Pétur sló á létta strengi: „Það er ekkert frí hjá okkur“ Runólfur Trausti Þórhallsson og Valur Páll Eiríksson skrifa 20. júlí 2024 18:46 Það var létt yfir Pétri í dag. vísir/Diego Pétur Pétursson sló á létta strengi eftir nauman 2-1 sigur Íslandsmeistara Vals á Keflavík í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Sigurmarkið kom í uppbótartíma en það reyndist sjálfsmark. „Höfðum trú að eitt myndi detta inn, sem gerðist sem betur fer,“ sagði Pétur í viðtali við Stöð 2 Sport og Vísi eftir leik. „Þær spiluðu líka svona á móti Breiðabliki svo ég bjóst alveg við því að þær myndu spila sama kerfi (neðarlega á vellinum) og þær spiluðu þar. Eins og ég segi, vill hrósa stelpunum fyrir þennan leik. Fannst þetta mjög góður leikur hjá þeim,“ sagði Pétur um leikplan Keflavíkur og frammistöðu síns liðs. Um landsleikjapásuna „Við æfðum bara, gáfum þriggja daga helgarfrí annars var bara æft að fullu. Það er ekkert frí hjá okkur.“ „Þetta er í fyrsta skipti síðan ég kom í Val sem við höfum getað mannað æfingar með hátt í 14-16 leikmenn í landsleikjapásu. Tempó á æfingum hefur bara verið mjög gott en þetta er í fyrsta skipti.“ Um leik dagsins „Mér fannst við spila vel, sköpuðum færi – stundum klikkar þetta og það gerði það megnið af leiknum en ég hafði nú alltaf á tilfinningunni að við myndum koma þessum bolta inn. Sem betur fer tókst það.“ „Hrós á Keflavík, þær hlupu eins og ég veit ekki hvað og börðust fyrir þessu stigi sínu. Mikið hrós á þær.“ „Það eru greinilega bara þessi tvö lið, það eru tólf stig í næsta lið, þannig þetta er það sama síðan maður byrjaði. Það hefur ekkert breyst,“ sagði Pétur um toppbaráttu Bestu deildar kvenna. Að endingu var Pétur spurður út í leikmannahóp Vals en Amanda Andradóttir er farin og Natasha Anasi-Erlingsson er gengin í raðir félagsins. „Nei, við erum með góðan hóp og ég á ekki von á að styrkja eitthvað. Sé reyndar að Glódís Perla (Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði) er þarna, getur verið að ég spjalli við hana á eftir og athugi hvort hún sé á leiðinni heim,“ sagði Pétur hlæjandi. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Valur Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
„Höfðum trú að eitt myndi detta inn, sem gerðist sem betur fer,“ sagði Pétur í viðtali við Stöð 2 Sport og Vísi eftir leik. „Þær spiluðu líka svona á móti Breiðabliki svo ég bjóst alveg við því að þær myndu spila sama kerfi (neðarlega á vellinum) og þær spiluðu þar. Eins og ég segi, vill hrósa stelpunum fyrir þennan leik. Fannst þetta mjög góður leikur hjá þeim,“ sagði Pétur um leikplan Keflavíkur og frammistöðu síns liðs. Um landsleikjapásuna „Við æfðum bara, gáfum þriggja daga helgarfrí annars var bara æft að fullu. Það er ekkert frí hjá okkur.“ „Þetta er í fyrsta skipti síðan ég kom í Val sem við höfum getað mannað æfingar með hátt í 14-16 leikmenn í landsleikjapásu. Tempó á æfingum hefur bara verið mjög gott en þetta er í fyrsta skipti.“ Um leik dagsins „Mér fannst við spila vel, sköpuðum færi – stundum klikkar þetta og það gerði það megnið af leiknum en ég hafði nú alltaf á tilfinningunni að við myndum koma þessum bolta inn. Sem betur fer tókst það.“ „Hrós á Keflavík, þær hlupu eins og ég veit ekki hvað og börðust fyrir þessu stigi sínu. Mikið hrós á þær.“ „Það eru greinilega bara þessi tvö lið, það eru tólf stig í næsta lið, þannig þetta er það sama síðan maður byrjaði. Það hefur ekkert breyst,“ sagði Pétur um toppbaráttu Bestu deildar kvenna. Að endingu var Pétur spurður út í leikmannahóp Vals en Amanda Andradóttir er farin og Natasha Anasi-Erlingsson er gengin í raðir félagsins. „Nei, við erum með góðan hóp og ég á ekki von á að styrkja eitthvað. Sé reyndar að Glódís Perla (Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði) er þarna, getur verið að ég spjalli við hana á eftir og athugi hvort hún sé á leiðinni heim,“ sagði Pétur hlæjandi.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Valur Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira