„Það venst illa að tapa fótboltaleikjum“ Hinrik Wöhler skrifar 9. ágúst 2024 21:20 Það stefnir allt í krefjandi fallbaráttu hjá Gunnari Magnúsi og leikmönnum hans hjá Fylki. vísir / anton brink Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, fór tómhentur heim úr Hafnarfirði í kvöld en Árbæingar töpuðu 3-1 á móti FH í Bestu deild kvenna. Gunnar fannst spilamennskan ganga upp og ofan en var fyrst og fremst svekktur með niðurstöðuna. „Hún var köflótt, við áttum ágætis kafla en töpuðum baráttunni. Ég er hundsvekktur og súr með það, það venst illa að tapa fótboltaleikjum.“ Fylkir náði ekki að skapa sér mikið úr opnum leik en hættulegustu færi þeirra var úr föstum leikatriðum og náði liðið að minnka muninn undir lok leiks en nær komust þær ekki. Guðrún Karítas Sigurðardóttir var ekki með liðinu í kvöld og fannst Gunnari muna um hana. „Það vantaði mikið bit í sóknarleikinn, klárlega. Við söknuðum hennar og fleiri leikmanna. Við erum ekkert alltof rík af leikmönnum fram á við, meiðslalistinn er langur og mest af þeim eru sóknarmenn. Eins og ég segi, svona er þessi bolti, við erum með nóg af leikmönnum og stóran hóp. Það bara koma aðrar og gera sitt. Þetta var erfitt fram á við,“ sagði Gunnar um sóknarleikinn. Dómaratríóið var undir pari FH skoraði mark úr vítaspyrnu á 70. mínútu þegar Helga Guðrún Kristinsdóttir handlék boltann í vítateignum. Gunnar var þó á öðru máli en dómari leiksins, Ásmundur Þór Sveinsson. „Þetta var þrumuskot og eins og þetta sást fyrir mér þá bara stendur hún og fær þrumubolta í eðlilegri stöðu. Veit ekki hvort að boltinn var á leiðinni í netið eða hvað þá er eflaust hægt að flokka það sem víti,“ sagði Gunnar um atvikið á 70. mínútu. „Ég er ekki vanur því að kvarta yfir dómurunum en það bara eins og leikmenn og við þjálfararnir að við eigum okkar slæmu daga. Þeir áttu virkilega slæman dag, engin lína en ekkert sem hallaði á eða skipti sköpum fyrir úrslit leiksins. Bara leiðinlegt á þessu stigi í efstu deild að fá ekki betri frammistöðu frá dómurunum,“ bætti Gunnar við. Þrátt fyrir meiðsli þá ætlar Gunnar ekki að bæta í hópinn en opið er fyrir félagaskipti í Bestu deild kvenna til og með 13. ágúst. „Við erum bara keyra á þennan hóp. Þetta er meira og minna liðið sem kom upp hjá okkur fyrra. Það er ekki á teikniborðinu eins og staðan er,“ sagði Gunnar að lokum. Fylkir Besta deild kvenna Mest lesið Vill láta reka Heimi strax: „Kálið endist lengur en tannlæknirinn“ Fótbolti Órætt tíst Ísaks vekur athygli Íslenski boltinn Þórir ekki maður millivegarins: „Ég sem eyðilagði partýið“ Handbolti Böðvari blöskraði ræða Atla Viðars: „Hélt að Alex Jones hefði tekið við þættinum“ Íslenski boltinn Raygun best í heiminum samkvæmt heimslistanum Sport Þórir valdi enga úr gullliði Ólympíuleikanna í nýjasta hópinn Handbolti Lagerbäck tjáir sig um „óvenjulegan“ fótboltastorm í Svíþjóð Fótbolti „Nýr þjálfari, sama gamla sagan“ Fótbolti Sagði frá því í líkræðunni að hún væri ófrísk af barni þeirra Sport Austurríkismaðurinn sem meiddi Ödegaard fullur iðrunar Enski boltinn Fleiri fréttir Órætt tíst Ísaks vekur athygli Böðvari blöskraði ræða Atla Viðars: „Hélt að Alex Jones hefði tekið við þættinum“ Guðmundur í eins leiks bann en Böðvar sleppur Frá Akureyri í Meistaradeild Asíu Sjóðheitur í Bestu deildinni