Stofna herfylki skipað mönnum frá Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 15. október 2024 14:14 Rússneskir hermenn við þjálfun. AP/Rússneski herinn Forsvarsmenn rússneska hersins eru sagðir vera að stofna nýtt herfylki sem skipað verður allt að þrjú þúsund mönnum frá Norður-Kóreu. Kim Jon Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur heitið Vladimír Pútín, kollega sínum, fullum stuðningi vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Mikið magn hergagna, eldflauga og skotfæra fyrir stórskotalið hefur verið sent frá Norður-Kóreu til Rússlands og hafa á undanförnum dögum borist fregnir af því að Kim hafi einnig sent hermenn. Sex hermenn frá Norður-Kóreu eru sagðir hafa verið felldir í eldflaugaárás í Úkraínu í byrjun október og í kjölfar þess hélt varnarmálaráðherra Suður-Kóreu því fram að Kim myndi líklega senda hermenn til aðstoðar Rússa. Washington Post hafði svo á dögunum eftir heimildarmanni í leyniþjónustu Úkraínska hersins (GUR) að nokkur þúsund hermenn frá Norður-Kóreu hefðu verið sendir til Rússlands þar sem þeir eigi að fá þjálfun. Mögulega yrðu þeir sendir á vígvöllinn í Úkraínu og Kúrsk-héraði í Rússlandi fyrir lok þessa árs. Sjá einnig: Njósnarar þjálfaðir af CIA heyja skuggastríð gegn Rússum Úkraínskir fjölmiðlar hafa svo birt frekari fregnir um aðkomu Norður-Kóreu að stríðinu. Samkvæmt þeim fréttum á þessi nýja herdeild að vera mynduð innan 11. stórfylkis fallhlífahermanna. Þá hefur Kiyv Post eftir heimildarmönnum sínum að Úkraínumenn telji líklegt að herfylkið verði sent til Kúrsk, þar sem Rússar hafa verið að sækja fram gegn Úkraínumönnum, eftir að þeir síðarnefndu gerðu óvænta innrás þar í sumar. Blaðamaður BBC í Úkraínu hefur einnig eftir heimildarmanni sínum í úkraínska hernum að verið sé að mynda herfylkið nærri landamærum Mongólíu. Kim Jong Un á æfingu hers síns fyrr á árinu.AP/KCNA Pútín lagði í gær fram drög að frumvarpi um umfangsmikið hernaðarbandalag við Norður-Kóreu. Það felur meðal annars í sér að bæði ríkin muni koma hinu til aðstoðar í stríði. Pútín og Kim skrifuðu undir samkomulag þess lútandi þegar rússneski forsetinn heimsótti Norður-Kóreu í sumar. Hersveitir Pútíns í Úkraínu eru taldar hafa orðið fyrir gífurlegu mannfalli á undanförnum mánuðum. Mönnum er nú borgað mörgu sinnum meira í bónusa við að skrá sig í herinn er gert var árið 2022 og þykir það til marks um erfiðleika við að laða að nýja hermenn. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Norður-Kórea Hernaður Vladimír Pútín Úkraína Tengdar fréttir Óútskýrður dauði ungrar blaðakonu í haldi Rússa Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur engar skýringar á dauða Viktoriiu Roshchynu, úkraínskrar blaðakonu, í rússnesku fangelsi. Blaðakonan, sem var 27 ára gömul, hvarf í hernumdri Austur-Úkraínu í ágúst í fyrra. 13. október 2024 10:00 Sprengdu upp vöruskemmu fulla af drónum Úkraínumenn gerðu í kvöld árás á vöruskemmu í sunnanverðu Rússlandi sem þeir segja að hafi hýst fjögur hundruð Shahed-sjálfsprengidróna. Myndbönd sem birt hafa verið á samfélagsmiðlum í Rússlandi renna stoðum undir frásögn úkraínska hersins. 9. október 2024 22:34 Segir Rússa reyna að skapa usla á götum Evrópu Leyniþjónustur Rússlands vinna að því að valda miklum usla á götum Evrópu. Útsendarar GRU, leyniþjónustu rússneska hersins, eru sértaklega kræfir og hafa staðið að sífellt fífldjarfari árásum og leyniaðgerðum. 8. október 2024 23:19 Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Sjá meira
Mikið magn hergagna, eldflauga og skotfæra fyrir stórskotalið hefur verið sent frá Norður-Kóreu til Rússlands og hafa á undanförnum dögum borist fregnir af því að Kim hafi einnig sent hermenn. Sex hermenn frá Norður-Kóreu eru sagðir hafa verið felldir í eldflaugaárás í Úkraínu í byrjun október og í kjölfar þess hélt varnarmálaráðherra Suður-Kóreu því fram að Kim myndi líklega senda hermenn til aðstoðar Rússa. Washington Post hafði svo á dögunum eftir heimildarmanni í leyniþjónustu Úkraínska hersins (GUR) að nokkur þúsund hermenn frá Norður-Kóreu hefðu verið sendir til Rússlands þar sem þeir eigi að fá þjálfun. Mögulega yrðu þeir sendir á vígvöllinn í Úkraínu og Kúrsk-héraði í Rússlandi fyrir lok þessa árs. Sjá einnig: Njósnarar þjálfaðir af CIA heyja skuggastríð gegn Rússum Úkraínskir fjölmiðlar hafa svo birt frekari fregnir um aðkomu Norður-Kóreu að stríðinu. Samkvæmt þeim fréttum á þessi nýja herdeild að vera mynduð innan 11. stórfylkis fallhlífahermanna. Þá hefur Kiyv Post eftir heimildarmönnum sínum að Úkraínumenn telji líklegt að herfylkið verði sent til Kúrsk, þar sem Rússar hafa verið að sækja fram gegn Úkraínumönnum, eftir að þeir síðarnefndu gerðu óvænta innrás þar í sumar. Blaðamaður BBC í Úkraínu hefur einnig eftir heimildarmanni sínum í úkraínska hernum að verið sé að mynda herfylkið nærri landamærum Mongólíu. Kim Jong Un á æfingu hers síns fyrr á árinu.AP/KCNA Pútín lagði í gær fram drög að frumvarpi um umfangsmikið hernaðarbandalag við Norður-Kóreu. Það felur meðal annars í sér að bæði ríkin muni koma hinu til aðstoðar í stríði. Pútín og Kim skrifuðu undir samkomulag þess lútandi þegar rússneski forsetinn heimsótti Norður-Kóreu í sumar. Hersveitir Pútíns í Úkraínu eru taldar hafa orðið fyrir gífurlegu mannfalli á undanförnum mánuðum. Mönnum er nú borgað mörgu sinnum meira í bónusa við að skrá sig í herinn er gert var árið 2022 og þykir það til marks um erfiðleika við að laða að nýja hermenn.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Norður-Kórea Hernaður Vladimír Pútín Úkraína Tengdar fréttir Óútskýrður dauði ungrar blaðakonu í haldi Rússa Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur engar skýringar á dauða Viktoriiu Roshchynu, úkraínskrar blaðakonu, í rússnesku fangelsi. Blaðakonan, sem var 27 ára gömul, hvarf í hernumdri Austur-Úkraínu í ágúst í fyrra. 13. október 2024 10:00 Sprengdu upp vöruskemmu fulla af drónum Úkraínumenn gerðu í kvöld árás á vöruskemmu í sunnanverðu Rússlandi sem þeir segja að hafi hýst fjögur hundruð Shahed-sjálfsprengidróna. Myndbönd sem birt hafa verið á samfélagsmiðlum í Rússlandi renna stoðum undir frásögn úkraínska hersins. 9. október 2024 22:34 Segir Rússa reyna að skapa usla á götum Evrópu Leyniþjónustur Rússlands vinna að því að valda miklum usla á götum Evrópu. Útsendarar GRU, leyniþjónustu rússneska hersins, eru sértaklega kræfir og hafa staðið að sífellt fífldjarfari árásum og leyniaðgerðum. 8. október 2024 23:19 Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Sjá meira
Óútskýrður dauði ungrar blaðakonu í haldi Rússa Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur engar skýringar á dauða Viktoriiu Roshchynu, úkraínskrar blaðakonu, í rússnesku fangelsi. Blaðakonan, sem var 27 ára gömul, hvarf í hernumdri Austur-Úkraínu í ágúst í fyrra. 13. október 2024 10:00
Sprengdu upp vöruskemmu fulla af drónum Úkraínumenn gerðu í kvöld árás á vöruskemmu í sunnanverðu Rússlandi sem þeir segja að hafi hýst fjögur hundruð Shahed-sjálfsprengidróna. Myndbönd sem birt hafa verið á samfélagsmiðlum í Rússlandi renna stoðum undir frásögn úkraínska hersins. 9. október 2024 22:34
Segir Rússa reyna að skapa usla á götum Evrópu Leyniþjónustur Rússlands vinna að því að valda miklum usla á götum Evrópu. Útsendarar GRU, leyniþjónustu rússneska hersins, eru sértaklega kræfir og hafa staðið að sífellt fífldjarfari árásum og leyniaðgerðum. 8. október 2024 23:19
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent