Gæsluvarðhald yfir Paul Watson framlengt Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. ágúst 2024 14:01 Gæsluvarðhald yfir umhverfisaðgerðarsinnanum Paul Watson hefur verið framlengt fram í september. Vísir Gæsluvarðhald yfir umvherfisaðgerðarsinnanum Paul Watson hefur verið framlengt til fimmta september næstkomandi. Héraðsdómurinn í Sermersooq staðfesti þetta í dag. Hann var handtekinn við höfnina í Nuuk í síðasta mánuði í tengslum við alþjóðlega handtökuskipun sem gefin var út árið 2012 af Interpol vegna aðildar hans að árás á japanskan hvalveiðibát árið 2012. Grænlenska ríkisútvarpið hefur eftir lögreglunni þar í landi að framlengingin sé til að tryggja það að hann yfirgefi ekki landið þar til dönsk yfirvöld hafa tekið ákvörðun um hvort hann skuli framselja til Japans. Segir málið pólitískt Samkvæmt fréttaflutningi miðilsins Sermitsiaq kom það fram í dómsal í dag að Paul Watson hefði áður verið handtekinn í Þýskalandi og flúið land í kjölfar þess að hann var látinn laus úr gæsluvarðhaldi til að forðast mögulegt framsal. Þar kemur jafnframt fram að verjandi Watsons, hann Jonas Christoffersen, haldi því fram að málið sé pólitísks eðlis. „Eðli málsins er pólitískt og Japan er að misnota Grænland til að halda Watson bak við lás og slá,“ er haft eftir honum. „Ég er algjörlega saklaus. Japan vill hefna sín,“ er haft eftir Watson sjálfum. Kærir gæsluvarðhaldið til landsréttar Paul Watson hefur kært framlenginguna á gæsluvarðhaldi til landsréttar Grænlands. Hann var að sögn grænlenska ríkisútvarpsins á leið sinni til Kyrrahafsins eftir norðvesturleiðinni og kom við í Nuuk til að fylla á eldsneytisbirgðir sínar. Hvalir Umhverfismál Tengdar fréttir Hvalavinurinn stendur frammi fyrir allt að fimmtán ára fangelsisvist Aðgerðarsinninn og hvalavinurinn Paul Watson stendur frammi fyrir allt að fimmtán ára fangelsisvist í Japan. Hann var handtekinn við höfnina í Nuuk fyrr í mánuðinum en hann hefur vakið athygli hér á landi fyrir að hafa meðal annars sökkt tveimur hvalveiðibátum Hvals hf. á níunda áratugnum. 31. júlí 2024 14:07 Umhverfisaðgerðarsinni og Íslandsóvinur handtekinn á Grænlandi Aðgerðarsinninn og hvalavinurinn Paul Watson hjá samtökunum Sea Shepherd var í morgun handtekinn í höfninni í Nuuk á Grænlandi en alþjóðleg handtökuskipun hafði verið gefið út á hendur honum vegna aðgerða hans í þágu umhverfisverndar. 21. júlí 2024 15:37 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira
Hann var handtekinn við höfnina í Nuuk í síðasta mánuði í tengslum við alþjóðlega handtökuskipun sem gefin var út árið 2012 af Interpol vegna aðildar hans að árás á japanskan hvalveiðibát árið 2012. Grænlenska ríkisútvarpið hefur eftir lögreglunni þar í landi að framlengingin sé til að tryggja það að hann yfirgefi ekki landið þar til dönsk yfirvöld hafa tekið ákvörðun um hvort hann skuli framselja til Japans. Segir málið pólitískt Samkvæmt fréttaflutningi miðilsins Sermitsiaq kom það fram í dómsal í dag að Paul Watson hefði áður verið handtekinn í Þýskalandi og flúið land í kjölfar þess að hann var látinn laus úr gæsluvarðhaldi til að forðast mögulegt framsal. Þar kemur jafnframt fram að verjandi Watsons, hann Jonas Christoffersen, haldi því fram að málið sé pólitísks eðlis. „Eðli málsins er pólitískt og Japan er að misnota Grænland til að halda Watson bak við lás og slá,“ er haft eftir honum. „Ég er algjörlega saklaus. Japan vill hefna sín,“ er haft eftir Watson sjálfum. Kærir gæsluvarðhaldið til landsréttar Paul Watson hefur kært framlenginguna á gæsluvarðhaldi til landsréttar Grænlands. Hann var að sögn grænlenska ríkisútvarpsins á leið sinni til Kyrrahafsins eftir norðvesturleiðinni og kom við í Nuuk til að fylla á eldsneytisbirgðir sínar.
Hvalir Umhverfismál Tengdar fréttir Hvalavinurinn stendur frammi fyrir allt að fimmtán ára fangelsisvist Aðgerðarsinninn og hvalavinurinn Paul Watson stendur frammi fyrir allt að fimmtán ára fangelsisvist í Japan. Hann var handtekinn við höfnina í Nuuk fyrr í mánuðinum en hann hefur vakið athygli hér á landi fyrir að hafa meðal annars sökkt tveimur hvalveiðibátum Hvals hf. á níunda áratugnum. 31. júlí 2024 14:07 Umhverfisaðgerðarsinni og Íslandsóvinur handtekinn á Grænlandi Aðgerðarsinninn og hvalavinurinn Paul Watson hjá samtökunum Sea Shepherd var í morgun handtekinn í höfninni í Nuuk á Grænlandi en alþjóðleg handtökuskipun hafði verið gefið út á hendur honum vegna aðgerða hans í þágu umhverfisverndar. 21. júlí 2024 15:37 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira
Hvalavinurinn stendur frammi fyrir allt að fimmtán ára fangelsisvist Aðgerðarsinninn og hvalavinurinn Paul Watson stendur frammi fyrir allt að fimmtán ára fangelsisvist í Japan. Hann var handtekinn við höfnina í Nuuk fyrr í mánuðinum en hann hefur vakið athygli hér á landi fyrir að hafa meðal annars sökkt tveimur hvalveiðibátum Hvals hf. á níunda áratugnum. 31. júlí 2024 14:07
Umhverfisaðgerðarsinni og Íslandsóvinur handtekinn á Grænlandi Aðgerðarsinninn og hvalavinurinn Paul Watson hjá samtökunum Sea Shepherd var í morgun handtekinn í höfninni í Nuuk á Grænlandi en alþjóðleg handtökuskipun hafði verið gefið út á hendur honum vegna aðgerða hans í þágu umhverfisverndar. 21. júlí 2024 15:37