Íslenskir ráðamenn verið skammaðir fyrir að senda Trump batakveðju Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 14. júlí 2024 21:53 Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar, segir árásina í Pennsylvaníu í gær árás á lýðræðið. Vísir/Vilhelm Formaður utanríkismálanefndar segir skautun í stjórnmálum áhyggjuefni hér á landi sem og í útlöndum. Blammeringar gagnvart íslenskum ráðamönnum fyrir að óska Donald Trump góðs bata í kjölfar skotárásarinnar í gær séu í anda skautunar og hana beri að varast. Skotárás sem gerð var á kosningafundi Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta er rannsökuð sem morðtilræði gegn Trump. Alríkislögreglan gerir ráð fyrir að rannsókn málsins muni taka langan tíma. Einn lét lífið í árásinni og tveir liggja alvarlega særðir á sjúkrahúsi. Árásarmaðurinn, sem er 20 ára gamall, var skotinn til bana af leyniþjónustumönnum. „Mín fyrstu viðbrögð eru að taka undir skilaboð frá okkar ráðamönnum um að þetta sé hræðileg árás og auðvitað árás á lýðræðið. Ofbeldi gagnvart stjórnmálafólki er það auðvitað, felur það í sér. Þannig að þetta er auðvitað ömurlegt að fylgjast með þessu,“ segir Diljá Mist Einarsdóttir formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Telma ræddi við hana í kvöldfréttum. Hún segir sína tilfinningu að árásin komi til með að styrkja kosningabaráttu Trump, sér í lagi vegna hughrifanna sem myndefni af atvikinu hafi í för með sér. „Þó að maður vilji ekki kannski ekki setja það í samhengi við svona ömurlegan viðburð,“ segir Diljá og bendir á að landsþing Repúblikanaflokksins hefjist á morgun. Heldurðu þá að Trump hafi sigurinn vísan fyrir fram? „Trump er auðvitað mikið ólíkindatól en maður heyrir þennan upptakt varðandi hetjuhljóminn sem hann er að fá frá sínum stuðningsmönnum varðandi það að hann sé útvalinn af guði,“ segir Diljá Mist. Það séu skilaboðin sem sjáist víða á samfélagsmiðlum eftir árásina. „En Bandarísk stjórnmál eru ekki tíðindalaus þannig að ég held það sé ekkert útséð um það.“ Eigum ekki að venjast aukinni öryggisgæslu Aðspurð segir Diljá Mist hugsanlegt að atvikið hafi áhrif út fyrir landsteinana. „Maður hefur áhyggjur af skautun. Og það hefur verið rætt, bæði í aðdraganda þessarar árásar og í Bandarískum stjórnmálum.“ Hún segir gott að heyra sterk skilaboð frá forsvarsmönnum bæði Demókrata og Repúblikana um að nauðsynlegt sé að lækka hitann í stjórnmálaumræðum vestanhafs. „Og ég held við ættum öll að líta okkur nær hvað það varðar. Við erum auðvitað nýbúin að sjá banatilræði gagnvart forsætisráðherra í Evrópulandi,“ segir Diljá Mist. „Nýjasta sem ég sá á samfélagsmiðlum í dag voru einhverjar blammeringar í garð íslenskra ráðamanna fyrir að hafa sent Trump batakveðjur. Mér þykir það einmitt vera í anda þeirrar skautunar sem við eigum sannarlega að reyna að varast hér.“ Heldurðu að þetta muni hafa þau áhrif að öryggisgæsla verði hert á Íslandi? „Við höfum þegar þurft að auka öryggisgæslu mjög á Íslandi, því miður. Og það er þróun sem við eigum ekki að venjast hér og viljum ekki að haldi áfram. En hún er auðvitað ekki í líkingu við það sem er að gerast í Bandaríkjunum.“ Hún minnir á þann gríðarlega viðbúnað sem var þegar Mike Pence fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna kom til landsins. „Það er bara öryggisgæsla sem þekkist ekki hér á landi og vonandi kemur aldrei til þess hér.“ Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Sjá meira
Skotárás sem gerð var á kosningafundi Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta er rannsökuð sem morðtilræði gegn Trump. Alríkislögreglan gerir ráð fyrir að rannsókn málsins muni taka langan tíma. Einn lét lífið í árásinni og tveir liggja alvarlega særðir á sjúkrahúsi. Árásarmaðurinn, sem er 20 ára gamall, var skotinn til bana af leyniþjónustumönnum. „Mín fyrstu viðbrögð eru að taka undir skilaboð frá okkar ráðamönnum um að þetta sé hræðileg árás og auðvitað árás á lýðræðið. Ofbeldi gagnvart stjórnmálafólki er það auðvitað, felur það í sér. Þannig að þetta er auðvitað ömurlegt að fylgjast með þessu,“ segir Diljá Mist Einarsdóttir formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Telma ræddi við hana í kvöldfréttum. Hún segir sína tilfinningu að árásin komi til með að styrkja kosningabaráttu Trump, sér í lagi vegna hughrifanna sem myndefni af atvikinu hafi í för með sér. „Þó að maður vilji ekki kannski ekki setja það í samhengi við svona ömurlegan viðburð,“ segir Diljá og bendir á að landsþing Repúblikanaflokksins hefjist á morgun. Heldurðu þá að Trump hafi sigurinn vísan fyrir fram? „Trump er auðvitað mikið ólíkindatól en maður heyrir þennan upptakt varðandi hetjuhljóminn sem hann er að fá frá sínum stuðningsmönnum varðandi það að hann sé útvalinn af guði,“ segir Diljá Mist. Það séu skilaboðin sem sjáist víða á samfélagsmiðlum eftir árásina. „En Bandarísk stjórnmál eru ekki tíðindalaus þannig að ég held það sé ekkert útséð um það.“ Eigum ekki að venjast aukinni öryggisgæslu Aðspurð segir Diljá Mist hugsanlegt að atvikið hafi áhrif út fyrir landsteinana. „Maður hefur áhyggjur af skautun. Og það hefur verið rætt, bæði í aðdraganda þessarar árásar og í Bandarískum stjórnmálum.“ Hún segir gott að heyra sterk skilaboð frá forsvarsmönnum bæði Demókrata og Repúblikana um að nauðsynlegt sé að lækka hitann í stjórnmálaumræðum vestanhafs. „Og ég held við ættum öll að líta okkur nær hvað það varðar. Við erum auðvitað nýbúin að sjá banatilræði gagnvart forsætisráðherra í Evrópulandi,“ segir Diljá Mist. „Nýjasta sem ég sá á samfélagsmiðlum í dag voru einhverjar blammeringar í garð íslenskra ráðamanna fyrir að hafa sent Trump batakveðjur. Mér þykir það einmitt vera í anda þeirrar skautunar sem við eigum sannarlega að reyna að varast hér.“ Heldurðu að þetta muni hafa þau áhrif að öryggisgæsla verði hert á Íslandi? „Við höfum þegar þurft að auka öryggisgæslu mjög á Íslandi, því miður. Og það er þróun sem við eigum ekki að venjast hér og viljum ekki að haldi áfram. En hún er auðvitað ekki í líkingu við það sem er að gerast í Bandaríkjunum.“ Hún minnir á þann gríðarlega viðbúnað sem var þegar Mike Pence fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna kom til landsins. „Það er bara öryggisgæsla sem þekkist ekki hér á landi og vonandi kemur aldrei til þess hér.“
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Sjá meira