Ísraelar gerðu áhlaup á leynilega vopnaverksmiðju í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 13. september 2024 11:21 Unnið að því að rétta af gröfu sem valt í sprengingu nærri Masyaf á sunnudaginn. Ísralar gerðu árásir á alla vegi sem liggja að rannsóknarstöð sýrlenska hersins nærri bænum. AP/Omar Sanadiki Samhliða umfangsmiklum loftárásum Ísraela á fjölda skotmarka í Sýrlandi síðastliðinn sunnudag gerðu ísraelskir sérsveitarmenn áhlaup á eldflaugaverksmiðju Hezbollah. Verksmiðjan er sögð hafa verið reist af Írönum við landamæri Sýrlands og Líbanon. Hezbollah hefur skotið miklum fjölda eldflauga að Ísrael frá því stríðið á Gasaströndinni hófst en samkvæmt heimildum Axios voru eldflaugar framleiddar fyrir Hezbollah í umræddri verksmiðju. SANA, ríkismiðill Sýrlands, segir átján manns hafa fallið í árásunum og að tugir hafi særst en árásir voru einnig gerðar á rannsóknarstöð sýrlenska hersins nærri Masyaf, þar sem efnavopn eins og saríngas voru framleidd á árum áður. Sjá einnig: Sýrlendingar reiðir yfir árásum Ísraela Ísraelar hafa um árabil gert loftárásir í Sýrlandi sem sagðar eru beinast gegn vopnaflutningum og öðrum sendingum frá Íran til Líbanon. Þetta er þó í fyrsta sinn í langan tíma sem Ísraelar senda hermenn inn í Sýrland. New York Times segir Ísraela hafa verið að leita að þessari verksmiðju um langt skeið. Þeir hafa nokkrum sinnum áður gert loftárásir á svipuðum slóðum nærri Masyaf og árið 2018 réðu þeir sýrlenskan vísindamann sem vann þar að þróun eldflauga af dögum. Þessar árásir hafa þó ekki geta grandað verksmiðjunni vegna þess að hún var niðurgrafin og víggirt. Mynd af Bashar al-Assad, einræðisherra Sýrlands, við glugga með brotinni rúðu í Masyaf.AP/Omar Sanadiki Herforinginn Qassim Soleimani, sem leiddi QUDS-sveitir íranska byltingarvarðarins, er sagður hafa komið að því að verksmiðjan var reist. Hann var einn valdamesti maður Írans áður en Bandaríkjamenn réðu hann af dögum í loftárás nærri Baghdad í Írak í byrjun árs 2020. QUDS sveitirnar hafa séð um að útvega vígahópum sem Íranar styðja í Mið-Austurlöndum vopn, fjármuni og þjálfun. Ísraelar felldu tvo herforingja úr QUDS í Damaskus í Sýrlandi í apríl. Sjá einnig: Íranar hóta hefndum gegn Ísrael Ísraelski embættismenn telja að leiðtogar Hezbollah hafi viljað hafa verksmiðjuna í Sýrlandi þar sem Ísraelar ættu erfiðar með að gera árásir þar en í Líbanon. Fyrst sprengjur, svo menn Charles Lister, sérfræðingur í málnefnum Mið-Austurlanda, segir Ísraela hafa unnið að þessari árás í fimm ár. Þeir hafi fyrst gert loftárásir á fjórar varðstöðvar sýrlenska hersins við Masyaf. Þar á meðal hafi verið loftvarnarkerfi og vegir að rannsóknarstöðinni. Önnur bylgja loftárása beindist að rannsóknarstöðinni sjálfri, sem tengist verksmiðjunni með neðanjarðargöngum. Í þriðju bylgjunni voru sérsveitarmenn fluttir á vettvang um borð í þyrlum og nutu þeir stuðnings flugmanna sem flugu drónum yfir svæðinu og skutu á sýrlenska hermenn sem reyndu að koma verjendum verksmiðjunnar til aðstoðar. Sýrlenskur hermaður í Masyaf. Ekki liggur fyrir hve margir hermenn féllu í aðgerðum Ísraela.AP/Omar Sanadiki Lister segir að rannsóknarstöðin við Masyaf og umrædd verksmiðja hafi spilað stóra rullu í vopnaþróun Sýrlands, eins og þróun eldflauga, svokallaðra tunnusprengja og annarra vopna. Sérsveitarmennirnir tóku stjórn á verksmiðjunni og eru þeir sagðir hafa fellt einhverja óvini áður