„Einstök sýning“ á getu Bandaríkjanna í loftárásum Samúel Karl Ólason skrifar 17. október 2024 11:35 B-2 Spirit eru dýrustu sprengjuþotur heims. Þær eru hannaðar til að sjást illa á ratsjám og geta borið kjarnorkuvopn. AP/Whitney Erhart Tvær B-2 sprengjuflugvélar voru í nótt notaðar til að varpa sprengjum á neðanjarðarbyrgi Húta í Jemen. Sprengjuflugvélarnar búa yfir tækni sem gerir erfitt að sjá þær á ratsjám og eru meðal háþróuðustu herflugvéla heims. Þetta er í fyrsta sinn sem vitað er til þess að þær séu notaðar gegn Hútum. Tvær B-2 voru notaðar til að varpa sprengjum á fimm skotmörk í Jemen. Í yfirlýsingu frá Llaoyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að um hafi verið að ræða fimm styrkt neðanjarðarbyrgi sem Hútar hafi notað sem vopnageymslur. „Þetta var einstök sýning á getu Bandaríkjanna í að gera árásir á skotmörk sem andstæðingar okkar vilja halda utan færis, sama hversu djúpt þau skotmörk eru niður grafin eða styrkt,“ segir Austin í yfirlýsingunni. Ráðherrann segir einnig að yfirvöld Í Bandaríkjunum muni ekki hika við að verja líf Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra og tryggja siglingafrelsi. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að fréttamiðlar Húta hafi sagt frá loftárásum nærri Sanaa, höfuðborg Jemen, og nærri Saada, en engar upplýsingar liggi fyrir um hvernig loftárásirnar heppnuðust. Í annarri yfirlýsingu frá yfirmönnum herafla Bandaríkjanna á svæðinu, segir að umræddar vopnageymslur hafi hýst vopn sem notuð hafi verið gegn herskipum og fraktskipum á Rauðahafi og Adenflóa. Þá segir einni að verið sé að leggja mat á skemmdirnar sem árásirnar ollu og að ekkert bendi til mannfalls meðal óbreyttra borgara. U.S. Central Command Conducts Multiple Strikes on Underground Iran-Backed Houthi Weapons Facilities pic.twitter.com/6YjQRVFvSD— U.S. Central Command (@CENTCOM) October 17, 2024 Loftárásirnar hafi verið gerðar til að draga úr getu Húta til að gera fleiri árásir og auka öryggi áhafna skipa sem siglt er þar um og bandamanna Bandaríkjanna á svæðinu. Er þar verið að vísa til Ísrael. Frá því hernaður Ísraela gegn Hamas á Gasaströndinni hófst í október í fyrra hafa Hútar, sem njóta stuðnings frá Íran eins og Hamas og Hezbollah í Líbanon, gert ítrekaðar dróna- og eldflaugaárásir á fraktskip og herskip á Rauðahafi. Sjá einnig: Hútar vilja háþróaðar stýriflaugar frá Rússum Hútar hafa skotið á að minnsta kosti áttatíu skip, hertekið eitt fraktskip, sökkt tveimur og banað fjórum sjómönnum í þessum árásum. Þeir hafa einni skotið eldflaugum að Ísrael á undanförnum mánuðum, sem hefur verið svarað með loftárásum frá Ísrael. Sjá einnig: Ísrael gerir loftárásir á Jemen Notkun B-2 sprengjuvélanna er talið eiga einnig að senda klerkastjórn Íran skilaboð. Slíkar herþotur yrðu notaðar til árása á kjarnorkustöðvar í Íran, þar sem þær eru einu sprengjuvélarnar sem geta varpað sprengjum sem kallast GBU-57 og eru sérstaklega hannaðar til að granda styrktum neðanjarðarbyrgjum djúpt í jörðu. Greinendastofnunin International Institute for Strategic Studies, eða IISS, birti í apríl greiningu um að Hútar notuðust við gömul neðanjarðarbyrgi sem byggð hefur verið nærri Sanaa af einræðisherranum Ali Abdullah Saleh, þegar hann stjórnaði Jemen í 33 ár. Þessi byrgi og göng, sem hefðu á árum áður hýst Scud-stýriflaugar, hefðu verið gerðar upp af Hútum. Þeir hafi sömuleiðis grafið eigin göng og byrgi nærri Saada. Jemen Bandaríkin Hernaður Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Íran Tengdar fréttir „Sölumaður dauðans“ aftur í vopnasölu Viktor Bout, alræmdur vopnasali sem gekk lengi undir nafninu „Sölumaður dauðans“ er aftur farinn að selja vopn, tæpum tveimur árum eftir að honum var sleppt úr fangelsi í Bandaríkjunum. Honum var sleppt í fangaskiptum en Rússar slepptu þá körfuboltakonunni Brittney Griner, sem hafði verið dæmd í níu ára fangelsi fyrir að vera með smávægilegt magn af hassolíu í farangri sínum. 7. október 2024 20:03 Netanyahu heitir hefndum Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels, segir að Íran hafi gert mikil mistök í kvöld, og muni gjalda þess. Þetta sagði hann á fundi öryggisráðs Ísrael í Jerúsalem skömmu eftir árásina. 1. október 2024 23:23 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn sem vitað er til þess að þær séu notaðar gegn Hútum. Tvær B-2 voru notaðar til að varpa sprengjum á fimm skotmörk í Jemen. Í yfirlýsingu frá Llaoyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að um hafi verið að ræða fimm styrkt neðanjarðarbyrgi sem Hútar hafi notað sem vopnageymslur. „Þetta var einstök sýning á getu Bandaríkjanna í að gera árásir á skotmörk sem andstæðingar okkar vilja halda utan færis, sama hversu djúpt þau skotmörk eru niður grafin eða styrkt,“ segir Austin í yfirlýsingunni. Ráðherrann segir einnig að yfirvöld Í Bandaríkjunum muni ekki hika við að verja líf Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra og tryggja siglingafrelsi. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að fréttamiðlar Húta hafi sagt frá loftárásum nærri Sanaa, höfuðborg Jemen, og nærri Saada, en engar upplýsingar liggi fyrir um hvernig loftárásirnar heppnuðust. Í annarri yfirlýsingu frá yfirmönnum herafla Bandaríkjanna á svæðinu, segir að umræddar vopnageymslur hafi hýst vopn sem notuð hafi verið gegn herskipum og fraktskipum á Rauðahafi og Adenflóa. Þá segir einni að verið sé að leggja mat á skemmdirnar sem árásirnar ollu og að ekkert bendi til mannfalls meðal óbreyttra borgara. U.S. Central Command Conducts Multiple Strikes on Underground Iran-Backed Houthi Weapons Facilities pic.twitter.com/6YjQRVFvSD— U.S. Central Command (@CENTCOM) October 17, 2024 Loftárásirnar hafi verið gerðar til að draga úr getu Húta til að gera fleiri árásir og auka öryggi áhafna skipa sem siglt er þar um og bandamanna Bandaríkjanna á svæðinu. Er þar verið að vísa til Ísrael. Frá því hernaður Ísraela gegn Hamas á Gasaströndinni hófst í október í fyrra hafa Hútar, sem njóta stuðnings frá Íran eins og Hamas og Hezbollah í Líbanon, gert ítrekaðar dróna- og eldflaugaárásir á fraktskip og herskip á Rauðahafi. Sjá einnig: Hútar vilja háþróaðar stýriflaugar frá Rússum Hútar hafa skotið á að minnsta kosti áttatíu skip, hertekið eitt fraktskip, sökkt tveimur og banað fjórum sjómönnum í þessum árásum. Þeir hafa einni skotið eldflaugum að Ísrael á undanförnum mánuðum, sem hefur verið svarað með loftárásum frá Ísrael. Sjá einnig: Ísrael gerir loftárásir á Jemen Notkun B-2 sprengjuvélanna er talið eiga einnig að senda klerkastjórn Íran skilaboð. Slíkar herþotur yrðu notaðar til árása á kjarnorkustöðvar í Íran, þar sem þær eru einu sprengjuvélarnar sem geta varpað sprengjum sem kallast GBU-57 og eru sérstaklega hannaðar til að granda styrktum neðanjarðarbyrgjum djúpt í jörðu. Greinendastofnunin International Institute for Strategic Studies, eða IISS, birti í apríl greiningu um að Hútar notuðust við gömul neðanjarðarbyrgi sem byggð hefur verið nærri Sanaa af einræðisherranum Ali Abdullah Saleh, þegar hann stjórnaði Jemen í 33 ár. Þessi byrgi og göng, sem hefðu á árum áður hýst Scud-stýriflaugar, hefðu verið gerðar upp af Hútum. Þeir hafi sömuleiðis grafið eigin göng og byrgi nærri Saada.
Jemen Bandaríkin Hernaður Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Íran Tengdar fréttir „Sölumaður dauðans“ aftur í vopnasölu Viktor Bout, alræmdur vopnasali sem gekk lengi undir nafninu „Sölumaður dauðans“ er aftur farinn að selja vopn, tæpum tveimur árum eftir að honum var sleppt úr fangelsi í Bandaríkjunum. Honum var sleppt í fangaskiptum en Rússar slepptu þá körfuboltakonunni Brittney Griner, sem hafði verið dæmd í níu ára fangelsi fyrir að vera með smávægilegt magn af hassolíu í farangri sínum. 7. október 2024 20:03 Netanyahu heitir hefndum Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels, segir að Íran hafi gert mikil mistök í kvöld, og muni gjalda þess. Þetta sagði hann á fundi öryggisráðs Ísrael í Jerúsalem skömmu eftir árásina. 1. október 2024 23:23 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Sjá meira
„Sölumaður dauðans“ aftur í vopnasölu Viktor Bout, alræmdur vopnasali sem gekk lengi undir nafninu „Sölumaður dauðans“ er aftur farinn að selja vopn, tæpum tveimur árum eftir að honum var sleppt úr fangelsi í Bandaríkjunum. Honum var sleppt í fangaskiptum en Rússar slepptu þá körfuboltakonunni Brittney Griner, sem hafði verið dæmd í níu ára fangelsi fyrir að vera með smávægilegt magn af hassolíu í farangri sínum. 7. október 2024 20:03
Netanyahu heitir hefndum Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels, segir að Íran hafi gert mikil mistök í kvöld, og muni gjalda þess. Þetta sagði hann á fundi öryggisráðs Ísrael í Jerúsalem skömmu eftir árásina. 1. október 2024 23:23