Ótrúleg og áður óséð tölfræði: Tveir Arsenal-menn áttu enga sendingu Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2024 08:01 Kai Havertz lék allan leikinn gegn Manchester City en átti þó enga sendingu á samherja. Getty/James Gill Þeir Kai Havertz og Jurriën Timber áttu sinn þátt í 2-2 jafntefli Arsenal gegn Manchester City í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í gær. Hvorugur þeirra átti þó eina einustu sendingu á samherja. Timber reyndi alls sex sendingar í leiknum en engin þeirra skilaði sér á samherja. Havertz reyndi fimm sendingar. Um einsdæmi er að ræða í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, eða að minnsta kosti svo langt sem gagnasafn Opta tölfræðiveitunnar nær, frá tímabilinu 2003-04. Þeir Havertz og Timber komu nefnilega ekki inn á sem varamenn heldur léku meira en 89 mínútur í leiknum. Timber var skipt af velli í uppbótartíma en Havertz kláraði leikinn. Jurrien Timber and Kai Havertz failed to complete any of their passes against Man City today 😬They're the first outfield players on record to play 89+ minutes of a Premier League match and not successfully pass to a teammate 🙃#MCIARS pic.twitter.com/Mj1IBb8e53— BBC Sport (@BBCSport) September 22, 2024 Arsenal var í vörn allan seinni hálfleikinn eftir að Leandro Trossard fékk sitt annað gula spjald, og þar með rautt, í blálok fyrri hálfleiks fyrir að tefja að mati dómarans Michael Oliver. Liðið var þá 2-1 yfir, þrátt fyrir að Timber og Havertz hefðu ekki átt eina sendingu á samherja. Þeir fengu svo fá tækifæri til að spila boltanum í seinni hálfleik þegar City var nánast allan tímann með boltann, en jöfnunarmark City kom þó ekki fyrr en á síðustu stundu þegar John Stones tókst að jafna metin. Silva: Aðeins annað liðið vildi spila fótbolta Bernardo Silva, miðjumaður City, var ekki hrifinn af leikstíl Arsenal og sagði eftir leik: „Það var bara eitt lið sem kom til þess að spila fótbolta. Hitt liðið kom til þess að gera eins mikið og hægt væri með leyfi dómarans, því miður. Ég er ánægður með að við skulum alltaf fara á völlinn til þess að vinna hvern einasta leik,“ sagði Silva. Arsenal var aðeins nokkrum sekúndum frá því að verða fyrsta gestaliðið til að fagna sigri á Etihad-leikvanginum síðan Brentford vann þar fyrir tæpum tveimur árum, í nóvember 2022. „Það er kraftaverk að við höfum getað spilað svona í 56 mínútur á Etihad-vellinum, með tíu menn. Það sem við gerðum hérna er ótrúlegt,“ sagði Mikel Arteta stjóri Arsenal. Enski boltinn Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Sjá meira
Timber reyndi alls sex sendingar í leiknum en engin þeirra skilaði sér á samherja. Havertz reyndi fimm sendingar. Um einsdæmi er að ræða í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, eða að minnsta kosti svo langt sem gagnasafn Opta tölfræðiveitunnar nær, frá tímabilinu 2003-04. Þeir Havertz og Timber komu nefnilega ekki inn á sem varamenn heldur léku meira en 89 mínútur í leiknum. Timber var skipt af velli í uppbótartíma en Havertz kláraði leikinn. Jurrien Timber and Kai Havertz failed to complete any of their passes against Man City today 😬They're the first outfield players on record to play 89+ minutes of a Premier League match and not successfully pass to a teammate 🙃#MCIARS pic.twitter.com/Mj1IBb8e53— BBC Sport (@BBCSport) September 22, 2024 Arsenal var í vörn allan seinni hálfleikinn eftir að Leandro Trossard fékk sitt annað gula spjald, og þar með rautt, í blálok fyrri hálfleiks fyrir að tefja að mati dómarans Michael Oliver. Liðið var þá 2-1 yfir, þrátt fyrir að Timber og Havertz hefðu ekki átt eina sendingu á samherja. Þeir fengu svo fá tækifæri til að spila boltanum í seinni hálfleik þegar City var nánast allan tímann með boltann, en jöfnunarmark City kom þó ekki fyrr en á síðustu stundu þegar John Stones tókst að jafna metin. Silva: Aðeins annað liðið vildi spila fótbolta Bernardo Silva, miðjumaður City, var ekki hrifinn af leikstíl Arsenal og sagði eftir leik: „Það var bara eitt lið sem kom til þess að spila fótbolta. Hitt liðið kom til þess að gera eins mikið og hægt væri með leyfi dómarans, því miður. Ég er ánægður með að við skulum alltaf fara á völlinn til þess að vinna hvern einasta leik,“ sagði Silva. Arsenal var aðeins nokkrum sekúndum frá því að verða fyrsta gestaliðið til að fagna sigri á Etihad-leikvanginum síðan Brentford vann þar fyrir tæpum tveimur árum, í nóvember 2022. „Það er kraftaverk að við höfum getað spilað svona í 56 mínútur á Etihad-vellinum, með tíu menn. Það sem við gerðum hérna er ótrúlegt,“ sagði Mikel Arteta stjóri Arsenal.
Enski boltinn Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Sjá meira