„Gríðarlega krefjandi“ verkefni við hræðilegar aðstæður Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. september 2024 16:19 Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir. Hann segir bólusetningarátakið á Gasa gríðarerfitt og flókið verkefni. Kapphlaup við tímann er nú hafið á Gasa, þar sem byrjað er að bólusetja við lömunarveiki. Barnalæknir segir verkefnið gríðarerfitt og að bólusetningarnar einar og sér dugi ekki. Sex gíslar Hamas-samtakanna fundust látnir í hernaðaraðgerð Ísraelsmanna í dag og eru sagðir hafa verið drepnir skömmu áður en herinn náði til þeirra. „Dagurinn í dag er erfiður. Hjarta þjóðarinnar er brostið. Ég, ásamt öllum samlöndum mínum, er í áfalli yfir hryllilegu morðinu á sex gíslum,“ sagði Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels í ávarpi til þjóðar sinnar í dag, eftir að staðfest var að gíslarnir, fjórir karlar og tvær konur, hefðu fundist látnir í hernaðaraðgerð í neðanjarðargöngum í Rafa. Allir höfðu þeir verið í haldi Hamas frá 7. október. Ísraelsmenn segja gíslana hafa verið drepna skömmu áður en náð var til þeirra. Enn er talið að um hundrað gíslar séu i haldi Hamas. Netanjahú hét því að láta ekki staðar numið fyrr en gíslarnir yrðu frelsaðir. Honum hefur hingað til ekki tekist að ná slíku samkomulagi og hefur sætt harðri gagnrýni fyrir, boðað hefur verið til fjöldamótmæla gegn honum og stjórn hans víða í Ísrael eftir vendingar dagsins. Hættulegar aðstæður fyrir heilbrigðisstarfsfólk Á Gasa er nú stefnt að því að bólusetja 640 þúsund börn gegn lömunarveiki eftir að tíu mánaða barn greindist með sjúkdóminn í ágúst, í fyrsta sinn í aldarfjórðung. Bólusetningin hófst í dag og tímabundnu vopnahléi, hluta úr degi, verður komið á meðan heilbrigðisstarfsfólk athafnar sig. Valtýr Stefánsson Thors barnasmitsjúkdómalæknir segir lömunarveiki hræðilegan sjúkdóm sem haft geti mjög alvarlegar afleiðingar; lömun ævilangt og jafnvel leitt til dauða. „Þegar ástandið er svona þá er bara gríðarlega krefjandi að framkvæma þetta. Það er skortur á hreinu vatni, skortur á matvælum, fólk er ekki lengur á heimilum sínum og hefur hrakist á brott þannig að það er mjög erfitt að finna alla og koma bóluefnunum á réttan stað, þannig að þetta er óhemju krefjandi verkefni,“ segir Valtýr. Aðstæður séu auk þess afar hættulegar fyrir heilbrigðisstarfsfólkið á svæðinu. Nauðsynlegt sé að tryggja öryggi þeirra, sem flæki málin enn frekar. „Þetta er mikilvægt átak en það er ólíklegt að þetta eitt og sér muni duga, þó að þetta sé einstaklega mikilvægt að gera þetta núna og að allir aðilar skilji mikilvægi þess. En svo spilar ótrúlega margt annað inn í og margir aðrir sjúkdómar fara á flug þegar ástandið er svona,“ segir Valtýr. Bólusetningar Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Sex gíslar fundust látnir Sex einstaklingar sem voru teknir í gíslingu Hamas 7. október fundust látnir á Gasaströndinni í gær. Ísraelski herinn sagðist hafa fundið líkin í hernaðaraðgerð í neðanjarðargöngum í Rafah. 1. september 2024 08:39 Láta af átökum í þrjá daga til að greiða fyrir bólusetningum Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir Ísrael og Hamas hafa samþykkt að láta af átökum á Gasa til að greiða fyrir bólusetningu barna gegn mænusótt. Bólusetningar eiga að hefjast á sunnudag. 30. ágúst 2024 06:41 Aukin spenna vegna aðgerða Ísraelshers á Vesturbakkanum Ísraelsher segist hafa drepið fimm „hryðjuverkamenn“ sem voru „í felum“ á Vesturbakkanum. Aðgerðir Ísraelsmanna hafa meðal annars beinst gegn Tulkarm, þar sem herinn segir mennina hafa falið sig í mosku. 29. ágúst 2024 10:47 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
„Dagurinn í dag er erfiður. Hjarta þjóðarinnar er brostið. Ég, ásamt öllum samlöndum mínum, er í áfalli yfir hryllilegu morðinu á sex gíslum,“ sagði Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels í ávarpi til þjóðar sinnar í dag, eftir að staðfest var að gíslarnir, fjórir karlar og tvær konur, hefðu fundist látnir í hernaðaraðgerð í neðanjarðargöngum í Rafa. Allir höfðu þeir verið í haldi Hamas frá 7. október. Ísraelsmenn segja gíslana hafa verið drepna skömmu áður en náð var til þeirra. Enn er talið að um hundrað gíslar séu i haldi Hamas. Netanjahú hét því að láta ekki staðar numið fyrr en gíslarnir yrðu frelsaðir. Honum hefur hingað til ekki tekist að ná slíku samkomulagi og hefur sætt harðri gagnrýni fyrir, boðað hefur verið til fjöldamótmæla gegn honum og stjórn hans víða í Ísrael eftir vendingar dagsins. Hættulegar aðstæður fyrir heilbrigðisstarfsfólk Á Gasa er nú stefnt að því að bólusetja 640 þúsund börn gegn lömunarveiki eftir að tíu mánaða barn greindist með sjúkdóminn í ágúst, í fyrsta sinn í aldarfjórðung. Bólusetningin hófst í dag og tímabundnu vopnahléi, hluta úr degi, verður komið á meðan heilbrigðisstarfsfólk athafnar sig. Valtýr Stefánsson Thors barnasmitsjúkdómalæknir segir lömunarveiki hræðilegan sjúkdóm sem haft geti mjög alvarlegar afleiðingar; lömun ævilangt og jafnvel leitt til dauða. „Þegar ástandið er svona þá er bara gríðarlega krefjandi að framkvæma þetta. Það er skortur á hreinu vatni, skortur á matvælum, fólk er ekki lengur á heimilum sínum og hefur hrakist á brott þannig að það er mjög erfitt að finna alla og koma bóluefnunum á réttan stað, þannig að þetta er óhemju krefjandi verkefni,“ segir Valtýr. Aðstæður séu auk þess afar hættulegar fyrir heilbrigðisstarfsfólkið á svæðinu. Nauðsynlegt sé að tryggja öryggi þeirra, sem flæki málin enn frekar. „Þetta er mikilvægt átak en það er ólíklegt að þetta eitt og sér muni duga, þó að þetta sé einstaklega mikilvægt að gera þetta núna og að allir aðilar skilji mikilvægi þess. En svo spilar ótrúlega margt annað inn í og margir aðrir sjúkdómar fara á flug þegar ástandið er svona,“ segir Valtýr.
Bólusetningar Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Sex gíslar fundust látnir Sex einstaklingar sem voru teknir í gíslingu Hamas 7. október fundust látnir á Gasaströndinni í gær. Ísraelski herinn sagðist hafa fundið líkin í hernaðaraðgerð í neðanjarðargöngum í Rafah. 1. september 2024 08:39 Láta af átökum í þrjá daga til að greiða fyrir bólusetningum Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir Ísrael og Hamas hafa samþykkt að láta af átökum á Gasa til að greiða fyrir bólusetningu barna gegn mænusótt. Bólusetningar eiga að hefjast á sunnudag. 30. ágúst 2024 06:41 Aukin spenna vegna aðgerða Ísraelshers á Vesturbakkanum Ísraelsher segist hafa drepið fimm „hryðjuverkamenn“ sem voru „í felum“ á Vesturbakkanum. Aðgerðir Ísraelsmanna hafa meðal annars beinst gegn Tulkarm, þar sem herinn segir mennina hafa falið sig í mosku. 29. ágúst 2024 10:47 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Sex gíslar fundust látnir Sex einstaklingar sem voru teknir í gíslingu Hamas 7. október fundust látnir á Gasaströndinni í gær. Ísraelski herinn sagðist hafa fundið líkin í hernaðaraðgerð í neðanjarðargöngum í Rafah. 1. september 2024 08:39
Láta af átökum í þrjá daga til að greiða fyrir bólusetningum Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir Ísrael og Hamas hafa samþykkt að láta af átökum á Gasa til að greiða fyrir bólusetningu barna gegn mænusótt. Bólusetningar eiga að hefjast á sunnudag. 30. ágúst 2024 06:41
Aukin spenna vegna aðgerða Ísraelshers á Vesturbakkanum Ísraelsher segist hafa drepið fimm „hryðjuverkamenn“ sem voru „í felum“ á Vesturbakkanum. Aðgerðir Ísraelsmanna hafa meðal annars beinst gegn Tulkarm, þar sem herinn segir mennina hafa falið sig í mosku. 29. ágúst 2024 10:47