Úrhellið var það mesta í júní frá upphafi mælinga Árni Sæberg skrifar 18. júlí 2024 14:49 Vatnið rann yfir veginn vestan Grundarfjarðar á laugardag. JÓK Úrhellisrigning í Grundarfirði um helgina er sú mesta sem mælst hefur í júlímánuði á landsvísu. Á laugardegi og aðfaranótt sunnudags mældist úrkoman 227 millimetrar. Það er jafnframt mesta úrkoma sem mælst hefur í Grundarfirði. Greint var frá því um helgina að fádæma úrkoma hefði verið um vestanvert landið dagana á undan. Bóndi í Dölum sagði „fína og snyrtilega lindará“ við bæ hans nú líta út eins og heljarinnar jökulsá. Bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar hafði áhyggjur af ástandi vega og álagi á fráveitukerfinu. Í tilkynningu á vef Veðurstofu Íslands segir að gul viðvörun hafi verið í gildi liðna helgi vegna úrkomu og vinds á Faxaflóa og í Breiðafirði, og að sama skapi hafi verið varað við vatnavöxtum og skriðuhættu. Spár hafi ræst og það orðið svo að mikil úrkoma var á Snæfellsnesi og Barðaströnd um liðna helgi. Mesta ákefðin hafi verið á laugardeginum og aðfaranótt sunnudags. Í Grundarfirði mesta úrkoman mælst, 227 mm af regni, sem sé mesta úrkoma sem mæld hefur verið á einum sólarhring í Grundarfirði og jafnframt mesta sólarhringsúrkoma sem mæld hefur verið í júlímánuði á landsvísu. Svæðið móttækilegt fyrir úrkomu Þá segir að áhugavert sé að þó að úrkomumet hafi verið slegið hafi ekki verið mikið um skriðuföll á svæðinu umhverfis Grundarfjörð. „Svo virðist sem að þetta svæði sé móttækilegra fyrir aftakaúrkomu en önnur, en samverkandi áhrif jarðfræðilegra- og landslagsaðstæðna gera það að verkum að skriðuhætta ógnar ekki byggð. Áður hefur verið aftakaúrkoma á Grundarfirði, til dæmis í miklu vatnsveðri í september 2011, þá féllu engar skriður nærri bænum. Ein skriða þó Í veðrinu um liðna helgi hafi þó verið miklir vatnavextir og ein skriða fallið sunnan við Grundarfjörð. Vatn hafi flætt yfir vegi beggja vegna bæjarins, úr farvegi Ytri-Búðarár sem er vestan við bæinn og Grundarár austan hans. Miklir vatnavextir hafi verið víðar á Vesturlandi. Á Skarðsströnd hafi Staðarhólsá í Staðarhólsdal vaxið mikið. Í Gufudal hafi vatnavextir verið eins og þeir gerast mestir að sögn heimamanna og Gufudalsvatn hafi vaxið um einn og hálfan metra og vatn flætt yfir tún. Aðrar ár sem uxu mikið séuVatnsdalsá í Vatnsfirði á Barðaströnd og Haffjarðará á Snæfellsnesi. Veður Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Sleppum ekki alveg við leiðindi Gular viðvaranir og allt að 45 metrar á sekúndu í hviðum Hægviðri og víða bjart Skúrir og áfram milt í veðri Suðlægar áttir og úrkoma í flestum landshlutum Sunnan strekkingur og vætusamt Allhvass vindur sunnan- og vestanlands og rigning Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vaxandi vindur þegar líður á daginn Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Sjá meira
Greint var frá því um helgina að fádæma úrkoma hefði verið um vestanvert landið dagana á undan. Bóndi í Dölum sagði „fína og snyrtilega lindará“ við bæ hans nú líta út eins og heljarinnar jökulsá. Bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar hafði áhyggjur af ástandi vega og álagi á fráveitukerfinu. Í tilkynningu á vef Veðurstofu Íslands segir að gul viðvörun hafi verið í gildi liðna helgi vegna úrkomu og vinds á Faxaflóa og í Breiðafirði, og að sama skapi hafi verið varað við vatnavöxtum og skriðuhættu. Spár hafi ræst og það orðið svo að mikil úrkoma var á Snæfellsnesi og Barðaströnd um liðna helgi. Mesta ákefðin hafi verið á laugardeginum og aðfaranótt sunnudags. Í Grundarfirði mesta úrkoman mælst, 227 mm af regni, sem sé mesta úrkoma sem mæld hefur verið á einum sólarhring í Grundarfirði og jafnframt mesta sólarhringsúrkoma sem mæld hefur verið í júlímánuði á landsvísu. Svæðið móttækilegt fyrir úrkomu Þá segir að áhugavert sé að þó að úrkomumet hafi verið slegið hafi ekki verið mikið um skriðuföll á svæðinu umhverfis Grundarfjörð. „Svo virðist sem að þetta svæði sé móttækilegra fyrir aftakaúrkomu en önnur, en samverkandi áhrif jarðfræðilegra- og landslagsaðstæðna gera það að verkum að skriðuhætta ógnar ekki byggð. Áður hefur verið aftakaúrkoma á Grundarfirði, til dæmis í miklu vatnsveðri í september 2011, þá féllu engar skriður nærri bænum. Ein skriða þó Í veðrinu um liðna helgi hafi þó verið miklir vatnavextir og ein skriða fallið sunnan við Grundarfjörð. Vatn hafi flætt yfir vegi beggja vegna bæjarins, úr farvegi Ytri-Búðarár sem er vestan við bæinn og Grundarár austan hans. Miklir vatnavextir hafi verið víðar á Vesturlandi. Á Skarðsströnd hafi Staðarhólsá í Staðarhólsdal vaxið mikið. Í Gufudal hafi vatnavextir verið eins og þeir gerast mestir að sögn heimamanna og Gufudalsvatn hafi vaxið um einn og hálfan metra og vatn flætt yfir tún. Aðrar ár sem uxu mikið séuVatnsdalsá í Vatnsfirði á Barðaströnd og Haffjarðará á Snæfellsnesi.
Veður Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Sleppum ekki alveg við leiðindi Gular viðvaranir og allt að 45 metrar á sekúndu í hviðum Hægviðri og víða bjart Skúrir og áfram milt í veðri Suðlægar áttir og úrkoma í flestum landshlutum Sunnan strekkingur og vætusamt Allhvass vindur sunnan- og vestanlands og rigning Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vaxandi vindur þegar líður á daginn Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Sjá meira