Grænlenskir ráðherrar takast á um Paul Watson Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 19. ágúst 2024 18:53 Ósætti ríkir innan grænlensku ríkisstjórnarinnar vegna máls umhverfisaðgerðarsinnans Paul Watsons. Vísir/Samsett Mál umhverfisaðgerðarsinnans og hvalavinarins Paul Watsons sem handtekinn var á Grænlandi í síðasta mánuði hefur vakið mikla athygli og úlfúð jafnt innan landsins sem utan. Ósætti ríkir innan grænlensku ríkisstjórnarinnar vegna málsins. Pele Broberg, þingmaður Naleraq-flokksins og fyrrverandi ráðherra gaf nýverið frá sér yfirlýsingu þar sem hann hvatti ríkisstjórnina til að koma Watson fyrir í gæsluvarðhaldi í Danmörku en Naaja Nathanielsen dómsmálaráðherra gefur lítið fyrir fullyrðingar hans. Í viðtali við grænlenska ríkisútvarpið segir Naaja að brottvísun Paul Watson næði ekki nokkurri átt. Hefur valdið nægum vandræðum Pele Broberg fyrrverandi ráðherra í iðnaðar-, viðskipta-, utanríkis- og loftslagsmálum, gaf á dögunum frá sér yfirlýsingu til grænlenskra fjölmiðla þar sem Grænland hafa þurft að þola nógu marga álitshnekki af völdum gæsluvarðhaldsins yfir Watson. „Grænlenska þjóðin er föst í miðjunni á dönsku ábyrgðarsvæði. Lögreglan er dönsk. Dómsmálaráðuneytið er danskt. Það verður tekin dönsk ákvörðun um það hvað verður gert í máli Paul Watsons,“ sagði hann. „Vísum því Paul Watson til Danmerkur og leyfum Danmörku að sjá um það í gegnum eigin stofnanir. Hvað ætlum við að gera við hann? Hann hefur valdið nægum vandræðum,“ sagði hann svo. Pele hafði áhyggjur af þeirri neikvæðu umfjöllun á heimsvísu sem handtaka Watsons hefur vakið. „Okkar land má ekki - aftur - borga fyrir afglöp Dana, sem hafa valdið þvílíku bakslagi í sjálfbærum veiðum sela og hvala og orðspori okkar,“ sagði hann. Kostnaðarsamt og óraunhæft Naaja Nathanielsen dómsmálaráðherra gefur þó ekki mikið fyrir yfirlýsingar Pele og segir í viðtali við ríkisútvarpið grænlenska að möguleg brottvísun á Watson næði hreinlega engri átt. „Ríkisstjórnin hefur ekki íhugað að óska eftir flutningi á Watson til Danmerkur. Paul Watsn var handtekinn hér á landi og því þarf að fara með mál hans hér á landi, bæði hjá lögreglu og fyrir dómstólum,“ segir hún. Paul Watson var handtekinn við höfnina í Nuuk þann 21. júlí síðastliðinn á grundvelli alþjóðlegrar handtökuskipunar sem gefin var út af japönskum stjórnvöldum árið 2012 vegna aðildar hans á árás á japanskan hvalveiðibát í suðurskautinu. Síðan þá hefur hann sætt gæsluvarðhaldi í Nuuk og verður honum haldið þar í það minnsta til fimmta september vegna áhyggja um að hann flýi land, sem hann gerði síðast þegar hann var handtekinn í Þýskalandi fyrir nokkrum árum síðan. Drægi varla úr áhuga fjölmiðla á málinu Naaja Nathanielsen segir það að flytja Watson í danska fangageymslu hafa í för með sér mikinn kostnað fyrir grænlenska ríkið. „Ef hann yrði fluttur í danska fangageymslu þyrfti að flytja hann fram og til baka á milli Danmerkur og Grænlands í hvert skipti sem réttarhöld fara fram þar serm lögsagan er á Grænlandi,“ segir hún. „Slík atburðarás mun varla verða til þess að draga úr áhuga fjölmiðla á málinu. Þannig mun formaður Naleraq-flokksins varla fá sínu framgengt með því að koma Paul Watson fyrir í dönsku fangelsi á meðan málið fer sinn farveg,“ segir Naaja Nathanielsen dómsmálaráðherra Grænlands. Grænland Hvalveiðar Umhverfismál Tengdar fréttir Gæsluvarðhald yfir Paul Watson framlengt Gæsluvarðhald yfir umvherfisaðgerðarsinnanum Paul Watson hefur verið framlengt til fimmta september næstkomandi. Héraðsdómurinn í Sermersooq staðfesti þetta í dag. 15. ágúst 2024 14:01 Frakklandsforseti blandar sér í mál hvalavinarins Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur hvatt dönsk yfirvöld til þess að framselja ekki hinn bandarísk-kanadíska umhverfis- og aðgerðarsinna Paul Watson í hendur Japönum. Paul sætir gæsluvarðhaldi á Grænlandi eftir að hafa verið handtekinn við höfnina í Nuuk á sunnudaginn síðasta. 24. júlí 2024 13:41 Umhverfisaðgerðarsinni og Íslandsóvinur handtekinn á Grænlandi Aðgerðarsinninn og hvalavinurinn Paul Watson hjá samtökunum Sea Shepherd var í morgun handtekinn í höfninni í Nuuk á Grænlandi en alþjóðleg handtökuskipun hafði verið gefið út á hendur honum vegna aðgerða hans í þágu umhverfisverndar. 21. júlí 2024 15:37 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Pele Broberg, þingmaður Naleraq-flokksins og fyrrverandi ráðherra gaf nýverið frá sér yfirlýsingu þar sem hann hvatti ríkisstjórnina til að koma Watson fyrir í gæsluvarðhaldi í Danmörku en Naaja Nathanielsen dómsmálaráðherra gefur lítið fyrir fullyrðingar hans. Í viðtali við grænlenska ríkisútvarpið segir Naaja að brottvísun Paul Watson næði ekki nokkurri átt. Hefur valdið nægum vandræðum Pele Broberg fyrrverandi ráðherra í iðnaðar-, viðskipta-, utanríkis- og loftslagsmálum, gaf á dögunum frá sér yfirlýsingu til grænlenskra fjölmiðla þar sem Grænland hafa þurft að þola nógu marga álitshnekki af völdum gæsluvarðhaldsins yfir Watson. „Grænlenska þjóðin er föst í miðjunni á dönsku ábyrgðarsvæði. Lögreglan er dönsk. Dómsmálaráðuneytið er danskt. Það verður tekin dönsk ákvörðun um það hvað verður gert í máli Paul Watsons,“ sagði hann. „Vísum því Paul Watson til Danmerkur og leyfum Danmörku að sjá um það í gegnum eigin stofnanir. Hvað ætlum við að gera við hann? Hann hefur valdið nægum vandræðum,“ sagði hann svo. Pele hafði áhyggjur af þeirri neikvæðu umfjöllun á heimsvísu sem handtaka Watsons hefur vakið. „Okkar land má ekki - aftur - borga fyrir afglöp Dana, sem hafa valdið þvílíku bakslagi í sjálfbærum veiðum sela og hvala og orðspori okkar,“ sagði hann. Kostnaðarsamt og óraunhæft Naaja Nathanielsen dómsmálaráðherra gefur þó ekki mikið fyrir yfirlýsingar Pele og segir í viðtali við ríkisútvarpið grænlenska að möguleg brottvísun á Watson næði hreinlega engri átt. „Ríkisstjórnin hefur ekki íhugað að óska eftir flutningi á Watson til Danmerkur. Paul Watsn var handtekinn hér á landi og því þarf að fara með mál hans hér á landi, bæði hjá lögreglu og fyrir dómstólum,“ segir hún. Paul Watson var handtekinn