í dag en kom heim í kulnun Gary Martin kveður Ísland: „Takk fyrir mig“ Skandall og ósanngjarnt gagnvart stelpum í fótbolta Ritaði ítarlega grein um Gylfa Þór: „Íslenska þjóðin í hans horni“ „Á ekki líða fyrir það að vera sonur minn“ Hættur eftir tvö föll en ævinlega þakklátur Selfossi ÍBV nálgast Bestu deildina en Grótta féll „Ef þetta hefði gerst í karlafótbolta“ Þjálfari Stjörnunnar féll með tilþrifum Sjáðu mörkin sem felldu Fylki og Keflavík Fram upp í Bestu deild kvenna Uppgjörið: Tindastóll - Fylkir 3-0 | Stólarnir halda sæti sínu Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 4-4 | Keflavík fallið úr efstu deild „Þá hefði ég aldrei aftur flutt í bæinn“ Úr krílaleikfimi á KR völlinn Kári bauð Kára velkominn í Víking Rosenörn yfirgefur Stjörnuna þó tímabilinu sé ekki lokið Framkvæmdastjóri KSÍ vísar málum ekki lengur til aganefndar Ísabella með þrennu í tíu marka sigri Vals „Þá er ekki slæmt að vera með eitt stykki Viðar Örn“ Sjáðu Evu Rut skora af 40 metra færi yfir ólympíumeistara „Hefði enginn dómari í heiminum sleppt þessu“ Stúkan: Ósammála um markið sem ekki fékk að standa Uppgjörið og viðtöl: Stjarnan - Fylkir 1-2 | Fylkir strengdi sterkari líflínu með sigri í Garðabænum KR mun spila í Macron á næstu leiktíð Slagsmálin send til aganefndar Sjá meira
Gunnar fannst spilamennskan ganga upp og ofan en var fyrst og fremst svekktur með niðurstöðuna. „Hún var köflótt, við áttum ágætis kafla en töpuðum baráttunni. Ég er hundsvekktur og súr með það, það venst illa að tapa fótboltaleikjum.“ Fylkir náði ekki að skapa sér mikið úr opnum leik en hættulegustu færi þeirra var úr föstum leikatriðum og náði liðið að minnka muninn undir lok leiks en nær komust þær ekki. Guðrún Karítas Sigurðardóttir var ekki með liðinu í kvöld og fannst Gunnari muna um hana. „Það vantaði mikið bit í sóknarleikinn, klárlega. Við söknuðum hennar og fleiri leikmanna. Við erum ekkert alltof rík af leikmönnum fram á við, meiðslalistinn er langur og mest af þeim eru sóknarmenn. Eins og ég segi, svona er þessi bolti, við erum með nóg af leikmönnum og stóran hóp. Það bara koma aðrar og gera sitt. Þetta var erfitt fram á við,“ sagði Gunnar um sóknarleikinn. Dómaratríóið var undir pari FH skoraði mark úr vítaspyrnu á 70. mínútu þegar Helga Guðrún Kristinsdóttir handlék boltann í vítateignum. Gunnar var þó á öðru máli en dómari leiksins, Ásmundur Þór Sveinsson. „Þetta var þrumuskot og eins og þetta sást fyrir mér þá bara stendur hún og fær þrumubolta í eðlilegri stöðu. Veit ekki hvort að boltinn var á leiðinni í netið eða hvað þá er eflaust hægt að flokka það sem víti,“ sagði Gunnar um atvikið á 70. mínútu. „Ég er ekki vanur því að kvarta yfir dómurunum en það bara eins og leikmenn og við þjálfararnir að við eigum okkar slæmu daga. Þeir áttu virkilega slæman dag, engin lína en ekkert sem hallaði á eða skipti sköpum fyrir úrslit leiksins. Bara leiðinlegt á þessu stigi í efstu deild að fá ekki betri frammistöðu frá dómurunum,“ bætti Gunnar við. Þrátt fyrir meiðsli þá ætlar Gunnar ekki að bæta í hópinn en opið er fyrir félagaskipti í Bestu deild kvenna til og með 13. ágúst. „Við erum bara keyra á þennan hóp. Þetta er meira og minna liðið sem kom upp hjá okkur fyrra. Það er ekki á teikniborðinu eins og staðan er,“ sagði Gunnar að lokum.
