Hútar vilja háþróaðar stýriflaugar frá Rússum Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2024 10:15 Hútar hafa skotið fjölmörgum eldflaugum að frakt- og herskipum á Rauðahafi á undanförnum mánuðum. AP/Ansar Allah Media Erindrekar frá Íran hafa komið að viðræðum milli yfirvalda í Rússlandi og Húta í Jemen, sem vilja fá háþróaðar eldflaugar frá Rússum til að sökkva skipum á Rauðahafi. Hútar hafa gert ítrekaðar árásir á skip á svæðinu og óttast er að umræddar eldflaugar gætu aukið getu þeirra til muna. Hópurinn stjórnar Sanaa, höfuðborg Jemen, og stórum hlutum landsins í norðri og vestri. Átökin hafa leitt til hrikalegs mannúðarástands í Jemen, þar sem fátækt er mikil. Hungursneyð og smitsóttir hafa leikið í íbúa landsins grátt. Frá því hernaður Ísraela á Gasaströndinni hófst hafa Hútar, sem njóta stuðnings frá Íran eins og Hamas og Hezbollah, gert ítrekaðar dróna- og eldflaugaárásir á fraktskip og herskip á Rauðahafi. Þeir hafa sökkt að minnsta kosti tveimur skipum og tekið eitt hervaldi. Bretar og Bandaríkjamenn hafa gert fjölmargar árásir gegn Hútum og skotið niður fjölda eldflauga og dróna. Hútar hafa einnig skotið niður að minnsta kosti tvo bandaríska MQ-9 Reaper dróna með flugskeyti. Sjá einnig: Segjast hafa skotið á flugmóðurskip eftir loftárásir Sjö heimildarmenn Reuters fréttaveitunnar sem þekkja til viðræðnanna segja að ekki sé búið að taka ákvörðun í Kreml um hvort senda eigi Hútum eldflaugarnar sem þeir vilja. Þar er um að ræða svokallaðar Yakhont eða P-800-eldflaugar, sem eru hljóðfráar stýriflaugar sem hannaðar eru til að sökkva skipum og eiga að geta drifið allt að þrjú hundruð kílómetra. Stýriflaugarnar voru fyrst þróaðar árið 1993 en þær fljúga á rúmlega tvöföldum hljóðhraða í um tíu til fimmtán metra hæð í átt að skotmörkum sínum og geta verið búnar allt að 250 kílógrömmum af sprengiefni. Slíkar eldflaugar myndu gera Hútum kleift að gera mun skæðari árásir á fraktskip á Rauðahafi og ógna vestrænum herskipum sem hafa verið notuð til að verja skipasiglingar um hafsvæðið á undanförnum mánuðum. Hér að neðan má sjá gamla frétt NBC News um tilraunir Rússa með eldflaugarnar. Tengja stýriflaugarnar við kröfu Úkraínumanna Reuters hefur eftir heimildarmönnum sínum að Ebrahim Raisi, fyrrverandi forseti Írans, sem lést í þyrluslysi í maí, hafi byrjað á því að hafa milligöngu milli Rússa og Húta. Þá segir miðillinn að rússneskir erindrekar hafi tvisvar sinnum fundað með sendinefnd Húta í Tehran í Íran á þessu ári. Þar eru þeir sagðir hafa rætt hvort Rússar væru tilbúnir til að senda Hútum áðurnefndar stýriflaugar í tugatali. Til að koma slíkum vopnum í hendur Húta, þyrfti það að gerast án þess að Bandaríkjamenn og aðrir kæmust að því og Rússar þyrftu einnig að þjálfa Húta í notkun stýriflauganna. Ferlið væri nokkuð umfangsmikið. Rússar hafa þó áður sent Yakhont-stýriflaugar til Hezbollah í Líbanon. Bandaríkjamenn eru sagðir hafa áhyggjur af því að veiti þeir Úkraínumönnum leyfi til að nota bandarísk vopn til árása í Rússlandi, muni ráðamenn í Kreml ákveða að senda Hútum stýriflaugar. Háttsettur bandarískur embættismaður sagði Reuters að vísbendingar væru um að viðræður Rússa og Húta tengdust að einhverju leyti kröfum Úkraínumanna um áðurnefnd leyfi. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði til að mynda í júní að Rússar gætu sent langdræg vopn til andstæðinga Bandaríkjanna og annarra víðsvegar um heim. Öryggissérfræðingar segja í höndum Húta myndu stýriflaugarnar gerbreyta öryggisástandinu í Mið-Austurlöndum. Hútar gætu ekki eingöngu notað þær gegn breskum og bandarískum herskipum, eða fraktskipum, heldur einnig gegn skotmörkum í Sádi-Arabíu. Sádar eru sagðir hafa komið áhyggjum sínum á framfæri við yfirvöld í Rússlandi. Jemen Rússland Íran Bandaríkin Bretland Sádi-Arabía Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Skipaflutningar Tengdar fréttir Lofar að svara árásum Húta af hörku Flugskeyti sem skotið var frá Jemen til Ísrael virkjuðu í morgun loftvarnaflautur á alþjóðlega flugvellinum í Tel Aviv í Ísrael. Flugskeytunum var skotið í loft upp af Hútum, uppreisnarmönnum í Jemen sem studdir eru af írönskum yfirvöldum. Forsætisráðherra Ísrael segir að árásunum verði svarað. 15. september 2024 12:18 Þrír drepnir í árás Ísraela í Jemen Þrír voru drepnir og um 80 manns særðust í loftárásum Ísraela á hafnarborgina Hodeida í Jemen í gær. Árásin er viðbragð við loftárás Húta á Tel Aviv í Ísrael þar sem einn lét lífið og tíu særðust. 21. júlí 2024 07:50 Íranskir sérsveitarmenn tóku stjórn á flutningaskipi Hermenn frá Byltingarvörðum Írans tóku í morgun stjórn á flutningaskipi nærri Hormuz-sundi. Skipinu var í kjölfarið siglt inn í landhelgi Írans en skipið er sagt tengjast Ísrael, þó því sé siglt undir fána Portúgal. 13. apríl 2024 14:44 Skip sökk eftir loftárás Húta Flutningaskipið Rubymar sökk í Rauðahafinu í gærkvöldi eftir loftárás Húta í Jemen. Skipið er það fyrsta til þess að sökkva vegna aðgerða Húta í tengslum við stríðið á Gasa. 2. mars 2024 13:44 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Hópurinn stjórnar Sanaa, höfuðborg Jemen, og stórum hlutum landsins í norðri og vestri. Átökin hafa leitt til hrikalegs mannúðarástands í Jemen, þar sem fátækt er mikil. Hungursneyð og smitsóttir hafa leikið í íbúa landsins grátt. Frá því hernaður Ísraela á Gasaströndinni hófst hafa Hútar, sem njóta stuðnings frá Íran eins og Hamas og Hezbollah, gert ítrekaðar dróna- og eldflaugaárásir á fraktskip og herskip á Rauðahafi. Þeir hafa sökkt að minnsta kosti tveimur skipum og tekið eitt hervaldi. Bretar og Bandaríkjamenn hafa gert fjölmargar árásir gegn Hútum og skotið niður fjölda eldflauga og dróna. Hútar hafa einnig skotið niður að minnsta kosti tvo bandaríska MQ-9 Reaper dróna með flugskeyti. Sjá einnig: Segjast hafa skotið á flugmóðurskip eftir loftárásir Sjö heimildarmenn Reuters fréttaveitunnar sem þekkja til viðræðnanna segja að ekki sé búið að taka ákvörðun í Kreml um hvort senda eigi Hútum eldflaugarnar sem þeir vilja. Þar er um að ræða svokallaðar Yakhont eða P-800-eldflaugar, sem eru hljóðfráar stýriflaugar sem hannaðar eru til að sökkva skipum og eiga að geta drifið allt að þrjú hundruð kílómetra. Stýriflaugarnar voru fyrst þróaðar árið 1993 en þær fljúga á rúmlega tvöföldum hljóðhraða í um tíu til fimmtán metra hæð í átt að skotmörkum sínum og geta verið búnar allt að 250 kílógrömmum af sprengiefni. Slíkar eldflaugar myndu gera Hútum kleift að gera mun skæðari árásir á fraktskip á Rauðahafi og ógna vestrænum herskipum sem hafa verið notuð til að verja skipasiglingar um hafsvæðið á undanförnum mánuðum. Hér að neðan má sjá gamla frétt NBC News um tilraunir Rússa með eldflaugarnar. Tengja stýriflaugarnar við kröfu Úkraínumanna Reuters hefur eftir heimildarmönnum sínum að Ebrahim Raisi, fyrrverandi forseti Írans, sem lést í þyrluslysi í maí, hafi byrjað á því að hafa milligöngu milli Rússa og Húta. Þá segir miðillinn að rússneskir erindrekar hafi tvisvar sinnum fundað með sendinefnd Húta í Tehran í Íran á þessu ári. Þar eru þeir sagðir hafa rætt hvort Rússar væru tilbúnir til að senda Hútum áðurnefndar stýriflaugar í tugatali. Til að koma slíkum vopnum í hendur Húta, þyrfti það að gerast án þess að Bandaríkjamenn og aðrir kæmust að því og Rússar þyrftu einnig að þjálfa Húta í notkun stýriflauganna. Ferlið væri nokkuð umfangsmikið. Rússar hafa þó áður sent Yakhont-stýriflaugar til Hezbollah í Líbanon. Bandaríkjamenn eru sagðir hafa áhyggjur af því að veiti þeir Úkraínumönnum leyfi til að nota bandarísk vopn til árása í Rússlandi, muni ráðamenn í Kreml ákveða að senda Hútum stýriflaugar. Háttsettur bandarískur embættismaður sagði Reuters að vísbendingar væru um að viðræður Rússa og Húta tengdust að einhverju leyti kröfum Úkraínumanna um áðurnefnd leyfi. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði til að mynda í júní að Rússar gætu sent langdræg vopn til andstæðinga Bandaríkjanna og annarra víðsvegar um heim. Öryggissérfræðingar segja í höndum Húta myndu stýriflaugarnar gerbreyta öryggisástandinu í Mið-Austurlöndum. Hútar gætu ekki eingöngu notað þær gegn breskum og bandarískum herskipum, eða fraktskipum, heldur einnig gegn skotmörkum í Sádi-Arabíu. Sádar eru sagðir hafa komið áhyggjum sínum á framfæri við yfirvöld í Rússlandi.
Jemen Rússland Íran Bandaríkin Bretland Sádi-Arabía Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Skipaflutningar Tengdar fréttir Lofar að svara árásum Húta af hörku Flugskeyti sem skotið var frá Jemen til Ísrael virkjuðu í morgun loftvarnaflautur á alþjóðlega flugvellinum í Tel Aviv í Ísrael. Flugskeytunum var skotið í loft upp af Hútum, uppreisnarmönnum í Jemen sem studdir eru af írönskum yfirvöldum. Forsætisráðherra Ísrael segir að árásunum verði svarað. 15. september 2024 12:18 Þrír drepnir í árás Ísraela í Jemen Þrír voru drepnir og um 80 manns særðust í loftárásum Ísraela á hafnarborgina Hodeida í Jemen í gær. Árásin er viðbragð við loftárás Húta á Tel Aviv í Ísrael þar sem einn lét lífið og tíu særðust. 21. júlí 2024 07:50 Íranskir sérsveitarmenn tóku stjórn á flutningaskipi Hermenn frá Byltingarvörðum Írans tóku í morgun stjórn á flutningaskipi nærri Hormuz-sundi. Skipinu var í kjölfarið siglt inn í landhelgi Írans en skipið er sagt tengjast Ísrael, þó því sé siglt undir fána Portúgal. 13. apríl 2024 14:44 Skip sökk eftir loftárás Húta Flutningaskipið Rubymar sökk í Rauðahafinu í gærkvöldi eftir loftárás Húta í Jemen. Skipið er það fyrsta til þess að sökkva vegna aðgerða Húta í tengslum við stríðið á Gasa. 2. mars 2024 13:44 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Lofar að svara árásum Húta af hörku Flugskeyti sem skotið var frá Jemen til Ísrael virkjuðu í morgun loftvarnaflautur á alþjóðlega flugvellinum í Tel Aviv í Ísrael. Flugskeytunum var skotið í loft upp af Hútum, uppreisnarmönnum í Jemen sem studdir eru af írönskum yfirvöldum. Forsætisráðherra Ísrael segir að árásunum verði svarað. 15. september 2024 12:18
Þrír drepnir í árás Ísraela í Jemen Þrír voru drepnir og um 80 manns særðust í loftárásum Ísraela á hafnarborgina Hodeida í Jemen í gær. Árásin er viðbragð við loftárás Húta á Tel Aviv í Ísrael þar sem einn lét lífið og tíu særðust. 21. júlí 2024 07:50
Íranskir sérsveitarmenn tóku stjórn á flutningaskipi Hermenn frá Byltingarvörðum Írans tóku í morgun stjórn á flutningaskipi nærri Hormuz-sundi. Skipinu var í kjölfarið siglt inn í landhelgi Írans en skipið er sagt tengjast Ísrael, þó því sé siglt undir fána Portúgal. 13. apríl 2024 14:44
Skip sökk eftir loftárás Húta Flutningaskipið Rubymar sökk í Rauðahafinu í gærkvöldi eftir loftárás Húta í Jemen. Skipið er það fyrsta til þess að sökkva vegna aðgerða Húta í tengslum við stríðið á Gasa. 2. mars 2024 13:44