Allt að tuttugu stiga hiti í dag Tómas Arnar Þorláksson skrifar 7. júlí 2024 08:31 Blíðviðri verður á Suðurlandi. Vísir/Vilhelm Veður verður með besta móti á Suðurlandi í dag en búist er við því að hitastigið nái allt að 20 gráðum víða á Suðurlandsundirlendinu. Frá og með þriðjudeginum verður best að vera á Austurlandi að mati veðurfræðings. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, staðfestir í samtali við Vísi að veðrið verði svipað og í gær en jafnvel örlítið betra. Hitastig fór í rúmlega 20 stig við Skálholt í gær og gæti hitastig náð þeim hæðum á Suðurlandi fjarri frá hafgolunni við ströndina. Mesta blíðviðrið á Suðurlandi Óli nefnir að búast megi við góðu veðri á stöðum eins og Selfossi og Hveragerði en að veðrið muni vera enn betra austar á Suðurlandinu líkt og í Þjórsárdal og við Hellu. Hann segir norðanáttina gera það að völdum að Suðurlandið njóti mesta blíðviðrisins í dag. „Uppsveitir Suðurlands hafa yfirleitt vinninginn á svona dögum þar sem það er norðanátt og smá vestanátt. Það munar um að vindurinn frá sjónum er ekki að ná þarna inn af krafti.“ Aðeins svalara á höfuðborgarsvæðinu Veðrið á Vesturlandi mun einnig vera hlýtt og sólríkt en að mati Óla gæti hitastig náð allt að nítján gráðum í Borgarfirði. Með kvöldinu mun þó skýjaslæða breiðast yfir Snæfellsnes og vestanverða Vestfirði. Hann segir að á höfuðborgarsvæðinu muni hitastigið líklegast vera tveimur til þremur gráðum svalara en það var í gær vegna sjávarlofts sem umlykur svæðið. Hann tekur fram að Vatnsendasvæðið muni líklegast fá besta veðrið vegna fjarlægðar frá sjó. Á þriðjudaginn verður best að vera á Austurlandi Á Norðurlandi og Austurlandi heldur það áfram að vera þungbúið og í svalara lagi í dag og á morgun en Óli tekur fram að veðrið taki við sér þar á þriðjudaginn og að hitastig ætti að ná 20 gráðum á Austurlandi. „Frá og með þriðjudegi verður besta veðrið á Austurlandi.“ Veður Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Víða allhvass vindur og rigning Siggi stormur spáir rauðum jólum Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Austan stormur og gular viðvaranir á morgun Hvassviðri eða stormur og gular viðvaranir Bæta við gulri viðvörun á Vestfjörðum og miðhálendi Hvasst sunnantil og víða rigning eða slydda Hvassviðri syðst á landinu Smá rigning eða slydda víða Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Rigning eða slydda sunnan- og vestanlands Bjart sunnan- og vestanlands en él norðan- og austantil Allhvasst syðst en hægari vindur annars staðar Bjartviðri suðvestantil en hvasst suðaustanlands Blæs hressilega af austri Stormur í kortunum Snjódýptin geti náð fjörutíu sentimetrum Gul viðvörun vegna snjókomu Snjókoma í kortunum Kuldinn bítur í kinnar landsmanna Slær í storm suðaustantil en höfuðborgarsvæðið í skjóli Allvíða él eða skúrir og flughált víða um land Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Vara við flughálku í fyrramálið Skúrir á víð og dreif og hiti að sex stigum Hefðbundin lægð með rigningu og allhvössum vindi Hvít jörð á höfuðborgarsvæðinu og víðar Frost og víða fallegt vetrarveður Víða vindasamt á landinu Sjá meira
Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, staðfestir í samtali við Vísi að veðrið verði svipað og í gær en jafnvel örlítið betra. Hitastig fór í rúmlega 20 stig við Skálholt í gær og gæti hitastig náð þeim hæðum á Suðurlandi fjarri frá hafgolunni við ströndina. Mesta blíðviðrið á Suðurlandi Óli nefnir að búast megi við góðu veðri á stöðum eins og Selfossi og Hveragerði en að veðrið muni vera enn betra austar á Suðurlandinu líkt og í Þjórsárdal og við Hellu. Hann segir norðanáttina gera það að völdum að Suðurlandið njóti mesta blíðviðrisins í dag. „Uppsveitir Suðurlands hafa yfirleitt vinninginn á svona dögum þar sem það er norðanátt og smá vestanátt. Það munar um að vindurinn frá sjónum er ekki að ná þarna inn af krafti.“ Aðeins svalara á höfuðborgarsvæðinu Veðrið á Vesturlandi mun einnig vera hlýtt og sólríkt en að mati Óla gæti hitastig náð allt að nítján gráðum í Borgarfirði. Með kvöldinu mun þó skýjaslæða breiðast yfir Snæfellsnes og vestanverða Vestfirði. Hann segir að á höfuðborgarsvæðinu muni hitastigið líklegast vera tveimur til þremur gráðum svalara en það var í gær vegna sjávarlofts sem umlykur svæðið. Hann tekur fram að Vatnsendasvæðið muni líklegast fá besta veðrið vegna fjarlægðar frá sjó. Á þriðjudaginn verður best að vera á Austurlandi Á Norðurlandi og Austurlandi heldur það áfram að vera þungbúið og í svalara lagi í dag og á morgun en Óli tekur fram að veðrið taki við sér þar á þriðjudaginn og að hitastig ætti að ná 20 gráðum á Austurlandi. „Frá og með þriðjudegi verður besta veðrið á Austurlandi.“
Veður Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Víða allhvass vindur og rigning Siggi stormur spáir rauðum jólum Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Austan stormur og gular viðvaranir á morgun Hvassviðri eða stormur og gular viðvaranir Bæta við gulri viðvörun á Vestfjörðum og miðhálendi Hvasst sunnantil og víða rigning eða slydda Hvassviðri syðst á landinu Smá rigning eða slydda víða Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Rigning eða slydda sunnan- og vestanlands Bjart sunnan- og vestanlands en él norðan- og austantil Allhvasst syðst en hægari vindur annars staðar Bjartviðri suðvestantil en hvasst suðaustanlands Blæs hressilega af austri Stormur í kortunum Snjódýptin geti náð fjörutíu sentimetrum Gul viðvörun vegna snjókomu Snjókoma í kortunum Kuldinn bítur í kinnar landsmanna Slær í storm suðaustantil en höfuðborgarsvæðið í skjóli Allvíða él eða skúrir og flughált víða um land Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Vara við flughálku í fyrramálið Skúrir á víð og dreif og hiti að sex stigum Hefðbundin lægð með rigningu og allhvössum vindi Hvít jörð á höfuðborgarsvæðinu og víðar Frost og víða fallegt vetrarveður Víða vindasamt á landinu Sjá meira