærri Saada, en engar upplýsingar liggi fyrir um hvernig loftárásirnar heppnuðust. Í annarri yfirlýsingu frá yfirmönnum herafla Bandaríkjanna á svæðinu, segir að umræddar vopnageymslur hafi hýst vopn sem notuð hafi verið gegn herskipum og fraktskipum á Rauðahafi og Adenflóa. Þá segir einni að verið sé að leggja mat á skemmdirnar sem árásirnar ollu og að ekkert bendi til mannfalls meðal óbreyttra borgara. U.S. Central Command Conducts Multiple Strikes on Underground Iran-Backed Houthi Weapons Facilities pic.twitter.com/6YjQRVFvSD— U.S. Central Command (@CENTCOM) October 17, 2024 Loftárásirnar hafi verið gerðar til að draga úr getu Húta til að gera fleiri árásir og auka öryggi áhafna skipa sem siglt er þar um og bandamanna Bandaríkjanna á svæðinu. Er þar verið að vísa til Ísrael. Frá því hernaður Ísraela gegn Hamas á Gasaströndinni hófst í október í fyrra hafa Hútar, sem njóta stuðnings frá Íran eins og Hamas og Hezbollah í Líbanon, gert ítrekaðar dróna- og eldflaugaárásir á fraktskip og herskip á Rauðahafi. Sjá einnig: Hútar vilja háþróaðar stýriflaugar frá Rússum Hútar hafa skotið á að minnsta kosti áttatíu skip, hertekið eitt fraktskip, sökkt tveimur og banað fjórum sjómönnum í þessum árásum. Þeir hafa einni skotið eldflaugum að Ísrael á undanförnum mánuðum, sem hefur verið svarað með loftárásum frá Ísrael. Sjá einnig: Ísrael gerir loftárásir á Jemen Notkun B-2 sprengjuvélanna er talið eiga einnig að senda klerkastjórn Íran skilaboð. Slíkar herþotur yrðu notaðar til árása á kjarnorkustöðvar í Íran, þar sem þær eru einu sprengjuvélarnar sem geta varpað sprengjum sem kallast GBU-57 og eru sérstaklega hannaðar til að granda styrktum neðanjarðarbyrgjum djúpt í jörðu. Greinendastofnunin International Institute for Strategic Studies, eða IISS, birti í apríl greiningu um að Hútar notuðust við gömul neðanjarðarbyrgi sem byggð hefur verið nærri Sanaa af einræðisherranum Ali Abdullah Saleh, þegar hann stjórnaði Jemen í 33 ár. Þessi byrgi og göng, sem hefðu á árum áður hýst Scud-stýriflaugar, hefðu verið gerðar upp af Hútum. Þeir hafi sömuleiðis grafið eigin göng og byrgi nærri Saada.
Jemen Bandaríkin Hernaður Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Íran Tengdar fréttir „Sölumaður dauðans“ aftur í vopnasölu Viktor Bout, alræmdur vopnasali sem gekk lengi undir nafninu „Sölumaður dauðans“ er aftur farinn að selja vopn, tæpum tveimur árum eftir að honum var sleppt úr fangelsi í Bandaríkjunum. Honum var sleppt í fangaskiptum en Rússar slepptu þá körfuboltakonunni Brittney Griner, sem hafði verið dæmd í níu ára fangelsi fyrir að vera með smávægilegt magn af hassolíu í farangri sínum. 7. október 2024 20:03 Netanyahu heitir hefndum Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels, segir að Íran hafi gert mikil mistök í kvöld, og muni gjalda þess. Þetta sagði hann á fundi öryggisráðs Ísrael í Jerúsalem skömmu eftir árásina. 1. október 2024 23:23 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
„Sölumaður dauðans“ aftur í vopnasölu Viktor Bout, alræmdur vopnasali sem gekk lengi undir nafninu „Sölumaður dauðans“ er aftur farinn að selja vopn, tæpum tveimur árum eftir að honum var sleppt úr fangelsi í Bandaríkjunum. Honum var sleppt í fangaskiptum en Rússar slepptu þá körfuboltakonunni Brittney Griner, sem hafði verið dæmd í níu ára fangelsi fyrir að vera með smávægilegt magn af hassolíu í farangri sínum. 7. október 2024 20:03
Netanyahu heitir hefndum Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels, segir að Íran hafi gert mikil mistök í kvöld, og muni gjalda þess. Þetta sagði hann á fundi öryggisráðs Ísrael í Jerúsalem skömmu eftir árásina. 1. október 2024 23:23
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent