Gary Martin kveður Ísland: „Takk fyrir mig“ Aron Guðmundsson skrifar 9. september 2024 15:33 Gary Martin og Stefán Logi Magnússon fagna bikarmeistaratitli á sínum tíma með KR vísir/andri marinó Komið er að tímamótum á ferli enska sóknarmannsins Gary Martin sem leikið hefur hér á landi við góðan orðstír nær óslitið frá árinu 2010. Englendingurinn er á leið heim eftir farsælan feril hér á landi og hann þakkar fyrir sig í hjartnæmri færslu á samfélagsmiðlum. Sem leikmaður hér á landi í yfir áratug hefur Gary Martin unnið alla titla sem hægt er að vinna. Gary varð Íslandsmeistari með KR 2013 og bikarmeistari 2012 og 2014. Þá hefur hann skorað 57 mörk í 108 leikjum í efstu deild á Íslandi en í sumar hefur hann leikið með Víkingi Ólafsvík í 2.deild og mun að öllum líkindum leika sinn síðasta leik hér á landi um komandi helgi þegar að Víkingur Ólafsvík tekur á móti Kormáki/Hvöt í lokaumferð 2.deildarinnar. „Eftir yfir áratug á Íslandi mun ég nú flytja aftur heim til Englands og spila þar í vetur,“ skrifar Gary í færslu á samfélagsmiðlum sem birtist fyrr í dag. „Það gæti verið að ég snúi aftur á næsta ári, mögulega á lánssamningi yfir sumartímann en það er ekkert í hendi varðandi mögulega endurkomu til Íslands. Ég vil því þakka þeim liðum sem ég hef spilað fyrir á Íslandi á þessum rúma áratug. ÍA, KR, ÍBV, Valur, Víkingur Reykjavík, Selfoss og Víkingur Ólafsvík. Gary Martin hefur komið víða við hér á landi en fyrst skaust hann fram á sjónarsviðið með liði ÍA.Mynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson Nokkur þessara félaga eigi sérstakan stað í hjarta hans. „Félög sem ég mun ávallt vera þakklátur fyrir að hafa komist í kynni við. ÍA fyrir að hafa gefið mér tækifæri á sínum tíma sem 19 ára gömlum leikmanni. Án félagsins hefði ég ekki orðið að neinu. KR fyrir að hafa gefið mér tækifæri að spila fyrir stærsta félag landsins og gert mér það kleift að vinna allt sem hægt var að vinna. Og svo Víkingur Ólafsvík sem gaf mér færi á því að finna aftur gleðina í fótboltanum. Leikmenn liðsins, þjálfarateymið og allir í kringum félagið hafa reynst mér mjög vel.“ Þá skilar Gary kveðju til allra þeirra leikmanna sem hann hefur spilað með á meðan á tíma hans hér á landi stóð. „Einhverjir þeirra munu hafa kunnað vel við mig, aðrir vafalaust hatað mig. En ég hafði alltaf það markmið að vinna.“ Gary fagnar Íslandsmeistaratitli með Hannesi Halldórssyni og KR á sínum tímaVísir/Vilhelm Alls hefur Gary Martin spilað 347 keppnisleiki hér á landi samkvæmt tölfræði á vef Knattspyrnusambands Íslands og í þeim leikjum skorað 188 mörk og hið minnsta einn leikur eftir fyrir hann til þess að bæta við markafjölda sinn hér á landi. „Ísland. Takk fyrir mig. Frábært land. Frábært fólk,“ skrifar Gary svo í lok færslu sinnar. Íslenski boltinn ÍA KR Valur Víkingur Reykjavík Víkingur Ólafsvík UMF Selfoss Mest lesið Yfirlýsing Alberts: Ákveðinn léttir eftir erfitt ár Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Litháen 0-2 | Vonir íslenska liðsins orðnar að engu Fótbolti Miklar líkur á vandræðalegri stöðu fyrir Ísland Fótbolti Finnur Freyr í veikindaleyfi Körfubolti Åge óviss varðandi Albert: „Gæti verið ómögulegt“ Fótbolti Þak leikvangsins rifnaði í tætlur Sport Åge ræður hvort kallað verði í Albert Fótbolti Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 88-95 | Þórsarar kláruðu dæmið í framlengingu Körfubolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 86-87 | Linards klikkaði á línunni og Stjarnan stóð uppi sem sigurvegari Körfubolti Uppgjörið: ÍR - Tindastóll 82-93 | Stólarnir komnir á blað Körfubolti Fleiri fréttir „Annað hvort væri ég ólétt eða að hætta“ Jón Þór framlengir til þriggja ára Stúkan: Stórkostleg afgreiðsla nema litli fuglinn hafi rétt fyrir sér „Röð tilviljana að HK sé ekki búið að fá víti í sumar“ Stjarnan fær akureyskan markvörð frá Grindavík Sakar stjórn Fylkis um óheiðarleika Svona mark sést bara á nokkurra ára fresti: „Algjörlega einstakt“ Handrit Ástu Eirar fékk fullkomin endalok Mældu tímann í Kórnum: „Mér finnst þetta alveg galið“ Varði mark botnliðsins en bar samt af Gylfi Þór ekki í hóp Vals í gær en á landsliðsæfingu í dag Tárvot Ásta sátt í hjarta sínu með ákvörðunina Katrín ekki með slitið krossband „Átti þetta tækifæri skilið“ Þekkti þjálfarann og fékk því himnasendingu frá Reyðarfirði Bergrós besti dómari Bestu deildar kvenna Mörkin úr Bestu: Sjáðu sturlað mark Emils frá miðju og Davíð bjarga stigi Sjáðu atvikið: Reiður Rúnar sá rautt „Þú ert skilgreindur af nútíðinni“ Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-2 | Óskar Örn bjargaði stigi fyrir Víking Uppgjörið: HK - Fylkir 2-2 | Brynjar Snær felldi Fylki Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-2 | Óbreytt staða á toppnum eftir jafntefli á Kópavogsvelli „Ég verð bara að setja fleiri í vegginn næst og standa í nærhorninu“ Uppgjörið: KA - KR 0-4 | Gott gengi KR heldur áfram Uppgjörið: ÍA - FH 4-1 | Skagamenn blanda sér í baráttuna um þriðja sætið Fyrirliði Íslandsmeistaranna hætt Sjáðu vandræðalegt vítaklúður Viðars Vaknar Árbærinn aftur? Sækja innblástur til kvennaliðsins: „Frábært að fylgjast með þessu“ Sjáðu Andra Rúnar skjóta Fram í kaf Sjá meira
Sem leikmaður hér á landi í yfir áratug hefur Gary Martin unnið alla titla sem hægt er að vinna. Gary varð Íslandsmeistari með KR 2013 og bikarmeistari 2012 og 2014. Þá hefur hann skorað 57 mörk í 108 leikjum í efstu deild á Íslandi en í sumar hefur hann leikið með Víkingi Ólafsvík í 2.deild og mun að öllum líkindum leika sinn síðasta leik hér á landi um komandi helgi þegar að Víkingur Ólafsvík tekur á móti Kormáki/Hvöt í lokaumferð 2.deildarinnar. „Eftir yfir áratug á Íslandi mun ég nú flytja aftur heim til Englands og spila þar í vetur,“ skrifar Gary í færslu á samfélagsmiðlum sem birtist fyrr í dag. „Það gæti verið að ég snúi aftur á næsta ári, mögulega á lánssamningi yfir sumartímann en það er ekkert í hendi varðandi mögulega endurkomu til Íslands. Ég vil því þakka þeim liðum sem ég hef spilað fyrir á Íslandi á þessum rúma áratug. ÍA, KR, ÍBV, Valur, Víkingur Reykjavík, Selfoss og Víkingur Ólafsvík. Gary Martin hefur komið víða við hér á landi en fyrst skaust hann fram á sjónarsviðið með liði ÍA.Mynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson Nokkur þessara félaga eigi sérstakan stað í hjarta hans. „Félög sem ég mun ávallt vera þakklátur fyrir að hafa komist í kynni við. ÍA fyrir að hafa gefið mér tækifæri á sínum tíma sem 19 ára gömlum leikmanni. Án félagsins hefði ég ekki orðið að neinu. KR fyrir að hafa gefið mér tækifæri að spila fyrir stærsta félag landsins og gert mér það kleift að vinna allt sem hægt var að vinna. Og svo Víkingur Ólafsvík sem gaf mér færi á því að finna aftur gleðina í fótboltanum. Leikmenn liðsins, þjálfarateymið og allir í kringum félagið hafa reynst mér mjög vel.“ Þá skilar Gary kveðju til allra þeirra leikmanna sem hann hefur spilað með á meðan á tíma hans hér á landi stóð. „Einhverjir þeirra munu hafa kunnað vel við mig, aðrir vafalaust hatað mig. En ég hafði alltaf það markmið að vinna.“ Gary fagnar Íslandsmeistaratitli með Hannesi Halldórssyni og KR á sínum tímaVísir/Vilhelm Alls hefur Gary Martin spilað 347 keppnisleiki hér á landi samkvæmt tölfræði á vef Knattspyrnusambands Íslands og í þeim leikjum skorað 188 mörk og hið minnsta einn leikur eftir fyrir hann til þess að bæta við markafjölda sinn hér á landi. „Ísland. Takk fyrir mig. Frábært land. Frábært fólk,“ skrifar Gary svo í lok færslu sinnar.
