Sjáðu vítadóminn í blálokin sem færði Blikum þriggja stiga forystu á toppnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2024 09:03 Blikar eru á góðu skriði þessa dagana og komnir með þriggja stiga forystu á topppnum. Vísir/Diego Breiðablik er komið með þriggja stiga forystu á toppi Bestu deildar karla í fótbolta eftir dramatískan sigur á Skaganum í gær en Valur, KA og FH unnu líka sigra í leikjum sínum. Nú má sjá mörkin úr leikjunum á Vísi. Höskuldur Gunnlaugsson tryggði Breiðabliki 2-1 endurkomusigur á ÍA upp á Akranesi með marki úr vítaspyrnu sem Ísak Snær Þorvaldsson fiskaði í uppbótartíma. Markið kom á fimmtu mínútu uppbótartímans. Hlynur Sævar Jónsson hafði komið ÍA í 1-0 á 63. mínútu en Kristófer Ingi Kristinsson jafnaði metin átta mínútum fyrir leikslok. Blikar náðu þriggja stiga forystu á Víkinga með þessum sigri en Víkingar eiga einn leik inni. Klippa: Mörkin úr leik ÍA og Breiðabliks FH-ingar unnu líka endurkomusigur á útivelli þegar þeir fögnuðu 3-2 sigri á Fylki í Árbænum. Þetta var langþráður sigur hjá FH sem hafði ekki unnið leik í ágústmánuði. Sigurmarkið skoraði fyrrum Fylkismaðurinn Arnór Borg Guðjohnsen átta mínútum fyrir leikslok. Emil Ásmundsson og Orri Sveinn Segatta komu báðir Fylkismönnum tvisvar yfir í leiknum en Björn Daníel Sverrisson jafnaði fyrir FH í bæði skipin. Björn Daníel kórónaði leik sinn með því að leggja upp sigurmark Arnórs. Gunnar Jónas Hauksson kom tíu Vestramönnum í 1-0 á móti ellefu Valsmönnum en það dugði skammt. Tryggvi Hrafn Haraldsson, Jónatan Ingi Jónsson og Patrick Pedersen skoruðu allir og tryggðu Val 3-1 sigur. Vestramenn misstu Gustav Kjeldsen af velli með rautt spjald strax á sjöttu mínútu og það má sjá brotið hér fyrir neðan. Mörkin úr leikjunum má sjá hér fyrir ofan og neðan. Klippa: Mörkin úr leik Fylkis og FH Klippa: Mörkin og rauða spjaldið úr leik Vals og Vestra Besta deild karla Breiðablik Valur FH Fylkir ÍA Vestri Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Sjá meira
Höskuldur Gunnlaugsson tryggði Breiðabliki 2-1 endurkomusigur á ÍA upp á Akranesi með marki úr vítaspyrnu sem Ísak Snær Þorvaldsson fiskaði í uppbótartíma. Markið kom á fimmtu mínútu uppbótartímans. Hlynur Sævar Jónsson hafði komið ÍA í 1-0 á 63. mínútu en Kristófer Ingi Kristinsson jafnaði metin átta mínútum fyrir leikslok. Blikar náðu þriggja stiga forystu á Víkinga með þessum sigri en Víkingar eiga einn leik inni. Klippa: Mörkin úr leik ÍA og Breiðabliks FH-ingar unnu líka endurkomusigur á útivelli þegar þeir fögnuðu 3-2 sigri á Fylki í Árbænum. Þetta var langþráður sigur hjá FH sem hafði ekki unnið leik í ágústmánuði. Sigurmarkið skoraði fyrrum Fylkismaðurinn Arnór Borg Guðjohnsen átta mínútum fyrir leikslok. Emil Ásmundsson og Orri Sveinn Segatta komu báðir Fylkismönnum tvisvar yfir í leiknum en Björn Daníel Sverrisson jafnaði fyrir FH í bæði skipin. Björn Daníel kórónaði leik sinn með því að leggja upp sigurmark Arnórs. Gunnar Jónas Hauksson kom tíu Vestramönnum í 1-0 á móti ellefu Valsmönnum en það dugði skammt. Tryggvi Hrafn Haraldsson, Jónatan Ingi Jónsson og Patrick Pedersen skoruðu allir og tryggðu Val 3-1 sigur. Vestramenn misstu Gustav Kjeldsen af velli með rautt spjald strax á sjöttu mínútu og það má sjá brotið hér fyrir neðan. Mörkin úr leikjunum má sjá hér fyrir ofan og neðan. Klippa: Mörkin úr leik Fylkis og FH Klippa: Mörkin og rauða spjaldið úr leik Vals og Vestra
Besta deild karla Breiðablik Valur FH Fylkir ÍA Vestri Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Sjá meira