Leifar af heimskautavetrinum valda usla Árni Sæberg skrifar 4. júní 2024 08:44 Svona verður staðan á landinu á hádegi. Veðurstofa Íslands Veðurfræðingur segir „volduga“ 976 millibara lægð vera norðaustur af landinu, um 350 kílómetra norðaustur af Langanesi, og færast nær landinu. Segja megi að um sé að ræða leifarnar af heimskautavetrinum. Appelsínugul veðurviðvörun gildir á stærstum hluta landsins í dag og á morgun og gul annars staðar hluta dagsins. Þetta segir í hugleiðingum Veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Þar segir að lægðin þokist til suðurs í dag og því nær landinu, en á móti komi að lægðin sé hætt að dýpka. „Þessi mikla lægð beinir til okkar köldu lofti úr norðri, það má segja að um sé að ræða leifarnar af heimskautavetrinum.“ Snjókoma við sjávarmál Þá fylgi lægðinni talsverð úrkoma. Á vefmyndavélum megi sjá að snjóað hafi nokkuð drjúgt í nótt á Norður- og Austurlandi, jafnvel niður að sjávarmáli á sumum stöðum. Auk þessa sé hvass norðan vindstrengur yfir stærstum hluta landsins, það sé helst að vestasti hluti landsins hafi sloppið skást enn sem komið er, en þar eigi væntanlega eftir að hvessa þegar líður á morguninn. Muni standa linnulítið út fimmtudag Vart þurfi að taka fram að um sé ræða óvenjulegt veður á þessum árstíma, bæði hvað varðar vindstyrk og einnig lágt hitastig samfara mikilli úrkomu á norðanverðu landinu. Einnig gefi spár til kynna að illviðrið verði sérlega langvinnt. Í grófum dráttum geri spár ráð fyrir að óveðrið standi linnulítið út fimmtudag, en aðfaranótt föstudags sé útlit fyrir að veður skáni svo um munar. Viðvörun alls staðar Líkt og greint hefur verið frá munu veðurviðvaranir, ýmist gular eða appelsínugular, gilda allt fram á fyrstu klukkustund aðfaranætur föstudags. Fylgjast má með veðurviðvörunum hér. Þá hefur vegum víða verið lokað vegna veðurs. Þar ber hæst að hringveginum hefur verið lokað á Suðausturlandi, milli Hafnar og Djúpavogs, og Norðausturlandi, um Mývatns- og Möðrudalsöræfi. Fylgjast má með færð á vegum hér. Veður Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Hlýjast suðaustantil Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Sjá meira
Þetta segir í hugleiðingum Veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Þar segir að lægðin þokist til suðurs í dag og því nær landinu, en á móti komi að lægðin sé hætt að dýpka. „Þessi mikla lægð beinir til okkar köldu lofti úr norðri, það má segja að um sé að ræða leifarnar af heimskautavetrinum.“ Snjókoma við sjávarmál Þá fylgi lægðinni talsverð úrkoma. Á vefmyndavélum megi sjá að snjóað hafi nokkuð drjúgt í nótt á Norður- og Austurlandi, jafnvel niður að sjávarmáli á sumum stöðum. Auk þessa sé hvass norðan vindstrengur yfir stærstum hluta landsins, það sé helst að vestasti hluti landsins hafi sloppið skást enn sem komið er, en þar eigi væntanlega eftir að hvessa þegar líður á morguninn. Muni standa linnulítið út fimmtudag Vart þurfi að taka fram að um sé ræða óvenjulegt veður á þessum árstíma, bæði hvað varðar vindstyrk og einnig lágt hitastig samfara mikilli úrkomu á norðanverðu landinu. Einnig gefi spár til kynna að illviðrið verði sérlega langvinnt. Í grófum dráttum geri spár ráð fyrir að óveðrið standi linnulítið út fimmtudag, en aðfaranótt föstudags sé útlit fyrir að veður skáni svo um munar. Viðvörun alls staðar Líkt og greint hefur verið frá munu veðurviðvaranir, ýmist gular eða appelsínugular, gilda allt fram á fyrstu klukkustund aðfaranætur föstudags. Fylgjast má með veðurviðvörunum hér. Þá hefur vegum víða verið lokað vegna veðurs. Þar ber hæst að hringveginum hefur verið lokað á Suðausturlandi, milli Hafnar og Djúpavogs, og Norðausturlandi, um Mývatns- og Möðrudalsöræfi. Fylgjast má með færð á vegum hér.
Veður Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Hlýjast suðaustantil Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Sjá meira