Íslenski boltinn ÍA KR Valur Víkingur Reykjavík Víkingur Ólafsvík UMF Selfoss Mest lesið Yfirlýsing Alberts: Ákveðinn léttir eftir erfitt ár Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Litháen 0-2 | Vonir íslenska liðsins orðnar að engu Fótbolti Miklar líkur á vandræðalegri stöðu fyrir Ísland Fótbolti Finnur Freyr í veikindaleyfi Körfubolti Åge óviss varðandi Albert: „Gæti verið ómögulegt“ Fótbolti Þak leikvangsins rifnaði í tætlur Sport Åge ræður hvort kallað verði í Albert Fótbolti Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 88-95 | Þórsarar kláruðu dæmið í framlengingu Körfubolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 86-87 | Linards klikkaði á línunni og Stjarnan stóð uppi sem sigurvegari Körfubolti Uppgjörið: ÍR - Tindastóll 82-93 | Stólarnir komnir á blað Körfubolti Fleiri fréttir „Annað hvort væri ég ólétt eða að hætta“ Jón Þór framlengir til þriggja ára Stúkan: Stórkostleg afgreiðsla nema litli fuglinn hafi rétt fyrir sér „Röð tilviljana að HK sé ekki búið að fá víti í sumar“ Stjarnan fær akureyskan markvörð frá Grindavík Sakar stjórn Fylkis um óheiðarleika Svona mark sést bara á nokkurra ára fresti: „Algjörlega einstakt“ Handrit Ástu Eirar fékk fullkomin endalok Mældu tímann í Kórnum: „Mér finnst þetta alveg galið“ Varði mark botnliðsins en bar samt af Gylfi Þór ekki í hóp Vals í gær en á landsliðsæfingu í dag Tárvot Ásta sátt í hjarta sínu með ákvörðunina Katrín ekki með slitið krossband „Átti þetta tækifæri skilið“ Þekkti þjálfarann og fékk því himnasendingu frá Reyðarfirði Bergrós besti dómari Bestu deildar kvenna Mörkin úr Bestu: Sjáðu sturlað mark Emils frá miðju og Davíð bjarga stigi Sjáðu atvikið: Reiður Rúnar sá rautt „Þú ert skilgreindur af nútíðinni“ Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-2 | Óskar Örn bjargaði stigi fyrir Víking Uppgjörið: HK - Fylkir 2-2 | Brynjar Snær felldi Fylki Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-2 | Óbreytt staða á toppnum eftir jafntefli á Kópavogsvelli „Ég verð bara að setja fleiri í vegginn næst og standa í nærhorninu“ Uppgjörið: KA - KR 0-4 | Gott gengi KR heldur áfram Uppgjörið: ÍA - FH 4-1 | Skagamenn blanda sér í baráttuna um þriðja sætið Fyrirliði Íslandsmeistaranna hætt Sjáðu vandræðalegt vítaklúður Viðars Vaknar Árbærinn aftur? Sækja innblástur til kvennaliðsins: „Frábært að fylgjast með þessu“ Sjáðu Andra Rúnar skjóta Fram í kaf Sjá meira
Uppgjörið: KR - Stjarnan 86-87 | Linards klikkaði á línunni og Stjarnan stóð uppi sem sigurvegari Körfubolti
Uppgjörið: KR - Stjarnan 86-87 | Linards klikkaði á línunni og Stjarnan stóð uppi sem sigurvegari Körfubolti