Rússar reyndu að skjóta niður ísraelskar stýriflaugar Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2024 09:59 Ísraelar gera reglulega loftárásir í Sýrlandi en í flestum tilfellum virðast þær beinast að Írönum og vígamönnum Hezbollah. Hér má sjá menn þrífa eftir loftárás í Damascus, sem gerð var aðfaranótt 2. október en ráðgjafi Byltingarvarðar Írans er sagður hafa fallið í henni. AP/Omar Sanadiki Ísraelar gerðu í nótt árás á meinta vopnageymslu við hlið rússneskrar herstöðvar í Sýrlandi í nótt. Rússar reyndu að skjóta ísraelskar stýriflaugar niður en engin þeirra hæfði herstöðina sjálfa. Herstöðin kallast Khmeimim og er nærri hafnarborginni Lattakia í vesturhluta Sýrlands. Myndefni sem birt hefur verið á samfélagsmiðlum rennur stoðum undir það að hergögn hafi verið geymd á staðnum. Rússneskir herbloggarar segja vöruskemmurnar hafa verið notaðar af sýrlenskum og írönskum hermönnum og að Ísraelar hafi notað stýriflaugar við árásina. Þeir segja rússneska hermenn hafa reynt að skjóta flaugarnar niður. Einhverjar stýriflaugar voru skotnar niður, samkvæmt herbloggurunum, en ljóst er að miklar sprengingar urðu í vöruskemmunum. Israel reportedly struck a warehouse of Iranian and Syrian weapons (you can see missiles or rockets cooking off) in the town of Jableh near the main Russian base of Hmeimim in Syria. The base itself has not been touched, per Russian accounts, and the Russians apparently tried to… pic.twitter.com/kyTlaPWWnu— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) October 3, 2024 Eins og fram kemur í frétt Times of Israel hafa forsvarsmenn ísraelska hersins heitið því að stöðva allar vopnasendingar frá Íran til Hezbollah í Líbanon. Sýrland hefur reglulega verið notað til slíkra sendinga og hafa Ísraelar gert fjölmargar árásir þar á undanförnum árum. Þessar árásir hafa bæði beinst að vopna og hergagnasendingum til Hezbollah og gegn samtökunum sjálfum, sem hafa verið umsvifamikil í Sýrlandi frá því borgarastyrjöldin hófst þar á síðasta áratug. Sjá einnig: Ísraelar gerðu áhlaup á leynilega vopnaverksmiðju í Sýrlandi Fjölmiðlar í Íran segja að meðlimur Byltingarvarðar Írans, sem hafi starfað í Sýrlandi sem ráðgjafi, hafi fallið í árás Ísraela á Damaskus, höfuðborg Sýrlands, fyrr í þessari viku. Ísrael Íran Sýrland Líbanon Hernaður Tengdar fréttir Fimm látnir í Beirút eftir loftárás á heilsugæslu Að minnsta kosti fimm eru látnir eftir loftárás Ísraelsher á heilsugæslu í Beirút, höfuðborg Líbanon, samkvæmt tilkynningu frá stjórnvöldum í Líbanon. Að sögn Ísraelshers notuðu liðsmenn Hezbollah heilsugæsluna. 3. október 2024 00:01 Bera hefndaraðgerðir undir Bandaríkin Bandaríska fréttavefsíðan Axios hefur eftir háttsettum embættismanni í Ísrael að þarlend yfirvöld kunni að hefna fyrir umfangsmikla árás Íran í gær með árás á olíuframleiðslu Írana og aðra mikilvæga innviði. 2. október 2024 10:25 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
Herstöðin kallast Khmeimim og er nærri hafnarborginni Lattakia í vesturhluta Sýrlands. Myndefni sem birt hefur verið á samfélagsmiðlum rennur stoðum undir það að hergögn hafi verið geymd á staðnum. Rússneskir herbloggarar segja vöruskemmurnar hafa verið notaðar af sýrlenskum og írönskum hermönnum og að Ísraelar hafi notað stýriflaugar við árásina. Þeir segja rússneska hermenn hafa reynt að skjóta flaugarnar niður. Einhverjar stýriflaugar voru skotnar niður, samkvæmt herbloggurunum, en ljóst er að miklar sprengingar urðu í vöruskemmunum. Israel reportedly struck a warehouse of Iranian and Syrian weapons (you can see missiles or rockets cooking off) in the town of Jableh near the main Russian base of Hmeimim in Syria. The base itself has not been touched, per Russian accounts, and the Russians apparently tried to… pic.twitter.com/kyTlaPWWnu— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) October 3, 2024 Eins og fram kemur í frétt Times of Israel hafa forsvarsmenn ísraelska hersins heitið því að stöðva allar vopnasendingar frá Íran til Hezbollah í Líbanon. Sýrland hefur reglulega verið notað til slíkra sendinga og hafa Ísraelar gert fjölmargar árásir þar á undanförnum árum. Þessar árásir hafa bæði beinst að vopna og hergagnasendingum til Hezbollah og gegn samtökunum sjálfum, sem hafa verið umsvifamikil í Sýrlandi frá því borgarastyrjöldin hófst þar á síðasta áratug. Sjá einnig: Ísraelar gerðu áhlaup á leynilega vopnaverksmiðju í Sýrlandi Fjölmiðlar í Íran segja að meðlimur Byltingarvarðar Írans, sem hafi starfað í Sýrlandi sem ráðgjafi, hafi fallið í árás Ísraela á Damaskus, höfuðborg Sýrlands, fyrr í þessari viku.
Ísrael Íran Sýrland Líbanon Hernaður Tengdar fréttir Fimm látnir í Beirút eftir loftárás á heilsugæslu Að minnsta kosti fimm eru látnir eftir loftárás Ísraelsher á heilsugæslu í Beirút, höfuðborg Líbanon, samkvæmt tilkynningu frá stjórnvöldum í Líbanon. Að sögn Ísraelshers notuðu liðsmenn Hezbollah heilsugæsluna. 3. október 2024 00:01 Bera hefndaraðgerðir undir Bandaríkin Bandaríska fréttavefsíðan Axios hefur eftir háttsettum embættismanni í Ísrael að þarlend yfirvöld kunni að hefna fyrir umfangsmikla árás Íran í gær með árás á olíuframleiðslu Írana og aðra mikilvæga innviði. 2. október 2024 10:25 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
Fimm látnir í Beirút eftir loftárás á heilsugæslu Að minnsta kosti fimm eru látnir eftir loftárás Ísraelsher á heilsugæslu í Beirút, höfuðborg Líbanon, samkvæmt tilkynningu frá stjórnvöldum í Líbanon. Að sögn Ísraelshers notuðu liðsmenn Hezbollah heilsugæsluna. 3. október 2024 00:01
Bera hefndaraðgerðir undir Bandaríkin Bandaríska fréttavefsíðan Axios hefur eftir háttsettum embættismanni í Ísrael að þarlend yfirvöld kunni að hefna fyrir umfangsmikla árás Íran í gær með árás á olíuframleiðslu Írana og aðra mikilvæga innviði. 2. október 2024 10:25