Versnandi ástand í Pokrovsk Samúel Karl Ólason skrifar 4. október 2024 15:12 Úkraínskir hermenn að störfum nærri Pokrovsk. Getty/Vlada Liberova Rússar gera ítrekaðar árásir á bæinn Pokrovsk í austurhluta Úkraínu og eru helstu innviðir bæjarins, þar sem um þrettán þúsund manns búa, ónýtir. Hersveitir Rússa eru um sjö kílómetra frá bænum, sem er mikilvæg birgðamiðstöð fyrir úkraínska herinn og óbreytta borgara í Dónetsk-héraði. Rússar hafa lagt mikið púður í að sækja í átt að Pokrovsk á undanförnum mánuðum og hafa helstu árásir rússneska hersins verið í átt að honum. Árásirnar eru bæði gerðar með stórskotaliði og með öflugum svifsprengjum. Þær geta verið tonn á þyngd og geta grandað heilu fjölbýlishúsunum í einu lagi. Í gær var níu slíkum sprengjum varpað á bæinn, samkvæmt frétt Reuters. Fréttaveitan hefur eftir embættismanni þar að íbúar hafi ekki lengur aðgang að rafmagni, vatni og gasi og á það sama við tíu nærliggjandi þorp. Hann sagði einnig að skaðinn væri svo mikill að líklega væri ómögulegt að gera við hann. Um þrettán þúsund manns búa í bænum en unnið hefur verið að því að flytja íbúa á brott á undanförnum vikum. Fyrir einum og hálfum mánuði bjuggu nærri því fimmtíu þúsund manns í Pokrovsk. Úkraínumenn hafa verið á hægu en nokkuð stöðugu undanhaldi í austurhluta Úkraínu um langt skeið. Bærinn Vuhledar, sem er suður af Pokrovsk féll nýverið í hendur Rússa en honum höfðu Úkraínumenn haldið gegn þungum árásum Rússa í rúm tvö ár. Á þeim tíma hafa verjendur Vuhledar valdið gífurlegu mannfalli hjá Rússum. Áðurnefndar svifsprengjur Rússa hafa reynst Úkraínumönnum erfiðar. Svifsprengjur eru oftar en ekki gamlar og stórar hefðbundnar sprengjur sem Rússar setja vængi á og staðsetningarbúnað. Sprengjunum er svo varpað úr herþotum úr mikilli hæð og geta þær svifið allt að hundrað kílómetra eða lengra áður en þær lenda á skotmarki sínu, oft með mikilli nákvæmni. Áhugasamir geta séð stöðuna við Pokrovsk og annarsstaðar í Úkraínu á korti DeepState. Þannig hafa Rússar getað fellt heilu fjölbýlishúsin í einni árás, sem hefði getað tekið marga taka eða vikur með hefðbundnu stórskotaliði. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur lýst því yfir að helsta markmið Rússa sé að ná tökum á Donbas-svæðinu svokallaða, sem myndað er af Dónetsk og Lúhans-héruðum. Nú þegar stjórna Rússar um áttatíu prósentum af svæðinu. Úkraínskur dróni fangaði nýverið meðfylgjandi myndband sem sagt er sýna rússneska hermenn taka sextán úkraínska hermenn sem gáfust upp nærri Pokrovsk af lífi. Execution of Ukrainian prisoners of war by Russians. Pokrovsky Front, 30 of September 2024. https://t.co/9gTxvCzRjN pic.twitter.com/Fb2X8ikjtg— Special Kherson Cat 🐈🇺🇦 (@bayraktar_1love) October 1, 2024 Færri og ekki með næg vopn Vuhledar og Pokrovsk eru ekki einu bæirnir á svæðinu sem Rússar sækja að en það á einnig við Chasiv Yar og Toretsk. Úkraínskir hermenn á svæðinu eru færri en þeir rússnesku og Rússar hafa þar að auki yfirburði þegar kemur að stórskotaliði, drónum og svifsprengjunum skæðu, eins og fram kemur í frétt Wall Street Journal. Þá hefur dregið töluvert úr hergagnasendingum frá Vesturlöndum og ráðamönnum í Úkraínu hefur gengið illa að fá aukningu og að fá leyfi til að nota vestræn vopn til árása í Rússlandi. Slíkar árásir, gætu samkvæmt Úkraínumönnum létt þrýstinginn á víglínunni í austri. Það segjast þeir geta gert með árásum á vopnageymslur þar sem svifsprengjur eru geymdar og flugvelli, þar sem orrustuþoturnar sem bera þessar sprengjur taka á loft, svo eitthvað sé nefnt. AP fréttaveitan segir Rússa varpa nærri því 120 svifsprengjum á degi hverjum. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Fyrsta heimsókn Rutte til Úkraínu Mark Rutte, nýr framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins og fyrrverandi forsætisráðherra Hollands, er í heimsókn í Kænugarði í Úkraínu. Þetta er fyrsta opinbera ferð Rutte frá því hann tók við embættinu á þriðjudaginn en hún var ekki opinberuð fyrr en hann var kominn þangað í morgun. 3. október 2024 12:13 Vísar á bug tillögum um frið í skiptum fyrir úkraínskt land Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, lýsti tillögum um að Úkraínumenn afsali sér landsvæði sínu til þess að kaupa sér frið við Rússa sem hættulegum og óásættanlegum í dag. Það væru ekki friðartillögur heldur uppgjafartillögur. 26. september 2024 22:27 Sendir Patriot, svifsprengjur og skotfæri til Úkraínu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag umfangsmikla hernaðaraðstoð til Úkraínu og sagði hann að stuðningurinn ætti að hjálpa Úkraínu að „vinna“ stríðið gegn Rússum. Hann mun seinna í dag fá Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í heimsókn til Hvíta hússins. 26. september 2024 13:18 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Rússar hafa lagt mikið púður í að sækja í átt að Pokrovsk á undanförnum mánuðum og hafa helstu árásir rússneska hersins verið í átt að honum. Árásirnar eru bæði gerðar með stórskotaliði og með öflugum svifsprengjum. Þær geta verið tonn á þyngd og geta grandað heilu fjölbýlishúsunum í einu lagi. Í gær var níu slíkum sprengjum varpað á bæinn, samkvæmt frétt Reuters. Fréttaveitan hefur eftir embættismanni þar að íbúar hafi ekki lengur aðgang að rafmagni, vatni og gasi og á það sama við tíu nærliggjandi þorp. Hann sagði einnig að skaðinn væri svo mikill að líklega væri ómögulegt að gera við hann. Um þrettán þúsund manns búa í bænum en unnið hefur verið að því að flytja íbúa á brott á undanförnum vikum. Fyrir einum og hálfum mánuði bjuggu nærri því fimmtíu þúsund manns í Pokrovsk. Úkraínumenn hafa verið á hægu en nokkuð stöðugu undanhaldi í austurhluta Úkraínu um langt skeið. Bærinn Vuhledar, sem er suður af Pokrovsk féll nýverið í hendur Rússa en honum höfðu Úkraínumenn haldið gegn þungum árásum Rússa í rúm tvö ár. Á þeim tíma hafa verjendur Vuhledar valdið gífurlegu mannfalli hjá Rússum. Áðurnefndar svifsprengjur Rússa hafa reynst Úkraínumönnum erfiðar. Svifsprengjur eru oftar en ekki gamlar og stórar hefðbundnar sprengjur sem Rússar setja vængi á og staðsetningarbúnað. Sprengjunum er svo varpað úr herþotum úr mikilli hæð og geta þær svifið allt að hundrað kílómetra eða lengra áður en þær lenda á skotmarki sínu, oft með mikilli nákvæmni. Áhugasamir geta séð stöðuna við Pokrovsk og annarsstaðar í Úkraínu á korti DeepState. Þannig hafa Rússar getað fellt heilu fjölbýlishúsin í einni árás, sem hefði getað tekið marga taka eða vikur með hefðbundnu stórskotaliði. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur lýst því yfir að helsta markmið Rússa sé að ná tökum á Donbas-svæðinu svokallaða, sem myndað er af Dónetsk og Lúhans-héruðum. Nú þegar stjórna Rússar um áttatíu prósentum af svæðinu. Úkraínskur dróni fangaði nýverið meðfylgjandi myndband sem sagt er sýna rússneska hermenn taka sextán úkraínska hermenn sem gáfust upp nærri Pokrovsk af lífi. Execution of Ukrainian prisoners of war by Russians. Pokrovsky Front, 30 of September 2024. https://t.co/9gTxvCzRjN pic.twitter.com/Fb2X8ikjtg— Special Kherson Cat 🐈🇺🇦 (@bayraktar_1love) October 1, 2024 Færri og ekki með næg vopn Vuhledar og Pokrovsk eru ekki einu bæirnir á svæðinu sem Rússar sækja að en það á einnig við Chasiv Yar og Toretsk. Úkraínskir hermenn á svæðinu eru færri en þeir rússnesku og Rússar hafa þar að auki yfirburði þegar kemur að stórskotaliði, drónum og svifsprengjunum skæðu, eins og fram kemur í frétt Wall Street Journal. Þá hefur dregið töluvert úr hergagnasendingum frá Vesturlöndum og ráðamönnum í Úkraínu hefur gengið illa að fá aukningu og að fá leyfi til að nota vestræn vopn til árása í Rússlandi. Slíkar árásir, gætu samkvæmt Úkraínumönnum létt þrýstinginn á víglínunni í austri. Það segjast þeir geta gert með árásum á vopnageymslur þar sem svifsprengjur eru geymdar og flugvelli, þar sem orrustuþoturnar sem bera þessar sprengjur taka á loft, svo eitthvað sé nefnt. AP fréttaveitan segir Rússa varpa nærri því 120 svifsprengjum á degi hverjum.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Fyrsta heimsókn Rutte til Úkraínu Mark Rutte, nýr framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins og fyrrverandi forsætisráðherra Hollands, er í heimsókn í Kænugarði í Úkraínu. Þetta er fyrsta opinbera ferð Rutte frá því hann tók við embættinu á þriðjudaginn en hún var ekki opinberuð fyrr en hann var kominn þangað í morgun. 3. október 2024 12:13 Vísar á bug tillögum um frið í skiptum fyrir úkraínskt land Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, lýsti tillögum um að Úkraínumenn afsali sér landsvæði sínu til þess að kaupa sér frið við Rússa sem hættulegum og óásættanlegum í dag. Það væru ekki friðartillögur heldur uppgjafartillögur. 26. september 2024 22:27 Sendir Patriot, svifsprengjur og skotfæri til Úkraínu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag umfangsmikla hernaðaraðstoð til Úkraínu og sagði hann að stuðningurinn ætti að hjálpa Úkraínu að „vinna“ stríðið gegn Rússum. Hann mun seinna í dag fá Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í heimsókn til Hvíta hússins. 26. september 2024 13:18 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Fyrsta heimsókn Rutte til Úkraínu Mark Rutte, nýr framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins og fyrrverandi forsætisráðherra Hollands, er í heimsókn í Kænugarði í Úkraínu. Þetta er fyrsta opinbera ferð Rutte frá því hann tók við embættinu á þriðjudaginn en hún var ekki opinberuð fyrr en hann var kominn þangað í morgun. 3. október 2024 12:13
Vísar á bug tillögum um frið í skiptum fyrir úkraínskt land Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, lýsti tillögum um að Úkraínumenn afsali sér landsvæði sínu til þess að kaupa sér frið við Rússa sem hættulegum og óásættanlegum í dag. Það væru ekki friðartillögur heldur uppgjafartillögur. 26. september 2024 22:27
Sendir Patriot, svifsprengjur og skotfæri til Úkraínu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag umfangsmikla hernaðaraðstoð til Úkraínu og sagði hann að stuðningurinn ætti að hjálpa Úkraínu að „vinna“ stríðið gegn Rússum. Hann mun seinna í dag fá Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í heimsókn til Hvíta hússins. 26. september 2024 13:18