Fylkir Besta deild kvenna Mest lesið Vill láta reka Heimi strax: „Kálið endist lengur en tannlæknirinn“ Fótbolti Órætt tíst Ísaks vekur athygli Íslenski boltinn Þórir ekki maður millivegarins: „Ég sem eyðilagði partýið“ Handbolti Böðvari blöskraði ræða Atla Viðars: „Hélt að Alex Jones hefði tekið við þættinum“ Íslenski boltinn Raygun best í heiminum samkvæmt heimslistanum Sport Þórir valdi enga úr gullliði Ólympíuleikanna í nýjasta hópinn Handbolti Lagerbäck tjáir sig um „óvenjulegan“ fótboltastorm í Svíþjóð Fótbolti „Nýr þjálfari, sama gamla sagan“ Fótbolti Sagði frá því í líkræðunni að hún væri ófrísk af barni þeirra Sport Austurríkismaðurinn sem meiddi Ödegaard fullur iðrunar Enski boltinn Fleiri fréttir Órætt tíst Ísaks vekur athygli Böðvari blöskraði ræða Atla Viðars: „Hélt að Alex Jones hefði tekið við þættinum“ Guðmundur í eins leiks bann en Böðvar sleppur Frá Akureyri í Meistaradeild Asíu Sjóðheitur í Bestu deildinni í dag en kom heim í kulnun Gary Martin kveður Ísland: „Takk fyrir mig“ Skandall og ósanngjarnt gagnvart stelpum í fótbolta Ritaði ítarlega grein um Gylfa Þór: „Íslenska þjóðin í hans horni“ „Á ekki líða fyrir það að vera sonur minn“ Hættur eftir tvö föll en ævinlega þakklátur Selfossi ÍBV nálgast Bestu deildina en Grótta féll „Ef þetta hefði gerst í karlafótbolta“ Þjálfari Stjörnunnar féll með tilþrifum Sjáðu mörkin sem felldu Fylki og Keflavík Fram upp í Bestu deild kvenna Uppgjörið: Tindastóll - Fylkir 3-0 | Stólarnir halda sæti sínu Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 4-4 | Keflavík fallið úr efstu deild „Þá hefði ég aldrei aftur flutt í bæinn“ Úr krílaleikfimi á KR völlinn Kári bauð Kára velkominn í Víking Rosenörn yfirgefur Stjörnuna þó tímabilinu sé ekki lokið Framkvæmdastjóri KSÍ vísar málum ekki lengur til aganefndar Ísabella með þrennu í tíu marka sigri Vals „Þá er ekki slæmt að vera með eitt stykki Viðar Örn“ Sjáðu Evu Rut skora af 40 metra færi yfir ólympíumeistara „Hefði enginn dómari í heiminum sleppt þessu“ Stúkan: Ósammála um markið sem ekki fékk að standa Uppgjörið og viðtöl: Stjarnan - Fylkir 1-2 | Fylkir strengdi sterkari líflínu með sigri í Garðabænum KR mun spila í Macron á næstu leiktíð Slagsmálin send til aganefndar Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Stjarnan - Fylkir 1-2 | Fylkir strengdi sterkari líflínu með sigri í Garðabænum