Innlent

Leyniskyttur klárar á þaki Arion banka og Advania

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Af þaki Arion banka á öðrum tímanum.
Af þaki Arion banka á öðrum tímanum. Vísir/Vilhelm

Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og kona hans Karen Pence, eru á leið í Höfða í Borgartúni þar sem hann mun funda með utanríkisráðherra í dag. Aðilar úr íslensku og bandarísku viðskiptalífi sitja viðskiptaþing í byggingunni sem gert er ráð fyrir að hefjist klukkan 14:30.

Mikil öryggisgæsla er í kringum komu Pence. Þannig fást engar upplýsingar um hvaða leið varaforsetinn ekur til Höfða og sömuleiðis hefur ekki fengist staðfest hvar þeir munu funda með forsetahjónunum Guðna Th. Jóhannessyni og Elizu Reid.

Leyniskyttur eru á þökum Arion banka og Advania en fyrirtækin eru í næstu byggingum við Höfða. Ljósmyndari Vísis náði meðfylgjandi myndum á öðrum tímanum í dag.

Fylgjast má með gangi mála í Höfða í beinni útsendingu á Vísi.

Grannt fylgst með gangi mála af þaki Arion banka. Vísir/vilhelm
Byssurnar komnar upp. Vísir
Skyttur á þaki Arion banka.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.