en þeir komu sprengjum fyrir og grönduðu verksmiðjunni. Í frétt New York Times segir að hermennirnir hafi einnig komið höndum yfir skjöl og búnað úr verksmiðjunni en þeir munu ekki hafa orðið fyrir mannfalli. Ísrael Sýrland Líbanon Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Hezbollah hefur skotið miklum fjölda eldflauga að Ísrael frá því stríðið á Gasaströndinni hófst en samkvæmt heimildum Axios voru eldflaugar framleiddar fyrir Hezbollah í umræddri verksmiðju. SANA, ríkismiðill Sýrlands, segir átján manns hafa fallið í árásunum og að tugir hafi særst en árásir voru einnig gerðar á rannsóknarstöð sýrlenska hersins nærri Masyaf, þar sem efnavopn eins og saríngas voru framleidd á árum áður. Sjá einnig: Sýrlendingar reiðir yfir árásum Ísraela Ísraelar hafa um árabil gert loftárásir í Sýrlandi sem sagðar eru beinast gegn vopnaflutningum og öðrum sendingum frá Íran til Líbanon. Þetta er þó í fyrsta sinn í langan tíma sem Ísraelar senda hermenn inn í Sýrland. New York Times segir Ísraela hafa verið að leita að þessari verksmiðju um langt skeið. Þeir hafa nokkrum sinnum áður gert loftárásir á svipuðum slóðum nærri Masyaf og árið 2018 réðu þeir sýrlenskan vísindamann sem vann þar að þróun eldflauga af dögum. Þessar árásir hafa þó ekki geta grandað verksmiðjunni vegna þess að hún var niðurgrafin og víggirt. Mynd af Bashar al-Assad, einræðisherra Sýrlands, við glugga með brotinni rúðu í Masyaf.AP/Omar Sanadiki Herforinginn Qassim Soleimani, sem leiddi QUDS-sveitir íranska byltingarvarðarins, er sagður hafa komið að því að verksmiðjan var reist. Hann var einn valdamesti maður Írans áður en Bandaríkjamenn réðu hann af dögum í loftárás nærri Baghdad í Írak í byrjun árs 2020. QUDS sveitirnar hafa séð um að útvega vígahópum sem Íranar styðja í Mið-Austurlöndum vopn, fjármuni og þjálfun. Ísraelar felldu tvo herforingja úr QUDS í Damaskus í Sýrlandi í apríl. Sjá einnig: Íranar hóta hefndum gegn Ísrael Ísraelski embættismenn telja að leiðtogar Hezbollah hafi viljað hafa verksmiðjuna í Sýrlandi þar sem Ísraelar ættu erfiðar með að gera árásir þar en í Líbanon. Fyrst sprengjur, svo menn Charles Lister, sérfræðingur í málnefnum Mið-Austurlanda, segir Ísraela hafa unnið að þessari árás í fimm ár. Þeir hafi fyrst gert loftárásir á fjórar varðstöðvar sýrlenska hersins við Masyaf. Þar á meðal hafi verið loftvarnarkerfi og vegir að rannsóknarstöðinni. Önnur bylgja loftárása beindist að rannsóknarstöðinni sjálfri, sem tengist verksmiðjunni með neðanjarðargöngum. Í þriðju bylgjunni voru sérsveitarmenn fluttir á vettvang um borð í þyrlum og nutu þeir stuðnings flugmanna sem flugu drónum yfir svæðinu og skutu á sýrlenska hermenn sem reyndu að koma verjendum verksmiðjunnar til aðstoðar. Sýrlenskur hermaður í Masyaf. Ekki liggur fyrir hve margir hermenn féllu í aðgerðum Ísraela.AP/Omar Sanadiki Lister segir að rannsóknarstöðin við Masyaf og umrædd verksmiðja hafi spilað stóra rullu í vopnaþróun Sýrlands, eins og þróun eldflauga, svokallaðra tunnusprengja og annarra vopna. Sérsveitarmennirnir tóku stjórn á verksmiðjunni og eru þeir sagðir hafa fellt einhverja óvini áður en þeir komu sprengjum fyrir og grönduðu verksmiðjunni. Í frétt New York Times segir að hermennirnir hafi einnig komið höndum yfir skjöl og búnað úr verksmiðjunni en þeir munu ekki hafa orðið fyrir mannfalli.
Ísrael Sýrland Líbanon Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira