Gary Martin kveður Ísland: „Takk fyrir mig“ Aron Guðmundsson skrifar 9. september 2024 15:33 Gary Martin og Stefán Logi Magnússon fagna bikarmeistaratitli á sínum tíma með KR vísir/andri marinó Komið er að tímamótum á ferli enska sóknarmannsins Gary Martin sem leikið hefur hér á landi við góðan orðstír nær óslitið frá árinu 2010. Englendingurinn er á leið heim eftir farsælan feril hér á landi og hann þakkar fyrir sig í hjartnæmri færslu á samfélagsmiðlum. Sem leikmaður hér á landi í yfir áratug hefur Gary Martin unnið alla titla sem hægt er að vinna. Gary varð Íslandsmeistari með KR 2013 og bikarmeistari 2012 og 2014. Þá hefur hann skorað 57 mörk í 108 leikjum í efstu deild á Íslandi en í sumar hefur hann leikið með Víkingi Ólafsvík í 2.deild og mun að öllum líkindum leika sinn síðasta leik hér á landi um komandi helgi þegar að Víkingur Ólafsvík tekur á móti Kormáki/Hvöt í lokaumferð 2.deildarinnar. „Eftir yfir áratug á Íslandi mun ég nú flytja aftur heim til Englands og spila þar í vetur,“ skrifar Gary í færslu á samfélagsmiðlum sem birtist fyrr í dag. „Það gæti verið að ég snúi aftur á næsta ári, mögulega á lánssamningi yfir sumartímann en það er ekkert í hendi varðandi mögulega endurkomu til Íslands. Ég vil því þakka þeim liðum sem ég hef spilað fyrir á Íslandi á þessum rúma áratug. ÍA, KR, ÍBV, Valur, Víkingur Reykjavík, Selfoss og Víkingur Ólafsvík. Gary Martin hefur komið víða við hér á landi en fyrst skaust hann fram á sjónarsviðið með liði ÍA.Mynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson Nokkur þessara félaga eigi sérstakan stað í hjarta hans. „Félög sem ég mun ávallt vera þakklátur fyrir að hafa komist í kynni við. ÍA fyrir að hafa gefið mér tækifæri á sínum tíma sem 19 ára gömlum leikmanni. Án félagsins hefði ég ekki orðið að neinu. KR fyrir að hafa gefið mér tækifæri að spila fyrir stærsta félag landsins og gert mér það kleift að vinna allt sem hægt var að vinna. Og svo Víkingur Ólafsvík sem gaf mér færi á því að finna aftur gleðina í fótboltanum. Leikmenn liðsins, þjálfarateymið og allir í kringum félagið hafa reynst mér mjög vel.“ Þá skilar Gary kveðju til allra þeirra leikmanna sem hann hefur spilað með á meðan á tíma hans hér á landi stóð. „Einhverjir þeirra munu hafa kunnað vel við mig, aðrir vafalaust hatað mig. En ég hafði alltaf það markmið að vinna.“ Gary fagnar Íslandsmeistaratitli með Hannesi Halldórssyni og KR á sínum tímaVísir/Vilhelm Alls hefur Gary Martin spilað 347 keppnisleiki hér á landi samkvæmt tölfræði á vef Knattspyrnusambands Íslands og í þeim leikjum skorað 188 mörk og hið minnsta einn leikur eftir fyrir hann til þess að bæta við markafjölda sinn hér á landi. „Ísland. Takk fyrir mig. Frábært land. Frábært fólk,“ skrifar Gary svo í lok færslu sinnar. Íslenski boltinn ÍA KR Valur Víkingur Reykjavík Víkingur Ólafsvík UMF Selfoss Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport „Manchester er heima“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Sem leikmaður hér á landi í yfir áratug hefur Gary Martin unnið alla titla sem hægt er að vinna. Gary varð Íslandsmeistari með KR 2013 og bikarmeistari 2012 og 2014. Þá hefur hann skorað 57 mörk í 108 leikjum í efstu deild á Íslandi en í sumar hefur hann leikið með Víkingi Ólafsvík í 2.deild og mun að öllum líkindum leika sinn síðasta leik hér á landi um komandi helgi þegar að Víkingur Ólafsvík tekur á móti Kormáki/Hvöt í lokaumferð 2.deildarinnar. „Eftir yfir áratug á Íslandi mun ég nú flytja aftur heim til Englands og spila þar í vetur,“ skrifar Gary í færslu á samfélagsmiðlum sem birtist fyrr í dag. „Það gæti verið að ég snúi aftur á næsta ári, mögulega á lánssamningi yfir sumartímann en það er ekkert í hendi varðandi mögulega endurkomu til Íslands. Ég vil því þakka þeim liðum sem ég hef spilað fyrir á Íslandi á þessum rúma áratug. ÍA, KR, ÍBV, Valur, Víkingur Reykjavík, Selfoss og Víkingur Ólafsvík. Gary Martin hefur komið víða við hér á landi en fyrst skaust hann fram á sjónarsviðið með liði ÍA.Mynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson Nokkur þessara félaga eigi sérstakan stað í hjarta hans. „Félög sem ég mun ávallt vera þakklátur fyrir að hafa komist í kynni við. ÍA fyrir að hafa gefið mér tækifæri á sínum tíma sem 19 ára gömlum leikmanni. Án félagsins hefði ég ekki orðið að neinu. KR fyrir að hafa gefið mér tækifæri að spila fyrir stærsta félag landsins og gert mér það kleift að vinna allt sem hægt var að vinna. Og svo Víkingur Ólafsvík sem gaf mér færi á því að finna aftur gleðina í fótboltanum. Leikmenn liðsins, þjálfarateymið og allir í kringum félagið hafa reynst mér mjög vel.“ Þá skilar Gary kveðju til allra þeirra leikmanna sem hann hefur spilað með á meðan á tíma hans hér á landi stóð. „Einhverjir þeirra munu hafa kunnað vel við mig, aðrir vafalaust hatað mig. En ég hafði alltaf það markmið að vinna.“ Gary fagnar Íslandsmeistaratitli með Hannesi Halldórssyni og KR á sínum tímaVísir/Vilhelm Alls hefur Gary Martin spilað 347 keppnisleiki hér á landi samkvæmt tölfræði á vef Knattspyrnusambands Íslands og í þeim leikjum skorað 188 mörk og hið minnsta einn leikur eftir fyrir hann til þess að bæta við markafjölda sinn hér á landi. „Ísland. Takk fyrir mig. Frábært land. Frábært fólk,“ skrifar Gary svo í lok færslu sinnar.
Íslenski boltinn ÍA KR Valur Víkingur Reykjavík Víkingur Ólafsvík UMF Selfoss Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport „Manchester er heima“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó