Uppgjörið: FH - Fylkir 3-1 | Sanngjarn heimasigur Hinrik Wöhler skrifar 9. ágúst 2024 18:00 Hafnfirðingar eru komnir á sigurbraut á ný. FH tók á móti Fylki á Kaplakrikavelli í Bestu deild kvenna í kvöld og eftir fjögur töp í röð náðu Hafnfirðingar loks að sigra. Leikurinn endaði 3-1 fyrir FH og var sigurinn fyllilega sanngjarn fyrir heimakonur. Breukelen Woodard fékk algjört dauðafæri á 10. mínútu þegar hún fékk sendingu inn á markteiginn. Hún náði ekki að stilla miðið og skaut beint á Tinnu Brá Magnúsdóttur í marki Fylki og sluppu gestirnir með skrekkinn. Breukelen svaraði þó fyrir klúðrið í upphafi leiks þegar hún kom FH yfir með marki á 29. mínútu leiksins. Hún fékk mikinn tíma og pláss á vinstri vængnum og í kjölfarið keyrði hún inn á vítateiginn þar sem framherjinn smellti boltanum í gegnum varnarmúr Fylkis og í markið. Gestirnir úr Árbæ vöknuðu aðeins til lífsins eftir markið og byrjuðu að ógna marki FH en án þess þó að skapa sér hættuleg færi. FH leiddi í hálfleik með einu marki gegn engu og má segja að það hafi verið sanngjarnt miðað við gang leiksins í fyrri hálfleik. Á 70. mínútu átti Vigdís Edda Friðriksdóttir fast skot í vítateig Fylkis sem endaði í hendinni á Helgu Guðrúnu Kristinsdóttur. Breukelen Woodard skoraði örugglega úr spyrnunni og tvöfaldaði forskot Hafnfirðinga. Valgerður Ósk Valsdóttir rak smiðshöggið á sigur FH með þriðja marki liðsins á 82. mínútu. Hún fékk sendingu frá Hildi Katrínu Snorradóttur og tók viðstöðulaust skot sem söng í markinu. Valgerður setti lúmskan snúning á boltann sem Tinna Brá Magnúsdóttir, markvörður Fylkis, náði ekki að átta sig á og endaði boltinn í netinu. Gestirnir klóruðu í bakkann með marki frá Helgu Guðrúnu undir lok leiks. Bergdís Fanney Einarsdóttir tók hornspyrnu og Helga kom knettinum í netið eftir smá darraðardans í teignum. Nær komust gestirnir ekki og fögnuðu FH-ingar langþráðum sigri í leikslok. Atvik leiksins Hafnfirðingar gengu frá leiknum á 70. mínútu með vítaspyrnunni. Þó að gestirnir voru ekki að skapa sér mörg færi þá var leikurinn opinn fram að 70. mínútu. Breukelen Woodard brást ekki bogalistin í spyrnunni og gott sem kláraði leikinn. Stjörnur og skúrkar Það var sífelld ógn af Breukelen Woodard á síðasta þriðjung og áttu varnarmenn Fylkis oft í erfiðleikum að stöðva framherjann. Það má segja að Helga Guðrún Kristinsdóttir hafi átt viðburðaríkan dag. Hún fékk dæmda á sig vítaspyrnu en bætti það síðan upp með sárabótarmarki undir lok leiks fyrir Fylki. Dómarar Ásmundur Þór Sveinsson hélt utan um leikinn í kvöld og hann tók stóra ákvörðun á 70. mínútu þegar hann dæmdi víti. Gestirnir mótmæltu ekki mikið en Vigdís Edda Friðriksdóttir átti fast skot sem virtist vera á leiðinni í markið en Helga Guðrún Kristinsdóttir fékk boltann í hendi. Þjálfari Fylkis, Gunnar Magnús Jónsson, var allt annað en sáttur með dómara leiksins í viðtölum eftir leik en boltinn fór vissulega í höndina á Helgu Guðrúnu en henni til málsbóta hafði hún lítinn tíma til að bregðast við. Stemning og umgjörð Báðir þjálfarar hrósuðu vallaraðstæðum fyrir leik og var Kaplakrikavöllur rennisléttur og í sumarblóma. Það heyrðist ágætlega í stuðningsmönnum beggja liða en köll þeirra beindust aðallega að dómurum leiksins og var minni áhersla á stuðningssöngva. Viðtöl Breukelen Woodard: „Mikill léttir að heyra flautið“ Bandaríski framherjinn Breukelen Woodard var mikilvæg fyrir FH í kvöld og var fegin þegar hún heyrði lokaflautið. „Þetta var mjög mikill léttir að heyra flautið undir leikslok. Eftir nokkra slæma leiki náðum við loks að taka okkur saman og náðum sigri, það var stórt fyrir okkur,“ sagði Breukelen skömmu eftir leikinn. Hún skoraði fyrsta mark leiksins á 29. mínútu þegar hún tók hlaupið inn á vítateiginn frá vinstri vængnum. Hún lagði síðan boltann snyrtilega í fjærhornið með hægri fæti en hún segir að þetta sé eitthvað sem hún hefur verið að vinna í. „Ég er ekki vön að spila svona breitt svo þetta tímabil hefur verið frekar nýtt fyrir mig. Ég hef verið að vinna í mismunandi aðferðum að spila breitt, síðan keyri ég inn á völlinn og tek skot með hægri fætinum.“ „Þetta er eitthvað sem ég verið að vinna í að undanförnu og sjá það virka er mjög gott. Það er frábært að vita að ég get gert slíka hluti og ég veit að ég mun reyna þetta aftur,“ sagði hinn sóknarsinnaði leikmaður að lokum. Besta deild kvenna FH Fylkir Íslenski boltinn Fótbolti
FH tók á móti Fylki á Kaplakrikavelli í Bestu deild kvenna í kvöld og eftir fjögur töp í röð náðu Hafnfirðingar loks að sigra. Leikurinn endaði 3-1 fyrir FH og var sigurinn fyllilega sanngjarn fyrir heimakonur. Breukelen Woodard fékk algjört dauðafæri á 10. mínútu þegar hún fékk sendingu inn á markteiginn. Hún náði ekki að stilla miðið og skaut beint á Tinnu Brá Magnúsdóttur í marki Fylki og sluppu gestirnir með skrekkinn. Breukelen svaraði þó fyrir klúðrið í upphafi leiks þegar hún kom FH yfir með marki á 29. mínútu leiksins. Hún fékk mikinn tíma og pláss á vinstri vængnum og í kjölfarið keyrði hún inn á vítateiginn þar sem framherjinn smellti boltanum í gegnum varnarmúr Fylkis og í markið. Gestirnir úr Árbæ vöknuðu aðeins til lífsins eftir markið og byrjuðu að ógna marki FH en án þess þó að skapa sér hættuleg færi. FH leiddi í hálfleik með einu marki gegn engu og má segja að það hafi verið sanngjarnt miðað við gang leiksins í fyrri hálfleik. Á 70. mínútu átti Vigdís Edda Friðriksdóttir fast skot í vítateig Fylkis sem endaði í hendinni á Helgu Guðrúnu Kristinsdóttur. Breukelen Woodard skoraði örugglega úr spyrnunni og tvöfaldaði forskot Hafnfirðinga. Valgerður Ósk Valsdóttir rak smiðshöggið á sigur FH með þriðja marki liðsins á 82. mínútu. Hún fékk sendingu frá Hildi Katrínu Snorradóttur og tók viðstöðulaust skot sem söng í markinu. Valgerður setti lúmskan snúning á boltann sem Tinna Brá Magnúsdóttir, markvörður Fylkis, náði ekki að átta sig á og endaði boltinn í netinu. Gestirnir klóruðu í bakkann með marki frá Helgu Guðrúnu undir lok leiks. Bergdís Fanney Einarsdóttir tók hornspyrnu og Helga kom knettinum í netið eftir smá darraðardans í teignum. Nær komust gestirnir ekki og fögnuðu FH-ingar langþráðum sigri í leikslok. Atvik leiksins Hafnfirðingar gengu frá leiknum á 70. mínútu með vítaspyrnunni. Þó að gestirnir voru ekki að skapa sér mörg færi þá var leikurinn opinn fram að 70. mínútu. Breukelen Woodard brást ekki bogalistin í spyrnunni og gott sem kláraði leikinn. Stjörnur og skúrkar Það var sífelld ógn af Breukelen Woodard á síðasta þriðjung og áttu varnarmenn Fylkis oft í erfiðleikum að stöðva framherjann. Það má segja að Helga Guðrún Kristinsdóttir hafi átt viðburðaríkan dag. Hún fékk dæmda á sig vítaspyrnu en bætti það síðan upp með sárabótarmarki undir lok leiks fyrir Fylki. Dómarar Ásmundur Þór Sveinsson hélt utan um leikinn í kvöld og hann tók stóra ákvörðun á 70. mínútu þegar hann dæmdi víti. Gestirnir mótmæltu ekki mikið en Vigdís Edda Friðriksdóttir átti fast skot sem virtist vera á leiðinni í markið en Helga Guðrún Kristinsdóttir fékk boltann í hendi. Þjálfari Fylkis, Gunnar Magnús Jónsson, var allt annað en sáttur með dómara leiksins í viðtölum eftir leik en boltinn fór vissulega í höndina á Helgu Guðrúnu en henni til málsbóta hafði hún lítinn tíma til að bregðast við. Stemning og umgjörð Báðir þjálfarar hrósuðu vallaraðstæðum fyrir leik og var Kaplakrikavöllur rennisléttur og í sumarblóma. Það heyrðist ágætlega í stuðningsmönnum beggja liða en köll þeirra beindust aðallega að dómurum leiksins og var minni áhersla á stuðningssöngva. Viðtöl Breukelen Woodard: „Mikill léttir að heyra flautið“ Bandaríski framherjinn Breukelen Woodard var mikilvæg fyrir FH í kvöld og var fegin þegar hún heyrði lokaflautið. „Þetta var mjög mikill léttir að heyra flautið undir leikslok. Eftir nokkra slæma leiki náðum við loks að taka okkur saman og náðum sigri, það var stórt fyrir okkur,“ sagði Breukelen skömmu eftir leikinn. Hún skoraði fyrsta mark leiksins á 29. mínútu þegar hún tók hlaupið inn á vítateiginn frá vinstri vængnum. Hún lagði síðan boltann snyrtilega í fjærhornið með hægri fæti en hún segir að þetta sé eitthvað sem hún hefur verið að vinna í. „Ég er ekki vön að spila svona breitt svo þetta tímabil hefur verið frekar nýtt fyrir mig. Ég hef verið að vinna í mismunandi aðferðum að spila breitt, síðan keyri ég inn á völlinn og tek skot með hægri fætinum.“ „Þetta er eitthvað sem ég verið að vinna í að undanförnu og sjá það virka er mjög gott. Það er frábært að vita að ég get gert slíka hluti og ég veit að ég mun reyna þetta aftur,“ sagði hinn sóknarsinnaði leikmaður að lokum.
Uppgjörið og viðtöl: Stjarnan - Fylkir 1-2 | Fylkir strengdi sterkari líflínu með sigri í Garðabænum