við höfnina í Nuuk þann 21. júlí síðastliðinn á grundvelli alþjóðlegrar handtökuskipunar sem gefin var út af japönskum stjórnvöldum árið 2012 vegna aðildar hans á árás á japanskan hvalveiðibát í suðurskautinu. Síðan þá hefur hann sætt gæsluvarðhaldi í Nuuk og verður honum haldið þar í það minnsta til fimmta september vegna áhyggja um að hann flýi land, sem hann gerði síðast þegar hann var handtekinn í Þýskalandi fyrir nokkrum árum síðan. Drægi varla úr áhuga fjölmiðla á málinu Naaja Nathanielsen segir það að flytja Watson í danska fangageymslu hafa í för með sér mikinn kostnað fyrir grænlenska ríkið. „Ef hann yrði fluttur í danska fangageymslu þyrfti að flytja hann fram og til baka á milli Danmerkur og Grænlands í hvert skipti sem réttarhöld fara fram þar serm lögsagan er á Grænlandi,“ segir hún. „Slík atburðarás mun varla verða til þess að draga úr áhuga fjölmiðla á málinu. Þannig mun formaður Naleraq-flokksins varla fá sínu framgengt með því að koma Paul Watson fyrir í dönsku fangelsi á meðan málið fer sinn farveg,“ segir Naaja Nathanielsen dómsmálaráðherra Grænlands.
Grænland Hvalveiðar Umhverfismál Tengdar fréttir Gæsluvarðhald yfir Paul Watson framlengt Gæsluvarðhald yfir umvherfisaðgerðarsinnanum Paul Watson hefur verið framlengt til fimmta september næstkomandi. Héraðsdómurinn í Sermersooq staðfesti þetta í dag. 15. ágúst 2024 14:01 Frakklandsforseti blandar sér í mál hvalavinarins Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur hvatt dönsk yfirvöld til þess að framselja ekki hinn bandarísk-kanadíska umhverfis- og aðgerðarsinna Paul Watson í hendur Japönum. Paul sætir gæsluvarðhaldi á Grænlandi eftir að hafa verið handtekinn við höfnina í Nuuk á sunnudaginn síðasta. 24. júlí 2024 13:41 Umhverfisaðgerðarsinni og Íslandsóvinur handtekinn á Grænlandi Aðgerðarsinninn og hvalavinurinn Paul Watson hjá samtökunum Sea Shepherd var í morgun handtekinn í höfninni í Nuuk á Grænlandi en alþjóðleg handtökuskipun hafði verið gefið út á hendur honum vegna aðgerða hans í þágu umhverfisverndar. 21. júlí 2024 15:37 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Gæsluvarðhald yfir Paul Watson framlengt Gæsluvarðhald yfir umvherfisaðgerðarsinnanum Paul Watson hefur verið framlengt til fimmta september næstkomandi. Héraðsdómurinn í Sermersooq staðfesti þetta í dag. 15. ágúst 2024 14:01
Frakklandsforseti blandar sér í mál hvalavinarins Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur hvatt dönsk yfirvöld til þess að framselja ekki hinn bandarísk-kanadíska umhverfis- og aðgerðarsinna Paul Watson í hendur Japönum. Paul sætir gæsluvarðhaldi á Grænlandi eftir að hafa verið handtekinn við höfnina í Nuuk á sunnudaginn síðasta. 24. júlí 2024 13:41
Umhverfisaðgerðarsinni og Íslandsóvinur handtekinn á Grænlandi Aðgerðarsinninn og hvalavinurinn Paul Watson hjá samtökunum Sea Shepherd var í morgun handtekinn í höfninni í Nuuk á Grænlandi en alþjóðleg handtökuskipun hafði verið gefið út á hendur honum vegna aðgerða hans í þágu umhverfisverndar. 21. júlí 2024 15:37